11.3.2011 | 20:17
Veruleikafirrtur Háskóli Íslands
Í stað þess að Háskóli Íslands sé miðstöð skapandi og gagnrýninnar hugsunar virðist sem hann hafi að einhverju marki lent í því að vera áróðurshreiður þar sem blekkingum er bunað út á færibandi til þess, að því er virðist, að verja mjög þrönga sérhagsmuni.
Prófessorinn Ragnar Árnason hefur um áratugaskeið haldið á lofti ágæti eigin fiskihagfræðikenninga. Kjarni kenninganna er að það leiði sjálfkrafa til þjóðhagslegrar hagkvæmni að einkavæða réttinn til fiskveiða og gera hann framseljanlegan. Helsti gallinn við kenningar um kvótakerfið er að það brýtur í bága við mannréttindi og skilar stöðugt færri fiskum á land. Upphaflegt markmið kerfisins var að losna við náttúrulegar sveiflur í afla og skila jafnstöðuafla upp á 500 þúsund tonn. Útgefinn kvóti fyrir núverandi fiskveiðiár er einungis 160 þúsund tonn og er rétt um þriðjungur þess sem hann var fyrir daga kvótans. Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir virðist sem hópur hagfræðinga í Háskólanum neiti að horfast í augu við raunveruleikann og haldi áfram að boða einhverja hagkvæmni og meintan árangur, en skömmu fyrir hrun fjármálakerfisins boðaði Ragnar ásamt félögum sínum að hagkvæmast væri að hætta algerlega þorskveiðum á þeim forsendum að þjóðfélagið stæði efnahagslega svo afskaplega vel! Hópurinn hefur nú með mjög skömmum fyrirvar boðað til tveggja málþinga þar sem tryggt verður að engri gagnrýni á kvótakerfið verði hleypt að. Markmið málþinganna virðist alls ekki að vera kynna nýjar rannsóknir eða uppgötvanir heldur miklu frekar að hafa áhrif á umræðu um fyrirhugaðar breytingar á kerfi sem brýtur á jafnræði landsmanna.
Í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. mars sl. mátti skilja á prófessor í Háskóla Íslands að kvótakerfið í sjávarútvegi sem hefur bæði leitt til helmingi minni veiði á botnfiski á síðustu tveimur áratugum og til algerrar óvissu um atvinnuréttindi íbúa hefði nákvæmlega ekkert með hnignun sjávarbyggðanna að gera. Spyrja má í framhaldinu hvort það sé almennt mat fræðimanna í Háskóla Íslands að ef það sem eftir er af veiðiheimildum í sjávarbyggðunum væri skert eða selt í burtu hefði það ekkert að gera með þróun byggðar.
Umhugsunarefni er hvernig prófessorinn birtir og túlkar gögn í umræddri grein og hleypur algerlega yfir skýrslur Byggðastofnunar og rök þeirra sem hafa bent á það sem ætti að liggja í augum uppi, að ef undirstöður samfélags manna eru veiktar hefur það bein áhrif á búsetuna. Ef svara á þeirri spurningu hvort kvótakerfið hafi haft áhrif á búsetu væri nærtækt að skoða mannfjöldaþróun í sjávarbyggðum Vestfjarða í samhengi við landaðan afla í viðkomandi byggðum. Það er ekki gert, heldur er birtur með greininni samanburður á hlutdeild Vestfjarða í íbúatölu Íslands frá árinu 1911 sem endurspeglar fyrst og fremst vöxt höfuðborgarinnar umfram aðra landshluta. Sömuleiðis birtir prófessorinn samanburð á íbúatölu á Vestfjörðum og heildarþorskafla landsmanna. Þessi framsetning er vægast sagt undarleg þar sem tölurnar endurspegla ekki einungis þær breytingar sem hafa orðið í sjávarbyggðum Vestfjarða heldur einnig í sveitum. Miklu nær væri að bera saman íbúaþróun sjávarbyggðanna á Vestfjörðum og afla sem landað er í þeim. Ef það er gert sést að veruleg fjölgun varð á áttunda áratug síðustu aldar um leið og þorskaflinn jókst og hélst sú þróun fram á níunda áratuginn en fækka tók í byggðunum á þeim tíunda um leið og skornar voru niður veiðiheimildir og byggðirnar gerðar fallvaltari með sölu veiðiheimildanna. Þessi hnignun hefur haldið áfram fram á þennan dag. Til að meta stöðu byggðanna og neikvæð áhrif kvótakerfisins er ekki síður áhugavert að skoða aldurssamsetningu íbúa og fækkun þeirra sem eru á barneignaraldri og eru hvað hreyfanlegastir á vinnumarkaði. Sláandi er að sjá gríðarlega fækkun yngra fólks í sjávarbyggðunum á síðasta áratug en í dreifbýlinu er það einkum yngra fólkið sem hleypir heimdraganum rétt eins og gildir annars staðar á Íslandi í þeim þrengingum sem ganga yfir landið.
Ég er alfarið þeirrar skoðunar að áhrif misheppnaðrar fiskveiðistjórnunar eigi skilið betri vinnubrögð en þau sem hópur hagfræðinga stundar nú innan Háskóla Íslands. Þjóðinni er þar boðið upp á lítið annað en ómerkilegan og illa rökstuddan áróður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 26
- Sl. sólarhring: 80
- Sl. viku: 2960
- Frá upphafi: 1019146
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 2585
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Íþróttir
- Var tilkynnt í gær að hann færi ekki á HM
- Gunnlaugur vann sína viðureign í naumu tapi Evrópuúrvalsins
- Fortnite-hasar í Höllinni
- Neville tekinn með glímutaki (myndskeið)
- Fóru beint til Spánar eftir Fram-leikinn
- Svíinn valinn leikmaður mánaðarins
- Aldís ráðin til KSÍ
- Sex leikja bann fyrir hráka
- Hafsteinn ekki í lokahópnum
- Moyes í viðræðum við Everton
Athugasemdir
Ekki gleyma hlaupastrák LÍÚ, lögfræðingnum, Helga Áss Grétarssyni. Ég skil ekki hvað háskólamönnum gengur til með svona pólitískum afkiptum. Því þetta er ekki viðfangsefni fræðasamfélagsins að neinu leyti.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2011 kl. 20:42
lesist "pólitískum afskiptum"
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2011 kl. 20:44
Getur það verið að háskólanemar hlusti eins og
Páfagaukar á Ragnar alla daga ?
Aðalsteinn Agnarsson, 11.3.2011 kl. 21:22
Var það ekki prófessorinn sem sagði eitt sinn; að ávöxtunin sem fengist við það að geima fiskinn í sjónum og láta hann stækka væri svo mikil, að það væri ekki hægt að taka lán með svo háum vöxtum, að það borgaði sig ekki frekar en að veiða meira. Nú er búið að reyna þá aðferð að veiða minna í 27 ár með vægt til orða tekið neikvæðri ávöxtun.
Þá man ég að Ragnar og Tryggvi Þór voru eitt sinn sem oftar í nefnd á vegum sjávarútvegsráðuneytisins sem gaf það út að framlegð hjá útgerðinni hafði vaxið un 91.44% á ákveðnu tímabili eftir að kvótakerfinu var komið á. En litu í skýrslunni algerlega framhjá fólksfækkuninni á landsbyggðinni, að þorskafli hafði dregist saman um 50% og skuldir útgerðarinnar höfðu þrefaldast á umræddu tímabili...Þetta eru bara snillingar.
Atli Hermannsson., 11.3.2011 kl. 23:13
Kvótakrefið er kjarni og drifkraftur mestu spillingarþrónuar í sögu landsins og er hægt að færa rök fyrir því að það séu fyrstu virkilega stóru skipulögðu glæpasamtökin á landinu.
Allir sem þaka þátt líta að sjálfssögðu ekki á þetta sem glæpi. Ekki frekar enn fyllibytta vill láta kalla sig alkohólista.
Þetta gegnum rotna kerfi er orðið háð sjálfum sér. Að ekki viðhalda því eins og það er setur fjármál margra valdamanna á annan endan. Og af hverju ætti þeim að langa til að leggja niður þægilegt sýstem?
Menn eru að vitna í allskonar skýrslur hjá hvor öðrum og þeir skemmtilegustu vitna of í eitthvað sem þeir skrifuðu sjálfir áður eins og um heilagan sannleika sé að ræða.
Kvótakerfið væri fyrir löngu orðið dómsmál í siðmenntuðum löndum, enn ekki á Íslandi. Hér eru dómssalir notaðir til að skoða hvort veggir og hurðir á kjörklefa eru nógu þykkar...eða eitthvað í þá áttina.
Íslendingar þurfa að fara að vakna til meðvitundar um að það ere örfáir menn, vel talandi, vel skrifandi, í góðum embættum sem hafa alla þjóðina að fífli, og sumir þeirra eru háskólamenntuð fífl.
Sem dæmi er heimskasti maður sem ég hef hitt á lífsleiðinni er lögfræðingur úr háskóla Íslands.
Þessi lögfræðimenntun gerir þessa grey manneskju eiginlega eina af mest misheppnuðu homo sapiens sem ég þekki og hef ég grenjað af hlátri ásamt öðrum yfir þessari afurð HÍ, þó það sé ljótt að gera.
Ég er ekki að gera lítið úr menntun almennt eða HÍ heldur. Það sleppur eitt og eitt algjört frík í gegnum þessa skóla.
Enn afleiðingarnar verða fyrst hörmulegar þegar menn fara að taka fólk alvarlega út á sjálft háskólaprófið og þora ekki að hafa neina skoðum sjálfir.
Síðan Hannes Hólmstein súperkjáni mætti er alveg eins og Einar Ben sé mættur á svæðið með ódýr norðurljós að selja.
Kvótakerfið er ekkert annað en leyfi einstaklinga að prenta peninga og koma þeim í umferð sem alvörupeningar. Er einhver hissa á að kerfið springi?
Og núna er umræðan um hvort þeir meigi ekki prenta meira því allur peningur er búin og allt orðið svo leiðinlegt aftur...
Endilega bara láta þá halda áfram að prenta og prenta og hinir geta verið á bólakafi í gáfulegum umræðum um málið....það er eitthvað mikið að þessari þjóð.
Óskar Arnórsson, 12.3.2011 kl. 00:51
Ragnar svarar þessu öllu skilmerkilega í Mogganum í dag.
Axel Jóhann Axelsson, 12.3.2011 kl. 07:20
Það er rétt hjá þér Sigurjón, Háskóli Íslands er orðinn að áróðursvél, þar sem margir prófessorar og kennarar hafa kastað frá sér fræðunum og tekið upp pólitíska sýn.
Ekki ætla ég þó að tala um þann sem þú telur vera að tala máli kvótakerfisins, hef einfaldlega ekki næga þekkingu á því.
Hins vegar er stór hópur manna sem heldur til í þessari stofnun og þiggur laun úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, sem hafa mikið talað fyrir ESB aðild. Nánast öll vandamál sem þessir menn sjá leysast með inngöngu í ESB og upptöku evru og eru þeir duglegir við að koma þeim skilaboðum í fjölmiðla, í skjóli síns embættis.
Þetta er mun alvarlegra mál en svo að við verði unað. Þó einhverjir fræðimenn tali fyrir einstökum málum hér innanlands, er það hégómi miðað við það landráð sem þeir fræðimenn stunda, er vilja innlima okkur undir ESB.
Ef þeim tekst það ætlunarverk sitt er ljóst að deilur um fiskveiðistjórnun eða yfirleitt önnur mál hér innanland verða óþörf. Við fáum bara skipanir frá Brussel um það hvernig að málum skuli staðið.
Það er skiljanlegt að háskólaelítan skuli vilja inngöngu í ESB. hún er þyggjandi og því líkir á frekari styrkjum til hennar innan ESB. Flest erum við þó greiðendur í þessu landi og ljóst að innganga mun einungis leiða af sér enn frekari greiðslur til ESB, ef við förum þangað inn.
Öllu verra er þó sú staðreynd að við verðum að "deila" fullveldi okkar með öðrum löndum Evrópu, sem eru innan ESB. Þar fáum við vægi sem ekki dugir til eins eða neins, eða um 0,06%. Að vísu munu nýjar reglur um fjölda þingmanna á Evrópu þinginu leiða til þess að við fáum 6 þingmenn þar og mun þá vægi okkar ná því að verða um 0,6%. Það er það vægi sem við komum til með að hafa um okkar málefni, eftir inngöngu í ESB, 99,4 ákvarðanavalds mun koma frá öðrum þjóðum.
Alþingið okkar mun þá breytast í afgreiðslustofnun um lög og reglugerðir frá Brussel.
Gunnar Heiðarsson, 12.3.2011 kl. 10:21
Þetta er óskiljanlegt Sigurjón að Háskóli Íslands skuli dreginn niður á þetta plan. Þarna er búið að setja saman ótrúlega "trúverðugan" áróður sem byggir á tómum misfærslum og útúrsnúningum á sannleikanum.
Og síðan þegar átti að fara ræða einstök atriði voru fjórmenningarnir sem allir voru á einu máli í öllum atriðum tilbúnir með útúrsnúninga sem gengu út á að útiloka allt annað en áframhaldani kvótakerfi og aukinn eignarétt útgerða á veiðiheimildunum.
En þarna tel ég að Ragnar hafi farið framúr sér og sýnt sitt rétta andlit. Þjóðin er búin að senda skýr skilaboð um eignaréttinn. Samt heldur Ragnar áfram að staglast á eignaréttinum! Þetta tengir Ragnar við ofbeldis hópinn innan LÍÚ sem haft hefur þetta að markmiði í 18 ár. Ég held að þeir séu fáir innan LÍÚ í dag sem haldi að það sé raunhæft að fara áfram með svona kröfur í umræðunni um kvótann.
Ljót var skýringin á því hvers vegna ekki þyrfti að fara eftir ályktun Mannréttinda nefndar sameinuðuþjóðanna. Af því 12 menningarnir í meirihluta nefndarinnar voru frá þróunarlöndum!!! Þetta finnst mér fyrir neðan virðingu Háskóla Íslands og er hreinir kynþáttafordómar ofaná virðingarleysið fyrir mannréttindum.
.
Ólafur Örn Jónsson, 12.3.2011 kl. 11:14
Svarið hjá Ragnari Árnasyni í Mbl í dag - er nú ekki uppá marga fiska.
Drífum manninn á sjó á togara í sex mánuði og tölum svo við hann þegar hann kemur til baka.
Kristinn Pétursson, 12.3.2011 kl. 14:40
Ég hef litlu við að bæta um kvótakerfið. Það er búið sanna sig sem eitt af því vitlausasta og skaðlegasta sem misvitrir stjórnmálamenn og ,,fræðingar" hafa kallað yfir þessa þjóð. En það er ekki bara í þessu sem hámenntað og háskólagengið fólk er á alvarlegum villigötum. Ég held að allt fræða og háskólasamfélagið þurfi að fara í alvarlega naflaskoðun og hætta að lifa í einhverjum fílabeinsturni þar sem hver lofar annan og enginn þorir að segja meiningu sína um nokkurn hlut nema að vera ,,sérfræðingur" á viðkomandi sviði. Þetta fólk ætti stundum að hlusta eftir því hvað almenningur í landinu hefur að segja.
Þórir Kjartansson, 12.3.2011 kl. 14:48
Myndin sem er hér fyrir neðan - sýnir að það er rangt að takmarka veiði með svo róttækum hætti sem Ragnar Árnason og Hafró hafla fram - og þannig hrynur allt gólfið undan þeirra málstað á einu b retti...
Kristinn Pétursson, 12.3.2011 kl. 15:38
Önnur mund sem sýnir það sama - um 6 fiskistofna samanlagt - nýliðun er betri þegar stofnarnir eru minni - öfugt við grundvallaratriði í kenningum Ragnars og Hafró....
Kristinn Pétursson, 12.3.2011 kl. 15:41
þriðja myndin "nýliðunarferli" sýnir hvernig nýliðun versnar við stækkandi hryngingarstofn (Ricker ) - öfugt við það sem Hafró heldur fram - og kenning Ricker - smellpassar við myndin afyrir ofan - og miklar takmarkanir = verri nýliðun = minni afrakstur nytjastofna - þvert ofan í málflutning Ragnars & co.
Kristinn Pétursson, 12.3.2011 kl. 15:44
Fjórða myndin sýnir svo svörun í þorskstofninum við þennan gagnasamanburð - en alltaf er ég að nota töflur úr gögnum HAfró....
hér er þorskurinn.....
Kristinn Pétursson, 12.3.2011 kl. 15:46
"Bingó" í nýliðun - eru einmitt árin sem sem Hafró fór á taugum.... út af "ofveiði" - þá var einmitt að koma nýtt "bingó"....
1973, - 1983 - 1984 allt metár... þegar galað var sem hæst um "ofveiði".....
úr þessum árgögnum veiddist mest úr árganginum 1973 - meira en 1.100 þúsund tonn einmilljónogeitthundraðþúsundtonnúr einum árgang (árg. 1973) en þá var mikil sókn í smáþorsk - og árgangurinn varð sterkur....
1983 og 1984 árgangarnir áttu svo að vera "uppbyggðir" 1990-1992 - en þá varð nýtt "neyðarástand" á Hafró......
og sett á 25% aflaregla.....
árið 1993 kom svo sterkur árgangur - sem átti að vera "uppbyggður með 25% aflareglu" - um 2002 - en þá var nýtt "neyðarástand" og þá ét það "ofmat" þegar árgangur inn 19993 virtist allur drepast í stað þess að "byggjast upp" með friðun og 25% aflareglu - sem farið var eftir með 97% nákvæmni.
Síðan 1992 - hefur Hafró svo breytt tölum afturábak mæði höfuðstólum (stofnstærð) og nýliðun líka (falsað "nýjar" tölur í stað eldri GRUNN-frumgagna)...
og því er varla hægt að gera slíkan samanburð - eftir 1992 - vegna þess að gagnagrunnur Hafró í nýliðun og stofnstærðum er FALSAÐUR aftur í tímann ....
Gera þarf því nýjan gagnagrunn - en þetta e allt hægt að rökstyðja rækilega vel - ein tækifæri gefst til.
Flest sem Ragnar Árnason og Hafró - halda fram um fiskveiðistjórn með núverandi veiðirágjöf - byggir á stórgallaðri - ef ekki háskalegri hugmyndafræði - sem á sér engan stoð í raunveruleikanum
Þetta virðast allt vera "draumóravísindi" en ekki fagvísindi. - svo eru "draumaóravísindi" látin "reikna til baka" stofnstæðir og nýliðun (í vaxandi mæli eftir 1992... og því er ansi erfitt að ræða málin....
en það hvort eð er fæst ekkert rætt - Sértrúarsöfnuður Ragnars & Co... sér um að hleypa engri faglegri gangrýni að....
eða hvað?
Þorir Ragnar Áranson & Co - að mæta í kappræður um þetta??? Ég er til í að mæta við tækifæri....
Kristinn Pétursson, 12.3.2011 kl. 16:00
Vandamálið við sérfræðinga er umbreyting þekkingar til blekkingar. Fyrir leikmenn er erfitt að verjast þessu en ég hvet hvern og einn einstakling til sjálfstæðrar skoðanamyndunar og best að gera það einn á víðavangi með mesta lagi hund sér við hlið.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.