Leita í fréttum mbl.is

Skemmtikraftinum Jóni Gnarr hundleiðist við að gera stjórnmálin skemmtilegri

Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá borgarstjóranum en honum virðist samkvæmt fréttum þykja allir sem ekki eru í Besta flokknum og systur flokki hans Samfylkingunni leiðinlegir. 

Sjálfur hef ég reynt í liðlega hálft ár að  ná tali af formanni Besta flokksins en án árangurs og í framhaldi af þeim samskiptum eða samskiptaleysi réttara sagt fór ég að velt fyrir mér hvers konar fíflagangur sé í gangi í ráðhúsi Reykjvíkur.  


Eitthvað eru Besta flokksmenn farnir að skynja óróa borgarbúa og þeim þyki nóg boðaða breytingu á sorphirðu í Reykjavík kennda við 15 metrana, sem ætlað er að taka gildi innan skamms.  Reglur Besta flokksins og Samfylkingarinnar fela í sér að borgarbúar þurfi að greiða mikinn aukakostnað  þrátt fyrir minni þjónustu.
Í stað þess að fara yfir  gagnrýni á sorphirðuna eða svara  henni efnislega þá hleypir Besti flokkurinn af stokkunum  alþjóðlegri undirskriftarsöfnun til að stöðva óþörf og ómannúðleg dráp á Ísbjörnum á Íslandi.

 Ég leyfi mér að efast um hversu  jákvæð þessi herferð Jóns Gnarr er fyrir ímynd landsins.  Okkur Norðlendingum þykir mörgum það nokkuð sérstök skilaboð frá Besta flokknum að telja það vera í góðu góðu lagi að hafa hér Ísbirni á vappi í næsta nágrenni við íbúa og búpening. 

Ef til vill er skýringin á þessum tillögum að Jóni Gnarr leiðist almennt Norðlendingar, nema að það sé hugmynd Besta flokksins að nýta þær milljónir sem sparast í sorphreinsunardeildinni í Reykjavík til þess að stofna hér sérstaka ísbjarnarbjörgunardeild norðan heiða.
mbl.is Samskiptin við minnihlutann tímaeyðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Kannski er þú rétti maðurinn til að koma á ráðstefnu þingmanna landsbyggðarinnar og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins undir yfirskriftinni.  "Hefur landsbyggðin efni á höfuðborgarsvæðinu?"

Einar Þór Strand, 20.1.2011 kl. 10:43

2 identicon

Jón Gnarr er sjálfumglaður maður sem skynjar ekki neyð borgarbúa.

jonas (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 10:55

3 identicon

Nei hættu nú alveg.

Mér finnst merkilegt hvað allir verða hissa þegar þjónusta er skert þegar landið er farið á fokking hausinn.

Hlýtur að vera Jóni að kenna, auðvitað! Af því að hann bara vill endilega að fólk hafi það svo skítt, af því að hann er svo vondur! Eða eitthvað.

Ari Júlíus Árnason (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 12:46

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ari, en hvers vegna vill Jón þá vera að vesenast með þessa ísbirni hér á Norðurlandinu

Sigurjón Þórðarson, 20.1.2011 kl. 13:51

5 identicon

Hringjum í vælubílinn

Steini (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 14:30

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ísbjörn er matur og klæði og aldrei frekar en í kreppu. Eitthvað af þessu er Jón ekki að fatta.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.1.2011 kl. 18:23

7 identicon

gnarr er bara tilbúningur Baugs en hann er ekkert og allra sist húmoristi

nilli (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 20:51

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef allir væru eins og Jón Gnarr þá væri nú ástandið á Íslandi öðruvísi en það er í dag. En ekki þýðir að fást of mikið um það sem liðið er.

 Áhættu-leikararnir sem hafa gengið lausir í Rvk-borg undanfarin ár eru margir og hafa gert margt sem að skaðlausu hefði mátt sleppa. Hvað voru borgarstjórarnir margir á launum samtímis á tímabili vegna vandræðagangs þeirra gömlu og stöðnuðu? Voru þeir 3 eða 4?

 Ég man ekki betur en að Ísbirnirnir hafi tekið land hér ópantaðir og uppá sitt einsdæmi. Og fyrir utan landssteina Íslands var æsingur yfir að þeir voru skotnir. það er ekki vitlaust af Jóni og félögum að hugsa fyrir næstu landgöngu. Mætti til dæmis skjóta deyfilyfjum í næsta landgöngu-bjössa til að lægja óánægjuöldur. Flytja Ís-bjössann síðan sofandi á stað sem búið væri að hugsa fyrir (það er of sjaldgæft á Íslandi að hugsa fyrir hlutunum).

 Eitt sinn var sædýrasafn í Hafnarfirði ef ég man rétt, og ísbörn í því safni. Jón Gnarr hugsar lengra en sumir átta sig á og gangi honum sem best að koma nýjum hugmyndum í verk, gegn gömlum, stöðnuðum og allt að því óvinveittum pólitíkusum.

 það er ótrúlegt hvernig fullorðið fólk gerir lítið úr sjálfu sér með niðurlægjandi aðfinnslum um Jón Gnarr fyrir að fara nýjar leiðir (sem er löngu tímabært)? Mér er næst að halda að öfundin sé að fara með þá sem þannig haga sér! Fólk hagar sér mjög neikvætt og niðurlægjandi sem er þjakað af öfund. Ég óska Jóni Gnarr alls hins besta í sínu starfi og styð hann, því hann hugsar lengra en margir aðrir, er mannúðlegur og klár með mikla lífreynslu. því miður skilja það of fáir.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.1.2011 kl. 06:46

9 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þessi ísbjarnarbrandari er súrsaðri en nokkur hrútspungur. Sumir halda að brandarar séu einsog vín; að þeir batni með árunum. Misskilningur.

Sverrir Stormsker, 21.1.2011 kl. 10:15

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Anna Sigríður, ekki veit ég hvað Jón Gnarr er að hugsa né hversu mannúðlegur og klár hann er en hitt veit ég að Jón Gnarr virðist hafa gaman af því að leggja Frjálslynda flokkinn í einelti.

Hvað varðar viðbrögð um landtöku ísbjarna þá hafa stjórnvöld samið skýrslu þar sem niðurstaðan var að vitlegast væri að fella dýrin sem fyrst. sjá:

http://www.ust.is/media/fraedsluefni/pdf-skjol//Skyrsla_um_komur_hvitabjarna_til_Islands_lokautgafa.pdf 

Sigurjón Þórðarson, 21.1.2011 kl. 10:28

11 identicon

Sigurjón við óskum þér til hamingju með skoðanakönnunina í Fréttablaðinu í dag. Flokkurinn er horfinn í höndunum á þér og þínum.

Valdimar (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 15:07

12 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég þakka fyrir "Valdimar" en að það er gott að vita til þess að tryggir fylgismenn komi hér óbeðnir fram á síðunni með óskir um hamingju mér til handa og flokksins. 

Sigurjón Þórðarson, 21.1.2011 kl. 16:59

13 identicon

Neikvætt og ömurlegt ómarktækt fólk. Ísbjörninn er ekki borgaður af Reyvíkingum. Það verður aflað fjár honum til stuðnings erlendis, og fjáröflunin notuð sem landkynning, til að fá hingað umhverfissinna, en þeir neita sumir að koma út af hvölum etc........og eiga margir mikinn pening......eru mjög algengir í Beverly Hills......og þá mun liðið koma hingað í skipsförmum. Dásama geothermal vatnið okkar og ísbjörninn og líða vel að hafa hjálpað bangsa, kaupa íslenska ull í massavís og eyða og eyða og eyða.....mikið betra að fá þetta lið en einhverja Þjóðverja sem gera ekkert nema tjalda og ganga á fjöll. Og kostar borgina ekki eina krónu, já EKKI EINN AUR. Geri aðrir betur að vera svona sniðugir. Þið skiljið ekki markaðsetningu og eruð bara aular. Jón er snillingur og veit nákvæmlega hvað hann er að gera.

xÆ (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband