Leita í fréttum mbl.is

Allt sem skiptir máli er rætt á Harmageddon

Í gær var ég í viðtali á útvarpsstöðinni X inuí þættinum Harmageddon hjá þeim Mána og Frosta. Í þættinum Harmageddon er rætt allt sem skiptir máli eða eins og segir kynningu á þættinum "hver er ríkur, frægur, samkynhneigður, íþróttamaður, eiturlyfjaneitandi eða klæðskiptingur í karlmannsleit" og svo auðvitað við formann Frjálslynda flokksins. 

Máni og Frosti er skynsamir og jarðbundnir sveinar sem spá í þjóðmálin m.a. út frá því sjónarhorni hvernig hlutirnir snerta strax með beinum hætti manninn á götunni. 

Greinilegt var að spyrlum Harmageddon var ofarlegar í huga en mér hver afdrif aðildarumsóknar Íslands  að ESB yrðu. Mátti vel greina hjá þeim þá von að aðlid færði lausn margra mála s.s. vondra stjórnmála, spillingar og stjórn efnahagsmála.  Ég er þeirrar skoðunar að hver s.s. niðurstaðan verður í samningaviðræðum og þjóðaratkvæðagreiðslu þá situr íslenskt samfélag upp með þau verkefni sem eru lífsnauðsynleg til þess að komast út úr ógöngum s.s. að taka á spillingu og stjórna efnahagsmálum af einhverri framsýni.

Ekki er ég heldur að svo viss um að það sé von um harðan jólapakka frá Evrópusambandinu sem hefur haft í hótunum við landið í miðju hruni út af ólíklegustu hlutum s.s. greiðslu Icesave og veiða á makríl innan efnahagslögsögu Íslands.

Evrópusambandið er að mínu viti hvorki í eðli sínu gott eða vont heldur stórt hagsmunatengt stjórnkerfi þar sem ráða aðrir kraftar og sjónarmið en skipta öllu máli fyrir íslenskt samfélag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

mikid sakna eg thess ad geta ekki hlustad a tha harmageddon braedur en thetta var min uppahalds thattur i utvarpinu

Magnús Ágústsson, 6.1.2011 kl. 03:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vera aðeins einarðari, Sigurjón, þá sóparðu til þín fylgi þeirra, sem sumir kalla "nei-sinna", en eru í raun JÁ-sinnar eins og ég og meirihluti þjóðarinnar gagnvart fullveldi Íslands og sjálfstæði þjóðarinnar. ESB-sinnar eru víst ekki í þeim hópi, eru a.m.k. til í að afsala æðsta löggjafarvaldi Íslands til ESB.

Annars er ég ekki að vanmeta góðan pistil.

Kær kveðja.

Jón Valur Jensson, 6.1.2011 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband