Leita í fréttum mbl.is

Tveggja ára fangelsi vegna hálfs prómills fjárdráttar

Efnahagslegu hryðjuverkin sem framin voru gegn hagsmunum almennings voru gríðarlega umfangsmikil. Stjórnvöld með aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eru smám saman að tappa af blóðrás íslensks efnahagslífs til þess að gjalda fyrir það tap sem erlendir lánadrottnar urðu fyrir í hruninu. AGS og helsta aðstoðarmanni sjóðsins, Steingrími J. Sigfússyni er tíðrætt um að botninum sé náð og kreppunni sé jafnvel tæknilega lokið á sama tíma og verið er að herða kreppuskrúfuna með skattahækkunum og niðurskurði.

 Erfitt getur verið að ná utan um háar fjárhæðir sem koma í sífellu fyrir í fréttum af því þegar bankarnir voru rændir innan frá. Umhugsunarvert er að þær háu upphæðir, liðlega 200 milljónir króna, sem hurfu út úr Símanum hér um árið og áttu sér vart hliðstæðu í Íslandssögunni voru einungis hálft prómill af þeirri upphæð sem að lánanefnd Kaupþings ráðstafaði á síðasta fundi til sín og sinna eða 450 milljarðar.

Takið eftir hér eru fjárhæðir í stærsta fjársvikamál seinni tíma Símamálinu einungis borið saman við þær fjallháu fjárupphæðir sem skóflað var út á einum fundi í einum útrásarbankanna. Ógæfumennirnir sem drógu sér fé úr Símanum hlutu um 2 ára fangelsisdóma á meðan margur þeirra sem hafa tæmdu bankanan hefur fengið fyrirgreiðslu hjá stjórnvöldum.

Ríkisstjórn Vg og Samfylkingarinnar sem hélt marga neyðarfundi vegna skuldavanda heimilanna og komst að því að best væri að gera nánast ekki neitt af ótta við hið óþekkta, hvetur til sátta og samninga við höfuðpaura hrunsins um skattaafslætti og forgang að endurreistum fyrirtækjum.

Ekki bólar á nokkru réttlæti undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband