Leita í fréttum mbl.is

Kominn tími til þess að játa mistök

Við þjóðinni blasir að Steingrímur J. og Jóhanna Sigurðardóttir píndu vonlausan Icesavesamning í gegnum þingið með stóryrðum og hótunum.  Ólafur Ragnar Grímsson bjargaði þjóðinni frá klúðrinu með því að vísa samþykkt Iceave til þjóðarinnar og uppskar þar með reiði og endalaus ónot liðsamanna Samfylkingarinnar og Steingrímsarms Vg.

Í stað þess að þeir sem gengu hvað harðast fram í að krefjast samþykktar á Icesave s.s. Steingrímur J, Jóhanna, Þórólfur Matthíasson ofl. játi mistök og biðjist fyrirgefningar á röngu stöðumati þá er haldið áfram að þrugla um að rétt hefði verið að "klára" Icesavemálið á sínum tíma. Ég sé lítinn ávinning fyrir trúverðugleika Samfylkingarinnar og Steingríms J. að halda áfram þessari afneitun í stað þess að viðurkenna einfaldlega mistök sem blasa við.

Eina sem mögulega getur réttlætt afneitun Steingríms J. og Jóhönnu er að nýji Icesavesamningurinn sé ekki eins hagstæður og af er látið.  Það er sjálfsögð krafa að samningurinn verði þýddur og skýrður út fyrir almenningi og borinn undir þjóðina til samþykktar.

 

 

 


mbl.is Icesave á endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég tek undir þetta Sigurjón. Samningurinn hljóðar upp á að öll skuldin sé greidd og er því ekkert um neina eftirgjöf að ræða. Munurinn er fólginn í vöxtum og hvenær vextir byrja að tikka. Eins eru þarna varúðarskilmálar sem virðast á sömu nótum og þingið gerði viðauka við Svavarssamninginn. Blekkingin ef blekkingu skal kalla er það mat skilanefndar Landsbankans á verðmæti þrotabúsins og spám um gengi krónunnar. Við vitum að Seðlabankinn ræður gengi krónunnar en hitt er meiri spurning hvers virði þrotabúið er. Miðað við þekktar fléttur í viðskiptum bankanna í að falsa verðmæti fyrirtækja þá kæmi mér á óvart að t.d Iceland keðjan sé jafn verðmæt og talið er. Var ekki Jón Ásgeir  helsti ráðgjafi skilanefndarinnar? Þarf þá að hafa um það fleiri orð? Ef þessi Icesave samningur fer í gegn þá skulum við búa okkur undir þrefalda þá upphæð sem nú er nefnd eða 150 milljarða. Viljum við gangast undir þá skuldakúgun næstu 37 árin? Ég segi nei. Setjum þetta í dóm og ef hann fellur okkur á mót þá verðum við að taka drastíkar ákvarðanir sem snúa að álbræðslunum og þeirri ódýru orku sem þau fá á silfurfati núna. Eins á eftir að ryksuga skattaskjólin og ná þýfinu frá útrásar og bankadólgunum. Líka þessum gjaldþrota sem lifa ljúfu lífi á fé sem hefur verið komið undan. Ef okkur er sýnd harka þá glefsum við á móti, ekki satt?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.12.2010 kl. 23:17

2 identicon

Góður pistill. Nú þurfum við að endurræsa undirskriftirnar á Indefence.is og fella þetta.

anna (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 23:36

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég held að það eigi eftir að koma í ljós síðar meir að Steingrímur J. Sigfússon er einhver mesti stjórnmálasnillingur Íslandssögunnar. Þetta Icesave-mál fer nákvæmlega eins og hann vildi og þjóðin á eftir að þakka honum fyrir framsýnina og fórnarviljann.

Steingrímur er á góðri leið með að sýna fram á að í stjórnmálum verður bæði haldið og sleppt, séu menn nógu klókir og víðsýnir.

Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 09:26

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

EFTA segir að neyðarlögin hafi verið í lagi :
http://eyjan.is/2010/12/15/islensku-neydarlogin-brjota-ekki-akvaedi-ees-samningsins-ad-mati-efta/

Miðað við það og hitt, að það er ekkert þak sett á það hvað við yrðum að greiða tilbaka í Icasave, held ég að við höfnum þessum samningum einfaldlega. Takk fyrir, en nei takk við greiðum ekki skuldir einkaaðila !

Haraldur Baldursson, 15.12.2010 kl. 15:24

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við verðum að gera okkur grein fyrir að mjög ólíkar aðstæður voru í samfélaginu nú og þegar þessi fyrri samningur var gerður. Hann var barn síns tíma þegar samningasaðstæður voru vægast sagt mjög erfiðar. Allar aðstæður eru okkur mun hagstæðari í dag og ljóst að tíminn hefur unnið með okkur.

Er það ekki eitthvað sem við eigum þó að gleðjast yfir?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.12.2010 kl. 22:46

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Einmitt þess vegna ætti Steingrímur að geta glaðst og verið sáttur og ánægður með ákvörðun forsetans en einhverra hluta metur Steingrímur sært stolt sitt meira en hagsmuni þjóðarinnar.

Sigurjón Þórðarson, 17.12.2010 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband