Leita í fréttum mbl.is

Sértæk úrræði fyrir ónýtar kröfur

Greinilegt er að boðuð úrræði ríkisstjórnarinnar miða fyrst og fremst að afskrifa ónýtar kröfur sem munu hvort eð er aldrei innheimtast. Engar almennar aðgerðir eru boðaðar eða vaxtalækkanir á okurvöxtum.  Megnið af heimilum verður látin marra í skuldakafi en þau sem voru löngu sokkin verða örlítið rétt við. 

Ein helsta hættan við boðaðar sértækar aðgerðir er að þær ýta enn frekar undir jaðaráhrif vaxta skattkerfisins, svo mjög að beinlínis er hvatt til svartrar vinnu.  Sömuleiðis munu sértæk úrræði fyrir tugþúsunda heimila verða svifasein, kostnaðarsöm og matskennd.  Traustið á fjármálastofnunum er ekki mikið í ljósi glæpsamlegra afskriftamála sem leiðir til þess að enn erfiðara verður að skapa sátt um sértækar lausnir fyrir hvern og einn.

 


mbl.is Markvissar leiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Breyta loft-peningum í alvöru loforð.....

Ætli ekki verði næst sett upp safaverksmiðja við Kárahnúka til að kreista himneskann safa úr grjóti?

Óskar Guðmundsson, 3.12.2010 kl. 15:24

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

En hvað ég er sammála ykkur báðum, þó sorglegt sé!

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.12.2010 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband