23.11.2010 | 11:22
Var formaður fjárlaganefndar í spreng?
Í morgun þá hlotnaðist mér sá heiður að fá að fylgjast með "störfum" fjárlaganefndar Alþingis í gegnum fjarfundarbúnað. Á dagskrá nefndarinnar var að fara yfir álitsgerð Daggar Pálsdóttur um skerðingu á réttindum sjúklinga vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á hjá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
Dögg fór skilmerkilega í stuttu en hnitmiðuðu máli yfir vel rökstudda greinargerð sína og Bjarni Jónsson forseti sveitarstjórnar gerði sömuleiðis vel grein fyrir afdrifaríkum afleiðingum niðurskurðarins fyrir samfélögin og stofnanir.
Næst var komið að ræðuhöldum þingmanna þar sem þeim var m.a. gefinn kostur á að spyrja út í álitsgerð Daggar og nýttu einstaka þingmenn það ágætlega s.s. Kristján Þór Júlíusson. Björn Valur Gíslason setti hins vegar á mikil ræðuhöld um sinn gamla heimabæ Ólafsfjörð og heimspekilegar og djúpar vangaveltur um það hvort að það hafi verið brotin á sér mannréttindi sem barni, þar sem aðgangur að sjúkrahúsum hafi verið takmarkaðri þar en t.d. á Akureyri. Inn í þessar pælingar fléttaði varaformaður fjárlaganefndar margvíslegar og oft flóknar spurningar sem erfitt var að henda reiður á.
Ræðuhöld Þórs Saari komu mér einna mest á óvart en tók á fundinum tók hann einarða afstöðu með vanhugsuðum niðurskurðartillögum sem runnin eru undan rifjum AGS. Taldi þingmaðurinn tillögurnar sem rústa heilbrigðisþjónustu í heilu landshlutunum góðar til að vekja fólk upp og jafnvel koma því inn í nútímann.
Þegar hér var komið við sögu þá var komið að kaflaskiptum og gestum fundarins ætlað að veita svör við spurningum og heimspekilegum ræðum þingmanna. Áður en gestum gafst færi að ljúka upp raust sinni þá tók formaður fjárlaganefndar það skýrt fram að nánast enginn tími væri til þess að svara og var engu líkara en hún væri í miklum spreng og yrði að komast sem fyrst út af fundi til að létta á sér.
Á þeim örstutta tíma sem gestum gafst til svara náði þó að leiðrétta ákveðna vanþekkingu og misskilning þingmanna á staðháttum s.s. benti yfirlögregluþjónninn á Sauðárkróki Stefán Vagn Stefánssyni, Þór Saari á að það tæki talsvert lengri tíma en hálftíma þrjúkorter að keyra frá Sauðárkróki og til Akureyrar enda er vegalengdin rúmir 120 km og yfir fjallveg að fara.
Ég var nokkuð undrandi á léttúð sumra þingmanna og áhugaleysi þeirra á að fá svör við þeim spurningum sem þeir þó spurðu á fundinum, sérstaklega í ljósi alvarleika málsins. Löngu tímabært er að sjónvarpa á netinu frá fundum þingnefnda en ég er viss um að ef almenningur í Skagafirði og Þingeyjarsýslum hefði getað fylgst með fundinum þá hefði bæði verið mikið áhorf og annar bragur á fundinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Dæmigerð valdníðsla að skera tímann við nögl.
Frásögnin verður samt alltaf "áttum gagnlegan fund þar sem allir fengu að koma sínum sjónarmiðum að".
Þessi ríkisstjórn kallar sig ekki réttu nafni. Í stað Norrænnar Velferðastjórnar þyrfti hún að gangast við nafni ástundunnar sinnar "Ríkisstjórn næstu viku", því eins og þjóðinni fer að verða ljóst, þá er lausnar að vænta í næstu viku...við öllu...í næstu viku...já eftir helgi...í næstu viku...
Haraldur Baldursson, 23.11.2010 kl. 12:50
Blessaður Sigurjón.
Ef rétt er, þá er eitrað peð í (Borgara)Hreyfingunni.
Þú lýstir algjörum fávitahætti Þórs Saari, og ef maðurinn telur sig hafa vald til að valtra yfir landsbyggðina, þá er ljóst að hann er hluti núverandi valdastéttar. Og laumupeð frá AGS.
Það er ótrúlegt dómgreindarleysi kjaftastéttar Reykjavíkur að halda að landsbyggðin svari ekki fyrir sig, og það á þann hátt að hún sker á afætutengslin suður.
Bjargi sér þá sem bjargað getur, þeir sem framleiða þurfa ekki að hafa áhyggjur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.11.2010 kl. 14:01
Ómar, ég skil satt best að segja ekki þetta viðhorf sem kemur fram í garð þeirra landsmanna sem búa utan Höfuðborgarinnar.
Ég reikna með að fyrirtæki í Skagafirði afli vel á annan tug milljarða í gjaldeyristekna og samt skín í gegn viðhorf hjá fjárlaganefndinni að ríkið sé verið að halda úti einhverri þjónustu fyrir beiningamenn í meiri mæli en réttlætanlegt sé, þegar íbúum er gefinn kostur á sjúkrarými fyrir aldraða og sjúkrarými fyrir þá sem eru að jafna sig eftir aðgerð eru í líknandi meðferð.
Sigurjón Þórðarson, 23.11.2010 kl. 16:33
Já, þeir vilja reka sig á.
Og munu gera það.
Fólk lætur ekki bera foreldra sína á gaddinn, fólk mun ekki fara 50 ár aftur í tímann og þurfa að sækja einföldustu læknisþjónustu til Reykjavíkur.
Fólk mun verjast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.11.2010 kl. 18:13
Sæll Sigurjón.
Þarna ferð þú með algerlega rangt mál hvað mig varðar og þú ættir að taka þennan hluta færslu þinnar út. Það getur verið að það sé ekki heil brú í tillögum ráðuneytisins en það hefur heldur ekki verið mikið hald í þeim svörum sem við höfum fengið frá sjúkrahúsunum á landsbyggðinni og það er engin heildarstefna til heldur. Þetta er orðið svona hefðbundið kjördæmaþras og landsbyggð á móti Reykjavík dæmi. Menn geta svo sem haldið því áfram ef þeir vilja en það skilar engu nema e.t.v. niðurskurði á ófaglegum forsendum sem kemur engum að gagni þegar upp er staðið. Það yrði svo sem ekkert nýtt en ég tek ekki þátt í því og er ekki í neinu liði þar.
Þór Saari (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 21:40
Sæll Þór mér finnst í sannleika sagt gott að vita til þess að ég hafi misskilið þig á fundinum en ég get upplýst um það að ég var ekki einn um það. Í framhaldinu finnst mér rétt að Hreyfingin greini skýrt og skorinort frá afstöðu sinni til málsins svo að hún verði ekki misskilin.
Kveðja
Sigurjón
Sigurjón Þórðarson, 25.11.2010 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.