Leita í fréttum mbl.is

Ríkisbanki undir stjórn Steingríms J. greiðir götu grunaðra fjárglæframanna

Kastljós kvöldsins greindi frá því að banki að fullu í eigu íslenska ríkisins væri að greiða götu grunaðs fjárglæframanns í viðskiptum með sameign íslensku þjóðarinnar. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem að fyrirtækið Stím kemst í kastljós fjölmiðlanna síðustu daganna en forstjóri Saga var í ströngum yfirheyrslum í síðustu viku vegna viðskipta með bréf Stíms.

Stím var mjög til umræðu fyrir tveimur árum þegar ljóst var að félagið hafði fengið tugi þúsunda milljóna að láni til að standa í blekkingarleik í aðdraganda hrunsins. 

Steingrímur J. Sigfússon sem hikar ekki við að hækka skatta og skera niður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hlýtur að þurfa að svara því hvers vegna að lætur ríkisbanka greiða götu grunaðra fjárglæframanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurjón: Geri afar sjaldan skrif á bloggi, það er virðingar vert hjá fólki eins og þér að láta þetta ekki afskiptalaust, þetta mál er einfaldlega skelfilegt, og ég fékk algjörlega "upp í kok" Hélt að það ætti að reyna að reisa Nytt Island. Já maður er bara gráti næst og hugsar um einu af þeim þrem leiðum að komast sem fyrst úr landi, eða á maður að fara að berjast fyrir réttlæti með illu. Auðmjúkur er ég nú.

Ég var stoltur Vestfirðingur í Den og ólst m.a. upp með mögnuðum afa þessa Stím-viðundurs, já viðundurs. Þar sem svona skítseiði lifa, vaxa og blekkja er ekki gott að vera. Flæmum þessa Stím-rottur burt.

Kristinn Jónsson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 08:53

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Kristinn!! það er ekki létt að fá neitt til þeger ríkið tekur þátt í djöfulsskapnum með glæpafólkinu. Ég bendi á og hef bent á og bendi aftur á að eina leiðin er almennileg bylting þar sem öllu hyskinu er hent út að almenningur tekur við og réttir hlut sinn í þessu landi.

Eyjólfur Jónsson, 25.11.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband