Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin ánægð

Haustið hefur verið Samfylkingunni mótdrægt. Almenn óánægja er með aðgerðarleysi Jóhönnu Sigurðardóttur og það sem erfiðast hefur verið, er að skoðanakannanir sem flokkurinn sveiflast um hafa verið neikvæðar.

Ljósið í myrkrinu ef marka má varaformann Samfylkingarinnar í viðtali á Stöð 2, hefur verið mikilhæf frammistaða Jóns Gnarrs í stóli borgarstjóra. Eftir viðtal Brynju Þorgeirsdóttur á RÚV í kvöld þá er mér sem áður hulin ráðgáta, hvað það er sem Samfylkingin heldur vart vatni yfir í hrifningu sinni við stjórn Jóns Gnarrs á Höfuðborginni.  Í viðtalinu við Jón Gnarr kom skýrt fram að hann teldi sig ekki valda starfinu einn og hefði þess vegna ákveðið að ráða Regínu Ásvaldsdóttur skrifstofustjóra sér við hlið.  Ég kannast ágætlega við Regínu en hún var félagsráðgjafi hér á Sauðárkróki um skeið og veit að hún er mjög vel meinandi. Eitt er víst að það hefur verið Regínu mjög á móti að taka við svo valdamiklu embætti án auglýsingar en hún lagði á sínum tíma mjög hart að fyrrverandi borgarstjóra að ráða ekki miðborgarstjóra nema að starfið yrði auglýst fyrst.  Hún hefur því án efa ekki fallist á að taka við starfi nokkurs konar aðstoðar borgarstjóra nema eftir talsverða eftirgangsmuni.

Eins og áður segir botna ég lítið í hrifningu Dags B. Eggertssonar á afrekum Jóns Gnarrs sem er nýbyrjaður en gæti þess vegna átt eftir að gera betur og ná einhverjum tökum á starfinu.

Það skyldi þó aldrei vera að einlæg gleði Dags stafi af því að sjái borgarstjórastólinn fyrir sér í hillingum.


mbl.is Geimvera í íslenskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Forði okkur allir heilagir!

Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 00:59

2 identicon

Ég tók gleði mína á ný að sjá smá töggur í Jóni. Ég kaus ekki Davíð B. Ekkert!!! Ég kaus alvöru mann sem þorir að ganga í verkin og hrista ærlega upp í hlutunum! Jón virðist hafa endurheimt þennan neistann. Gallinn við Jón er að hann fattar ekki alveg hvað hann er stór. Hann hefur charisma á við Adolf Hitler, en innræti eins og Olaf Palme. En það verður til einskis ef maður kastar slíkum gjöfum fyrir Samfylkingarhunda og lætur þá stela af sér dýrðinni.....Já, Jón tekur strætó eins og Palme og allt! Það eina sem getur orðið nógu mikið "turn off" til að hann missi þann sjarma sem hann hefur í augum fólksins er þetta daður hans við smáborgara eins og Dag Ekkert. Og þó ég taki undir orð Jóns um Sjálfstæðisflokkinn, þá verð ég að vara hann við einu. Enginn er stærri en óvinur sinn. Jón er of stór og mikill til að berjast við drauga. Það mun smækka Jón og gera að engu að berjast við svona lítinn draug eins og Sjálfstæðisflokkinn. Veldu þér stærri óvini, Jón! Á alheimsmælikvarða! Verðuga óvini fyrir stóran mann. Ekki afturgöngur. Ekki láta gínurnar í Samsullinu draga þig niður á sitt level og eiga óvini af þeirra stærðargráðu. Þú ert stór og mikill. Þú hefur tækifæri til að GERBREYTA landinu þínu. Fáðu ráð hjá ALVÖRU "sérfræðingum", "galdraköllunum" á bak við tjöldin. Hættu að hlusta strengjabrúður ;) Það kaus enginn "sérfræðingana". Og það kaus enginn bara Jón Gnarr. Fólkið kaus byltinguna sem Jón getur komið til leiðar, ef hann sannfærist um eigið ágæti.

Karl (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 03:15

3 identicon

Ég hef aldrei á æfi minni verið jafn glaður og þegar Jón vann kosningarnar. Og mér hefur aldrei á æfi minni liðið jafn HELVÍTIS FUCKING FUCK!!!!! og þegar Jón ætlaði bara að gefa Degi allar vonirnar og draumana sem fólkið lagði í hendur hans um BREYTINGAR, svo Dagur gæti traðkað á þeim og sparkað í þær.

Guðjón (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 04:23

4 identicon

Out with the old and in with the new! Lifi pönkið! Og Súrreal Anarkismi! Niður með ESB! Áfram Norður Atlandshafsbandalagið! Lifi Jón Gnarr!

Bestur (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:55

5 identicon

Gnarr hlustar ekki á samstarfsmenn sína í Samfylkingunni. Það er sorglegt því þeir eru gáfaðri og betri en hann, með meiri menntun og meira vit á hlutunum. Hann ætti bara að gera það sem þeir segja honum. Mér finnst að Dagur ætti að verða borgarstjóri. Hann myndi ábyggilega standa sig með sömu prýði og Ingibjörg Sólrún! Við þurfum fólk eins og Dag og Ingibjörgu. Samfylkingin er eini góði stjórnmálaflokkurinn á Íslandi.

Samfylkingarkona (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband