Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. verðlaunar Icesavekálfa

Það er gaman að sjá hve Steingrímur er léttur í lund.  Það má vel skilja gleði Steingríms enda nýbúinn að rétta af dóm Hæstaréttar og fréttir bárust af því í dag að hann væri á fullu að koma Jóni Sigurðssyni fyrrum stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins inn í embætti stjórnarformanns Þróunarbanka Evrópu.  Jón Sigurðsson afrekaði það m.a. í störfum sínum í FME að sitja fyrir í bæklingi Landsbankans sem notaður var við markaðssetningu á Icesave í Hollandi rétt áður en íslenska bankakerfið hrundi til grunna. Það verður án ef mikill fengur að fá þennan mikla reynslubolta inn í Þróunarbanka Evrópu.

Steingrímur er mikill áhugamaður um Icesave og tókst fyrir örfáum dögum að þrýsta Hollendingum og Bretum til þess að semja um ólögvarðar kröfur. Sömuleiðis tókst Steingrími að kreista í gegnum þingið sérstökum skattaafslætti til Björgólfs Thors til þess að hann hefði ráð á að byggja upp gagnaver.

Það má s.s. fastlega gera ráð fyrir því að fjármálaráðherrann haldi með Hollandi fyrst að Norður- Kórea datt slysalega út úr keppni.


mbl.is Steingrímur á HM-fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Er þessi ritsmíð eftir formann stjórnmálaflokks? Gæðin eru í stíl við fylgi flokksins.

Björn Birgisson, 6.7.2010 kl. 19:27

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Björn, er þetta hrós eða last?

Sigurjón Þórðarson, 6.7.2010 kl. 19:30

3 Smámynd: Björn Birgisson

Já, þú meinar! Hvert er fylgi flokksins? 3-4%?

Björn Birgisson, 6.7.2010 kl. 19:40

4 identicon

Heill og sæll; Sigurjón, æfinlega - sem og Björn og aðrir !

Sigurjón !

Í Guðanna bænum; ekki taka skenz Björns vinar míns, Ísfirðings alvarlega.

Hann er einn; fjölmargra góðra manna, sem enn hefir ekki áttað sig, á undirferli og svikum Þingeyska afstyrmisins (SJS), og ber því að fyrirgefa Birni, frumhlaup hans.

Hins vegar; mun álappaleg framkoma, Frjálslynda flokksins, í sveitarstjórnar kosningunum í vor; hvar; þið buðuð fram, með krötunum og fleirrum, í Ísafjarðar kaupstað, lengi í minnum höfð, hjá okkur - sem forðum studdum FF, Sigurjón minn. 

Út yfir tekur þó; að þið skuluð ekki, gefa eindregna yfirlýsingu um, að Alþingi skuli afnumið verða, varanlega, kæmust þið, til einhverra áhrifa og valda, á ný, Skagfirðingur góður.

En; þakkir miklar, fyrir verðskuldaða ádrepuna, á ræksnið Steingrím, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 20:00

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óskar Helgi, ég þakka góðar kveðjur úr Árnesþingi.  Á Ísafirði völdu Frjálslyndir að starfa með svokölluðum vinstri flokkum til þess að velta úr sessi fornum kvótaflokkum þ.e. Framsókn og Sjálfstæðisflokki.  Ég er ekki frá því að það hefði frekar tekist með því að bjóða fram undir merkjum Frjálslynda flokksins á Ísafirði en með áhangendum Jóns Bjarna og Guðbjarts Hannessonar.

Sigurjón Þórðarson, 6.7.2010 kl. 21:47

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón hefur þú heyrt að til standi að koma upp öðru sendiráði í Þýskalandi, nánar tilgreint í Dresden? Þannig náist jafnvægi milli austurs og vesturs.  Hef fyrir satt að þá verði dreginn um helsti samningamaður Íslendinga fyrr og síðar, Icesavekóngurinn sjálfur, fyrrum sendiherra.

Sigurður Þorsteinsson, 6.7.2010 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband