Leita í fréttum mbl.is

Ekkert spurst til millistjórnanda AGS, Steingríms J. Sigfússonar

Ekki vantaði yfirlýsingagleði Steingríms J. Sigfússonar þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst og sömuleiðis einarða andstöðu hans við AGS og Icesave. Á þeim tíma naut Steingrímur dyggrar aðstoðar harðlínu flokksmannsins Álfheiðar Ingadóttur. Hún var sögð hafa verið í beinu sambandi við mótmælendur og hvetja þá til stórhættulegra verka.

Nú er öldin önnur, Steingrímur J. Sigfússon er orðinn millistjórnandi hjá AGS og er það staðfest af formanni viðskiptanefndar að hann starfi algerlega í skugga Franek Rozwadowski. Steingrímur er orðinn svo skuggsækinn að hann virðist ekki hafa látið sjá sig í dag.

Ég er þeirrar skoðunar að það sé orðið löngu tímabært að þau flokkssystkinin velti því fyrir sér í hvaða sporum þau séu stödd og ákveði í framhaldinu að virða dóm Hæstaréttar og koma AGS úr landi.


mbl.is Æsir upp í manni réttlætiskenndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæl þú manna heilust Helga.  Heyr Heyr

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2010 kl. 19:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæl þú manna heilust Helga.  Heyr Heyr Reyndar Sigurjón sama hvaðan gott kemur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2010 kl. 19:30

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Steingrímur, er hann ekki í fríi á Flórida ? er það ekki þangað sem Noriegum heimsins er alltaf boðið í frí ?

Einar Guðjónsson, 5.7.2010 kl. 19:41

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Rétt að rifja upp fortíðina aðeins og fá samhengi í hlutina. Síðast hlakkaði í Steingrími við mótnælin en sjálfsagt er hann hundfúll núna.

Lilja Mós stendur sig vel, segir einfaldlega hvernig hlutirnir eru eða eins og venjulegt fólk kallar að segja sannleikann. Fyrir vikið stendur hún andspænis aftökusveit. En fljótt getur vindáttin breyst og aftökusveitn snúið sér við.

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.7.2010 kl. 19:51

5 identicon

Því í fjandanum var ekki tækifærið notað til að krefjast leiðréttingar fyrir ÖLL lán almennings bæði gengis- og verðtryggð lán við dóm Hæstaréttar? Ástæðan er reyndar einföld, það fór af stað lottóæði þeirra sem eru með gengistryggðu lánin og fara þeir nú fram með offorsi til að ná ekki bara fram vísitölulausum lánakjörum, heldur til að fá nánast allt niðurfellt og inneign í þokkabót. Þetta mun gera það að verkum að ALDREI mun verða farið í neina leiðréttingu á öðrum lánum. (Tek það fram að ég sjálfur kem til með að hagnast mjög vel ef dómur Hæstaréttar fær að standa, ég hins vegar kæri mig ekki um að fá þennan gróða á kostnað þess að ekki verði farið í leiðréttingu á verðtryggðum lánum). Ég vill leiðréttingu á ÖLLUM lánum, ekki bara gengistryggðum. Sorglegt að ekki skuli nást samstaða í þeirri kröfu vegna græðgi.

Valsól (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 20:35

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr lifi byltingin!

Sigurður Haraldsson, 5.7.2010 kl. 23:39

7 identicon

Já, sú var tíð að maður hélt að Steingrímur J. myndi ekki lifa það af að nefna AGS í ræðustól Alþingis. Þvílík var vandlætingin og æsingurinn - en nú er hann þar sjálfur millistjórnandi, eða kannski það sé of hátíðlega til orða tekið. Hann er senditík hjá AGS!

Dómur Hæstaréttar á að standa - ef einhverjir treysta sér ekki til að taka við því fé sem oftekið hefur verið af þeim vegna lögbrota þá geta þeir gefið það til hjálparstofnanna!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 23:56

8 Smámynd: Dingli

Hvaða andskotans lotto-æði greip hverja Valsól? Getur þú ekki með nokkru móti komið því í hausinn á þér að fólk með gengistryggð lán fór í mál og vann það. Niðurstaða dómsins getur ekki gilt bara um hvað sem er. Hvorki um verðtryggð eða óverðtryggð lán, friðun ísbjarna eða stöðumælasektir. Að sjálfsögðu fagnar þeir sem losna úr fjárhagslegum fjötrum þegar réttlætið sigrar. En hvað skeður, þeir fá í bakið smámennin sem öskra: Hann fékk, ég vil líka.

Ljótu aumingjarnir að geta ekki samfagnað náunganum vegna sigursins og bíða rólegir eftir því hvort forsendur verðtryggingarinnar hafi ekki brostið og hún að mikluleiti feld niður.

Dingli, 6.7.2010 kl. 07:23

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nú hafa fréttastofur greint frá því að Steingrímur verði í góðum gír á Hrafnistu að lýsa fótbolta og bíður pollrólegur eftir að dómstólar greiði úr þeim flækjum sem hann bauðst til kippa í liðinn.

Sigurjón Þórðarson, 6.7.2010 kl. 11:41

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Jæja var hann á Hrafnistu karlinn...það getur verið erfitt að staðsetja fólk þegar það fer í felur. Til dæmis þegar Steingrímur faldi sig upp á fjöllum þegar fjallað var um eftirlaunafrumvarpið og ákveðið var að flokksformenn fengju auka-álag á launin sem skilaði honum sjálfum 15-20 milljónum í framhaldinu.
Það hentar honum einstaklega vel að halda sig frá Kastljósinu þegar kemur að umdeildum ákvörðunum.

Haraldur Baldursson, 6.7.2010 kl. 12:00

11 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Best væri að hann byrtist ekki aftur!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 6.7.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband