Leita í fréttum mbl.is

Þrjár deildir Fjórflokksins funda - Þjóðhátíðarstemmning hjá Samfylkingunni.

Reikna má fastlega með því Bjarni og Ólöf sigri með miklum yfirburðum í kjöri varaformanns og formanns. Mikilvægi Sjálfstæðisflokksins sem vinnumiðlunar og félagslegrar einingar hefur minnkað mjög en þröng sérhagsmunasamtök hafa enn sterk tök á flokknum.  Eina spennan er hvort að félagi Davíð verði með eitthvert glens og gaman á landsfundinum.

Reikna má fastlega  með því að millistjórnandi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Steingrímur J. Sigfússon haldi maraþon ræðu á sínum fundi.  Áhersla millistjórnendans Steingríms verður án efa lögð á að skammast út í fortíðina og leggja áherslu á samstöðu og samheldni flokksmanna. Látið verður að því liggja að allir þeir sem efast um leiðsögn Steingríms J. og AGS s.s. Lilja Mósesdóttir sé vandamálið.  Án efa verður síðan klæmst á orðunum eins og gegnsæi, traust, trúverðugleika, samstöðu og jöfnuði. Ekki er hægt að búast við frjóum umræðum um framtíðina eða stöðu heimila, þar sem leiðtoga- og kredduöflin hafa tögl og hagldir.  Það verður þó helst að varaformaðurinn Katrín Jakobsdóttir lyfti fundinum upp með því jákvæðu tali um Tónlistarhúsið Hörpuna.  

Reikna má fastlega við þjóðhátíðarstemmningu á fundi Samfylkingarinnar þar sem að mati innvígðra náðist merkur áfangi í eina máli flokksins Evrópumálinu, á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Allar líkur á að lítil umræða verði um minni mál Samfylkingarinnar s.s. skuldavanda heimilanna, skattaafslátt til fjárglæframanna, uppgjöf flokksins í sjávarútvegsmálum og atvinnuleysið. Lítið mun fara fyrir boðaðri uppreisn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, enda er það snúið verk í miðjum hátíðarhöldum.

Án efa munu forystumenn Samfylkingarinnar s.s. Mörður og heilög Jóhanna tala á tilfinningaþrútinn hátt um jöfnuðinn og óréttlætið í samfélaginu og þá einkum það sem snýr að fjármálafyrirtækjum sem hafa að mati flokksins mátt þola að taka að sér erfið verk s.s. að innheimta stökkbreyttar skuldir og bjóða upp eignir almennings.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Á meðan grunlaus almúginn situr límdur fyrir framan HM skjáinn þá eru voðaverk framin af stjórnvöldum sem sitja hér í umboði AGS. Hvað er til ráða Sigurjón?  Er enginn að hugsa um þjóðarhag?  Og til að kóróna svikin þá er í burðarliðnum að lögfesta eignarhaldið á kvótanum hvað svo sem stjórnmálamennirnir segja.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.6.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Jafnvel skondin framsetning sem þessi sendir hroll niður eftir hryggjarsúlunni...því þetta er undantekningalaust satt.

Haraldur Baldursson, 24.6.2010 kl. 14:33

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvað er til ráða er spurt? Mér sýnist sem núverandi og fyrrverandi stjórnvöld ætli að gera lítið sem ekkert með: þjóðaratkvæagreiðslu, dóma hæstaréttar, lög eða álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Svarið hlýtur að vera að það þurfi að koma að nýrri hugsun og heiðarlegu fólki að stjórn landsins.

Haddi, já þetta er svakalegt rugl.

Sigurjón Þórðarson, 24.6.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband