Leita í fréttum mbl.is

Einar K. Guðfinnsson reiður Jóni Bjarnasyni fyrir að vera sér sammála

Einar K. Guðfinnsson er vanur að fara nokkra hringi í málflutningi sínum s.s. með og á móti kvótakerfinu og með og á móti ráðgjöf Hafró.  Í dag skrifar hann gríðarmikla grein í Morgunblaðið þar sem að lýsir sig afar sáttan við ráðgjöf Hafró og tekur jafnvel að sér að útskýra dásemd sveiflujöfnunar í aflareglunni.  Fyrir þá sem eru ekki innvígðir inn í reiknisfiskifræðina þá er rétt að taka það strax fram að reglan sem að Einar dáist svo að byggir ekki á neinni líffræði. Sömuleiðis þarf að fara aftur til ársins 1919 til þess að finna jafnlítinn þorskafla hér við land og leyft verður að veiða á næsta ári þ.e. ef horft er fram hjá árinu 2008 og reyndar 1940 og 1941 þegar miðin voru friðuð af þýskum kafbátum.  Einar K. hefur reyndar bent hróðugur á að hann beri höfuð ábyrgð á að hafa komið í veg fyrir veiðar árið 2008. 

Ekki ber á öðru en að Einar K. sé hjartanlega sammála græningjanum Jóni Bjarnasyni hvað varðar ráðlagða veiði næsta árs en það sem að hann setur út á er og er greinilega reiður yfir, er hvernig Jón garmurinn stóð að tilkynningu á því sem þeir eru sammála um.

Í lokin vil ég geta þess að ég hef rennt í gegnum skýrslu Hafró sem fiskveiðiráðgjöfin byggir á og hún er að mínu viti algjört líffræðilegt dellumeik.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Tími Einars K. Guðfinnssonar sem þingmaður er sem betur fer brátt liðinn.

Meiri apaköttur hefur varla setið á Alþingi frá upphafi þingsögu Íslands.

Níels A. Ársælsson., 9.6.2010 kl. 10:56

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það verður seint Haf-ró um Hafró.
Inn með 10-faldar strandveiðar STRAX !

Haraldur Baldursson, 9.6.2010 kl. 12:11

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Kátbroslegt viðtal við Jóhann hvalasérfræðing þar sem hann tönnlast á vísindalegum aðferðum Hafró. Það gerist greinilega ekkert af viti fyrr en við tökum ráðin af sérfræðingunum og byltum kerfinu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.6.2010 kl. 21:12

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ekki veit ég hvað þetta eru mikilir sérfræðingar en hér er dæmalaus kafli úr skýrslunni:

Að ósk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur Hafrannsóknastofnunin á undanförnum mánuðum unnið að gerð tillagna um nýtingarstefnu og aflareglu fyrir ýsu. Þeirri vinnu er ekki lokið þar sem í hermunum er tæknilega flókið að taka tillit til þéttleikaháðs vaxtar og þess breytileika sem einkennir nýliðun í ýsustofninum. Bráðabirgðahermanir benda til þess að eðlilegt sé að skilgreina varúðarmörk (Blim) hrygningarstofns við sögulegt lágmark eða 45 þús. tonn og að fiskveiðidánartala á bilinu 0.3–04 gefi hámarksafrakstur úr stofninum. Neðri mörk þess fiskveiðidauða gildi þegar um hægan vöxt er að ræða en efri mörkin við hraðari vöxt.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að ef árgangar eru stórir þá vaxi þeir hægar en ella, sem er ósköp eðlilegt þar sem minna er af æti til skipta fyrir hvern og einn. Þrátt fyrir að fallist sé á framangreindar staðreyndir þá er það mat "sérfræðinganna að draga beri úr veiðum þegar vöxtur er hægur en auka hann þegar vöxtur er hraður.  Þessu ætti auðvitað að vera þveröfugt farið. 

Sigurjón Þórðarson, 10.6.2010 kl. 09:23

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég legg til að við felum Jóni Kristjánssyni að sjá um veiðiráðgjöfina næstu 2 ár.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.6.2010 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband