Leita í fréttum mbl.is

Feykir í Skagafirđi

Hérađsfréttablađiđ Feykir og ekki síđur vefsíđa blađsins eru mjög mikilvćgir hlekkir fyrir Skagafjörđ og Norđurland vestra. Miđlarnir efla samkennd og tengja saman íbúa Norđurlands vestra.  Stađbundnir fjölmiđlar í dreifbýlinu gegna ć mikilvćgara  hlutverki ţar sem stćrri landsfjölmiđlar eru allir stađsettir á höfuđborgarsvćđinu og sjónarhorn ţeirra hefur ţrengst á liđnum árum og orđiđ stađbundnara.  Ţađ heyrir til undantekninga ef blađamenn eru stađsettir utan suđvesturhornsins en af og til er umfjöllun og kálfur um hinar dreifđu byggđir ţegar blađamenn eiga leiđ um svćđiđ og skrapađar eru upp auglýsingar í leiđinni.
Ekki má vanmeta jákvćđa fréttamennsku sem sneiđir hjá viđkvćmum málum ţar sem hún eflir dug og ţor íbúa.  Viđ getum veriđ ánćgđ međ mjög margt í Skagafirđi og mćttum ađ ósekju vera hreyknari og auglýsa betur einstaka kosti svćđisins. Einn ţeirra er Fjölbrautaskólinn á Sauđárkróki sem er einstaklega vel í sveit settur til ţess ađ kenna náttúrufrćđi. Ţá kemur upp í huga minn samanburđur viđ minn gamla skóla, Menntaskólann í Reykjavík.  Í FNV eru nokkrir metrar í Sauđána, hann er í göngufćri viđ Áshildarholtsvatn og auđvelt má nálgast fisk og líffćri úr sláturdýrum. Auk ţess er hér stutt í sérfrćđinga á Náttúrustofunni og Háskólanum á Hólum. Í Reykjavíkinni, eins góđ og hún er, eru framangreinda kostir fjćr og fjarlćgari í alla stađi.

Ađsendar greinar eru síđan mjög mikilvćgur vettvangur fyrir tjáningarfrelsiđ og skarpari skođanaskipti sem ritstjórn Feykis blandar sér hćfilega mikiđ í.  Mér finnst rétt ađ hrósa ritstjórninni fyrir ađ gćta ţess sérstaklega ađ jafnrćđi ríki hjá frambođum til sveitarstjórnar viđ ađ koma greinum áleiđis til lesenda blađsins. Ţađ er óhćtt ađ segja ađ fariđ sé vel međ fjórđa valdiđ, fjölmiđlavaldiđ, í ađdraganda kosninga hér í Skagafirđi.

Frjálslynd og óháđ í Skagafirđi hafa sett sér ţađ stefnumiđ ađ efla Skagafjörđ međ nánari samvinnu viđ góđa granna í austri og vestri.  Augljóst er ađ aukin samvinna á ýmsum sviđum,  s.s. ferđamennsku, kynningarstarfi og skólamálum, getur aukiđ ábata og styrkt Norđurland vestra.  Hafa ber hugfast ađ góđur stađbundinn fjölmiđill gefur samfélaginu ákveđin sóknarfćri sem rétt er ađ huga ađ.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband