Leita í fréttum mbl.is

Þriðji geirinn í Skagafirði

 frjórri umræðu um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar nú í aðdraganda kosninga eru ræddar margar leiðir um hvernig bæta megi hag íbúanna. Tekist hefur verið á um hvort fjárhagur sveitarfélagsins leyfi frekari skuldsetningu til uppbyggingar á húsnæði utan um starf sem unnið er í Árskóla en niðurstöður samræmdra prófa gefa sterklega til kynna að í skólanum fái börnin mjög góða menntun.

Vitað er að Sveitarfélagið Skagafjörður situr ekki á digrum peningasjóðum en á hinn bóginn býr Skagafjörður yfir mikilli auðlegð sem felst ekki einungis í náttúruauðlindum og fegurð heldur gífurlegum félagsauði sem hægt væri að virkja í frekara mæli. Í Skagafirði eru margvísleg félagasamtök sem hafa ekki gróðasjónarmið að markmiði heldur að láta gott af sér leiða, s.s. kvenfélög, sjálfboðaliðasamtök, framfarafélög, íþróttafélög og umhverfissamtök svo eitthvað sé nefnt. Framangreind samtök eru oft nefnd þriðji geirinn til aðgreiningar frá einka- og opinberum rekstri. Skagfirðingar hafa verið öflugir og leiðandi í félagsmálum og stofnuðu m.a. fyrsta kvenfélagið að Ási í Hegranesi árið 1869.

Ég tel mikilvægt að ný sveitarstjórn í Skagafirði leiti í auknum mæli eftir samstarfi við frjáls félagasamtök og hlusti eftir því að hvaða verkefnum þau eru tilbúin að vinna. Sveitarstjórn getur beislað ómælda krafta með því að veita uppbyggilegu áhugastarfi brautargengi og stuðning. Ég er sannfærður um að hægt er að lyfta Grettistaki á fjölmörgum sviðum ef framangreint er haft að leiðarljósi og er vænlegri leið en að ætla að stjórna öllum að ofan.

Við ættum að hafa hugfast að í upphafi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar ruddu frjáls félagasamtök leiðina í margvíslegum framfaramálum, s.s. kvenfélög, ungmennafélög og kaupfélög.

Núna þegar þjóðin þarf að rífa sig áfram eftir að spillt samkrull ráðandi stjórnmálaafla og fjárglæframanna hefur valdið þjóðinni tjóni og álitshnekki er rétt að leita í mann- og félagsauð til þess að efla samfélagið. Frjálslyndir og óháðir í Skagafirði munu leggja sérstaka áherslu á það á komandi kjörtímabili að efla tengsl og stuðning við þriðja geirann í Skagafirði og freista þess að leysa úr læðingi mikinn kraft, þor og bjartsýni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Byrjaðu að láta flokkinn þinn skila endurskoðuðum ársreikningum eins og lög og reglur kveða á um og þá má kannski talum frammhaldið.

endurskoðandinn (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband