19.4.2010 | 19:34
Forstjóri Brims tekur undir málflutning Frjálslynda flokksins
Gleðilegt var að heyra í kvöldfréttum RÚV, í forstjóri Brims Guðmundi Kristjánssyni. Ekki bar á öðru en að útgerðarmaðurinn endurómaði málflutning Frjálslynda flokksins til margra ára og fleiri gagnrýnanda um að rétt væri að veiða meiri þorsk. Óskandi væri að útgerðarmenn kynntu sér til hlítar þau líffræðilegu rök sem liggja að baki gagnrýni á núverandi fiskveiðistefnu.
Nú virðist vera að renna upp fyrir mörgum útgerðarmanninum að stefna Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsmálum sé helsta leiðin út úr þeirri kreppu sem útvegurinn er í. Ýmislegt kemur til s.s. er ekki lengur hægt að fá nýtt og hærra kúlulán til þess að greiða gömlu kúlulánin. Sömuleiðis eru fleiri að átta sig á því að þó svo að frelsi ríki til handfæraveiða á inn á fjörðum, þá tekur það ekkert frá togurunum.
Það er engin tilviljun að eftir því sem veiðiheimildir eru skornar niður þá mælast fiskistofnarnir minni. Venjan er að mæla fiskveiðadánartölu og stofnstærð út frá fækkun fiska í árgangi á milli ára. Í reiknilíkaninu er ætíð reiknað með því að náttúrulegur dauði s.s. afrán annarra dýra og sjúkdómar sé einhver fasti og eina sem getur breyst sé af völdum fiskveiða. Það er auðvitað fáheyrð vitleysa að ætla fiskveiðar sé eini þátturinn sem ráði sveiflum í stærð fiskistofna en út á það ganga módelin.
Gott er að eiga samherja í LÍÚ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 533
- Frá upphafi: 1013080
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 488
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Ég óska Frjálslyndaflokknum innilega til hamingju með nýja liðsmanninn, Guðmund Krisjánsson forstjóra Brims. Þessháttar kall er enginn smávegis búhnykkur fyrir flokk sem berst gegn kvótakerfinu!
Jóhannes Ragnarsson, 19.4.2010 kl. 20:34
Ég þakka fyrir, við fögnum öllum sem sjá ljósið.
Sigurjón Þórðarson, 19.4.2010 kl. 21:19
be careful what you wish for
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.4.2010 kl. 21:19
Gummi hefur alltaf viljað veiða meira en Hafró hefur lagt til. Jafnvel áður en Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður.
Bjarni Kjartansson, 19.4.2010 kl. 22:26
Jóhannes það er alltaf gleðilegt þegar Snæfellingar sjá að sér.
Bjarni, ég er ekki frá því að það sé mun skarpari gagnrýni á ráðfgjöfina enda er Hafró að boða enn einn niðurskurðinn þrátt fyrir að búið sé að lækka aflaregluna úr 25% í 20% af viðmiðunarstofni.
Sigurjón Þórðarson, 19.4.2010 kl. 23:02
Það hlýtur náttúrlega einkvað að fara að gerast. Það gengur ekki að ein harðlokuð stofnun geti bara skellt í lás í sambandi við fiskveiðar þegar þegar skipin eru á FLÓTTA undan þorski á öllum miðum. Það mætti halda að þetta fólk sem vinnur þarna í myrkrinu sæi aldrei til sólar. Það gæti farið svo að það þyrfti að fara að reka út eins og á Alþingi.
Bjarni Kjartansson, 19.4.2010 kl. 23:48
Maður er búinn að vera bíða nokkuð lengi eftir því að eitthvað hljóti að fara að gerast og að álitamál fiskveiðistjórnar fái málefnalega umræðu en þrátt fyrir nánast offramboð á þjóðmálaumræðu s.s. á RÚV,Silfri Egils, Stöð 2 og Bylgjunni, þá virðist eina stöðin sem hleypi málefnalegri gagnrýni að vera Útvarp Saga.
Sigurjón Þórðarson, 20.4.2010 kl. 00:08
Frjálslyndi flokkurinn styður kvótakerfið með því að styðja LÍÚ í því að kvóti verði aukinn í kvótabundnum tegundum.Í langan tíma hefur Frjálslyndiflokkurinn stutt kvótakerfið, þótt flokkurinn hafi viljað að kvóti verði aukinn.Það er gleðilegt að með nýjum formanni skuli það viðurkennt að ekki er hægt að vera með fjálsar veiðar.Nú þarf hinn nýi formaður Frjálslyndflokksins að stíga skrefið til fulls og lýsa því yfir að hann styðji ekki þjóðnýtingaráform þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr og sem ætlar að ræna landsbyggðina veiðiréttinum.
Sigurgeir Jónsson, 20.4.2010 kl. 13:26
Sigurgeir þú er að rugla saman að vilja Frjálslynda flokksins til þess að auka veiðar og frelsi til fiskveiða og síðan stuðningi við kvótakerfið.
Ég veit nú eiginlega ekki hvernig hægt er að fá það út
Ég er sannfærður um að það sé af og frá að ætla að stýra fiskveiðum með aflamarki og miklu frekar ætti að beita sóknarstýringu.
Sigurjón Þórðarson, 20.4.2010 kl. 13:48
Sóknarstýring innan kvótakerfis er væntanlega það sem þú átt við Sigurjón.Heildarkvótapottur í hverri tegund og síðan yrði frjáls sókn í pottinn.Er það ekki þetta sem þú átt við.Ég fæ ekki séð að þetta sé nokkuð annað en kvótakerfi.Ert þú kannski að leggja til að veiðar verði frjálsar.Ef það er þá er að sjálfsögðu búið að henda öllum kvótum.Strandveiðarnar eru ekkert annað en kvótakerfi.Búinn er til kvótapottur sem allir keppast við að veiða úr.Færeyingar eru með kvótakerfi.Þar er heildarkvótapottur sem menn veiða úr með dögum, sem síðan er fækkað næsta ár ef veitt hefur verið of mikið úr kvótapottinum.Þar er kvóti á dögum.En ef það er stefna þín að veiðar verði frjálsar þá ert þú ekki að framfylgja stefnu Frjálslyndaflokksins því það hefur mér vitanlega aldrei verið samþykkt á landsfundi flokksins.
Sigurgeir Jónsson, 20.4.2010 kl. 16:36
Hvar hef ég verið þegar ríkisstjórnin ákvað að svipta landsbyggðina veiðiréttinum eins og Sigurgeir er að upplýsa?
En það er auðvitað mikið slys fyrir okkur sem viljum innkalla kvótann og gefa með því landsbyggðinni frelsi til aðgangs að auðlindinni hversu sjaldan þessi kvótaeigandi tekur til máls. Ekkert er málstaðnum milkivægara en svona raddir.
Áfram Sigurgeir, ekkert stopp!
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 18:09
Kvótaeigandi segir þú Árni.Þú mátt hafa þessa skoðun ef þú vilt mín vegna.En þér til uppfræðslu þá get ég sagt þér það að ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það versta sem fyrir landsbyggðina, sjómenn og alla sem í landinu búa væri það, aðríkið tæki sér þann rétt að fénýta veiðiréttinn á uppboði, eða á annan hátt.Á þeim 50 árum sem ég hef verið á sjó hefur það ekkert breyst og breytist ekki þótt þú kallir mig kvótaeiganda.Það getur aldrei verið til hagsbóta fyrir landsbyggðina að undirstöðufyrirtæki á landsbyggðinni þurfi að fara að bjóða í kvóta Ríkisins sem er í raun höfuðborgarsvæðið, og þurfa síðan að fara með betlistaf í hendi til Reykjavíkur til að fá ölmusu.Réttur lansbygðarinnar til miðanna úti fyrir ströndinni er ótvíræður.
Sigurgeir Jónsson, 20.4.2010 kl. 21:26
Sigurgeir. Báðir vitum við að réttur landsbyggðarinnar til miðanna er eitt stærsta ágreiningsmálið hvað varðar stjórn fiskveiða. Það væri mikill áfangi ef hann væri það ótvíræður að það væri ekki vísun á eignaupptöku og sviptingu sjálfræðis að nýta án heimildar þann - að vísu- stjórnarskrárbundna rétt.
Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.