Leita í fréttum mbl.is

Forstjóri Brims tekur undir málflutning Frjálslynda flokksins

Gleðilegt var að heyra í kvöldfréttum RÚV, í forstjóri Brims Guðmundi Kristjánssyni. Ekki bar á öðru en að útgerðarmaðurinn endurómaði málflutning Frjálslynda flokksins til margra ára og fleiri gagnrýnanda um að rétt væri að veiða meiri þorsk.  Óskandi væri að útgerðarmenn kynntu sér til hlítar þau líffræðilegu rök sem liggja að baki gagnrýni á núverandi fiskveiðistefnu.

Nú virðist vera að renna upp fyrir mörgum útgerðarmanninum að stefna Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsmálum sé helsta leiðin út úr þeirri kreppu sem útvegurinn er í.  Ýmislegt kemur til s.s. er ekki lengur hægt að fá nýtt og hærra kúlulán til þess að greiða gömlu kúlulánin. Sömuleiðis eru fleiri að átta sig á því að þó svo að frelsi ríki til handfæraveiða á inn á fjörðum, þá tekur það ekkert frá togurunum. 

Það er engin tilviljun að eftir því sem veiðiheimildir eru skornar niður þá mælast fiskistofnarnir minni. Venjan er að mæla fiskveiðadánartölu og stofnstærð út frá fækkun fiska í árgangi á milli ára. Í reiknilíkaninu er ætíð reiknað með því að náttúrulegur dauði s.s. afrán annarra dýra og sjúkdómar sé einhver fasti og eina sem getur breyst sé af völdum fiskveiða.  Það er auðvitað fáheyrð vitleysa að ætla fiskveiðar sé eini þátturinn sem ráði sveiflum í stærð fiskistofna en út á það ganga módelin.

Gott er að eiga samherja í LÍÚ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég óska Frjálslyndaflokknum innilega til hamingju með nýja liðsmanninn, Guðmund Krisjánsson forstjóra Brims. Þessháttar kall er enginn smávegis búhnykkur fyrir flokk sem berst gegn kvótakerfinu! 

Jóhannes Ragnarsson, 19.4.2010 kl. 20:34

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég þakka fyrir, við fögnum öllum sem sjá ljósið.

Sigurjón Þórðarson, 19.4.2010 kl. 21:19

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

be careful what you wish for

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.4.2010 kl. 21:19

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

  Gummi hefur alltaf viljað veiða meira en Hafró hefur lagt til. Jafnvel áður en Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður.

Bjarni Kjartansson, 19.4.2010 kl. 22:26

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhannes það er alltaf gleðilegt þegar Snæfellingar sjá að sér.  

Bjarni, ég er ekki frá því að það sé mun skarpari gagnrýni á ráðfgjöfina enda er Hafró að boða enn einn niðurskurðinn þrátt fyrir að búið sé að lækka aflaregluna úr 25% í 20% af viðmiðunarstofni.

Sigurjón Þórðarson, 19.4.2010 kl. 23:02

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

 Það hlýtur náttúrlega einkvað að fara að gerast. Það gengur ekki að ein harðlokuð stofnun geti bara skellt í lás í sambandi við fiskveiðar þegar þegar skipin eru á FLÓTTA undan þorski á öllum miðum. Það mætti halda að þetta fólk sem vinnur þarna í myrkrinu sæi aldrei til sólar. Það gæti farið svo að það þyrfti að fara að reka út eins og á Alþingi.

Bjarni Kjartansson, 19.4.2010 kl. 23:48

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Maður er búinn að vera bíða nokkuð lengi eftir því að eitthvað hljóti að fara að gerast og að álitamál fiskveiðistjórnar fái málefnalega umræðu en þrátt fyrir nánast offramboð á þjóðmálaumræðu s.s. á RÚV,Silfri Egils, Stöð 2 og Bylgjunni, þá virðist eina stöðin sem hleypi málefnalegri gagnrýni að vera Útvarp Saga.

Sigurjón Þórðarson, 20.4.2010 kl. 00:08

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Frjálslyndi flokkurinn styður kvótakerfið með því að styðja LÍÚ í því að kvóti verði aukinn í kvótabundnum tegundum.Í langan tíma hefur Frjálslyndiflokkurinn stutt kvótakerfið, þótt flokkurinn hafi viljað að kvóti verði aukinn.Það er gleðilegt að með nýjum formanni skuli það viðurkennt að ekki er hægt að vera með fjálsar veiðar.Nú þarf hinn nýi formaður Frjálslyndflokksins að stíga skrefið til fulls og lýsa því yfir að hann styðji ekki þjóðnýtingaráform þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr og sem ætlar að ræna landsbyggðina veiðiréttinum.

Sigurgeir Jónsson, 20.4.2010 kl. 13:26

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurgeir þú er að rugla saman að vilja Frjálslynda flokksins til þess að auka veiðar og frelsi til fiskveiða og síðan stuðningi við kvótakerfið.

Ég veit nú eiginlega ekki hvernig hægt er að fá það út

Ég er sannfærður um að það sé af og frá að ætla að stýra fiskveiðum með aflamarki og miklu frekar ætti að beita sóknarstýringu. 

Sigurjón Þórðarson, 20.4.2010 kl. 13:48

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sóknarstýring innan kvótakerfis er væntanlega það sem þú átt við Sigurjón.Heildarkvótapottur í hverri tegund og síðan yrði frjáls sókn í pottinn.Er það ekki þetta sem þú átt við.Ég fæ ekki séð að þetta sé nokkuð annað en kvótakerfi.Ert þú kannski að leggja til að veiðar verði frjálsar.Ef það er þá er að sjálfsögðu búið að henda öllum kvótum.Strandveiðarnar eru ekkert annað en kvótakerfi.Búinn er til kvótapottur sem allir keppast við að veiða úr.Færeyingar eru með kvótakerfi.Þar er heildarkvótapottur sem menn veiða úr með dögum, sem síðan er fækkað næsta ár ef veitt hefur verið of mikið úr kvótapottinum.Þar er kvóti á dögum.En ef það er stefna þín að veiðar verði frjálsar þá ert þú ekki að framfylgja stefnu Frjálslyndaflokksins því það hefur mér vitanlega aldrei verið samþykkt á landsfundi flokksins.

Sigurgeir Jónsson, 20.4.2010 kl. 16:36

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvar hef ég verið þegar ríkisstjórnin ákvað að svipta landsbyggðina veiðiréttinum eins og Sigurgeir er að upplýsa?

En það er auðvitað mikið slys fyrir okkur sem viljum innkalla kvótann og gefa með því landsbyggðinni frelsi til aðgangs að auðlindinni hversu sjaldan þessi kvótaeigandi tekur til máls. Ekkert er málstaðnum milkivægara en svona raddir.

Áfram Sigurgeir, ekkert stopp!

Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 18:09

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kvótaeigandi segir þú Árni.Þú mátt hafa þessa skoðun ef þú vilt mín vegna.En þér til uppfræðslu þá get ég sagt þér það að ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það versta sem fyrir landsbyggðina, sjómenn og alla sem í landinu búa væri það, aðríkið tæki sér þann rétt að fénýta veiðiréttinn á uppboði, eða á annan hátt.Á þeim 50 árum sem ég hef verið á sjó hefur það ekkert breyst og breytist ekki þótt þú kallir mig kvótaeiganda.Það getur aldrei verið til hagsbóta fyrir landsbyggðina að undirstöðufyrirtæki á landsbyggðinni þurfi að fara að bjóða í kvóta Ríkisins sem er í raun höfuðborgarsvæðið, og þurfa síðan að fara með betlistaf í hendi til Reykjavíkur til að fá ölmusu.Réttur lansbygðarinnar til miðanna úti fyrir ströndinni er ótvíræður.

Sigurgeir Jónsson, 20.4.2010 kl. 21:26

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurgeir. Báðir vitum við að réttur landsbyggðarinnar til miðanna er eitt stærsta ágreiningsmálið hvað varðar stjórn fiskveiða. Það væri mikill áfangi ef hann væri það ótvíræður að það væri ekki vísun á eignaupptöku og sviptingu sjálfræðis að nýta án heimildar þann - að vísu- stjórnarskrárbundna rétt.

Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband