Leita í fréttum mbl.is

Varaformaður Frjálslyndra stendur vaktina

Ásta Hafberg varaformaður Frjálslynda flokksins hefur kynnt sér viljayfirlýsingu AGS og  ríkisstjórnar Steingríms J og Samfylkingarinnar.  Viljayfirlýsingin felur í sér að ekki verði farið í frekari aðgerðir til aðstoðar heimilum og minni fyrirtækja. Það má ráða það af loðnu orðalagi að frysting lána renni út næsta haust.  Stjórnin sem boðaði skjaldborg er greinilega að boða fjöldagjaldþrot heimilanna.

Þjóðinni ætti að vera það ljóst að hafa varan á sér gagnvart Steingrími J. Sigfússyni formanni Vg. en hann hefur svikið öll kosningaloforð sem hann gaf kjósendum s.s. um Icesave, AGS, Evrópusambandið og um að slá skjaldborg um heimilin.  Það ber ekki á öðru en að Steingrímur J. ætli að hunsa algerlega þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave  og fara í einu og öllu að ósanngjörnum kröfum Breta og Hollendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur J. þarf að passa sig. Þær gætu orðið fleiri rannsóknarskýrslurnar. Næsta mætti gjarnan verða um Icesave klúðrið.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband