3.4.2010 | 17:29
Ráðgjöf Hafró stendur enn föst - Hvað segja reiknimeistararnir sem ekki voru neitt slor?
Forstjóri Hafró neitar að endurskoða fiskveiðiráðgjöfina þrátt fyrir algjört árangursleysi. Þegar haldið var af stað í þennan vonlausa leiðangur að friða smáfisk og veiða minna til að geta veitt meira seinna var lofað að árangurinn yrði 500 þúsund tonna jafnstöðu afli en aflinn nú er 150 þúsund tonn.
Í kjölfar mikilla vonbrigða með meint ofmat á þorskstofninum á árunum 1998 - 2000 var sett saman nefnd sem hafði það að hlutverk að minnka óvissu í stofnmati og spá fyrir um aflabrögð. Búið var til nýtt hermilíkan þar sem spáð var fyrir um að þorskveiðin yrði að öllum líkindum um 270 þúsund tonn árið 2010 og samkvæmt líkaninu voru innan við 1% líkur á því að þorskaflinn yrði einungis 170 þúsund tonn. Ekki var gert ráð fyrir því aflinn í ár yrði jafn lítill og ráðgjöf Hafró mælir fyrir um eða 150 þúsund tonn.
Hvað ætli reiknileistarnir sem stóðu að gerð líkansins um forspárgildi þess en þeir voru ekkert slor en það voru þeir: Brynjólfur Bjarnason, formaður, Friðrik Már Baldursson, Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, Gunnar Stefánsson, stærðfræðingur, Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró, Kristján Þórarinsson, LÍÚ, Sævar Gunnarsson forseti SSÍ, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ísland?
Eflaust verður vandræðalegt að heyra röklítlar málalengingar framangreindra aðila um skýringarnar séu og því löngu orðið tímabært að fara að hlýða á rök þeirra s.s. Jóns Kristjánssonar fiskifræðings sem hafa ítrekað bent á að forsendurnar sem reiknað er á standist alls ekki.
Ráðgjöf Hafró stendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Ef þú setur á stefnuskrána að endurskilgreina hlutverk Hafrannsóknarstofnunar og breytir stjórn stofnunarinnar (hagsmunaaðilar eiga þar ekkert erindi) þá skal ég kjósa flokkinn.
Hafið er ekki baðkar þar sem menn geta búið til formúlar fyrir fiskana. Sjávarvistfræði er greinilega fyrir ofan þekkingu Hafró vísindanna og excel kallanna sem þar ráða ríkjum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.4.2010 kl. 17:46
Hún er dálítið undarleg staðan sem Hafró hefur í stjórnsýslu þessarar þjóðar. Engum ætti að blandast um það hugur að stofnunin er eitt mikilvægasta hagstjórnartæki okkar en jafnframt það viðkvæmasta um réttustu niðurstöðu sem völ er á.
En stofnunin hefur ágreiningslaust einræðisvald í aflaráðgjöf og ráðherrar atvinnugreinarinnar treysta sér aldrei til að gagnrýna neitt.
Og þjóðin flytur sjálfri sér alltaf sömu þuluna:
Við höfum bara ekkert betra!
Enginn leiðir hugann að því að við höfum bara ekki prófað neina aðra ráðgjöf.
Árni Gunnarsson, 3.4.2010 kl. 18:44
Jóhannes - það er engin spurning að þú getur þess vegna kosið flokkinn en þú ættir einfaldlega að ganga skrefi lengra og taka þátt í starfinu.
Sigurjón Þórðarson, 3.4.2010 kl. 20:14
Ef þú reiknar sama dæmið í 30ár og færð alltaf ranga útkomu, væri þá ekki ráð að athuga hvort gildin séu rétt og þú leggir ekki bara vitlaust saman.
Dingli, 4.4.2010 kl. 10:07
Við skulum hafa það hugfast, að í því ástandi sem nú ríkir, er mjög áhættusamt, áhættusamara en vanalega, að rugga bátnum varðandi fiskistofnana.
Það tókst, að hrinda Icsave brjálæðinu. En, höfum hugfast, að hafið er takmörkuð auðlind.
En, miðað við núverandi afrakstur, þá dugar það samt fyrir lágmarks innflutningi, ef ríkið fer í þrot.
Þannig, er hafið fyrir okkur, ákveðinn öryggisventill, að ef ríkið fer í þrot, þá verðum við ekki fátæk.
Það liggur einmitt hættan, því einmitt við þessar aðstæður, höfum við ekki efni á að gambla með fiskistofnana, því við höfum ekki efni á að tapa, þ.s. tap raunverulega gæti gert okkur fátæk.
En, aldrei á að gambla með meira, en þú hefur efni á að tapa.
-----------------------------
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.4.2010 kl. 12:43
Einar Björn, fiskveiðiauðlindin er endurnýjanleg - Ef um ofveiði væri að ræða þá bæru þorskarnir á slóðinni þess merki að vera fáir, smáir og vaxa hratt.
Sú er alls ekki raunin þar sem í ástandsskýrslu Hafró kemur fram að vöxtur þorsks sé við sögulegt lágmark og á árinu 2009 voru fjölmargar skyndiloknir vegna mikils smáfisks.
Það er engin hætta á því að þó svo að maðurinn hætti alveg þorskveiðum að þá muni fiskur staflast upp í sjónum. Fæðukeðjan í sjónum hefur sinn gang þar sem hver étur annan en við getum vissulega ákveðið að draga okkur út úr vistkerfinu eða þá ákveðið að taka til okkar stærri skerf eins og ég legg til. Hvora leiðina sem farin þá höfum við ekki úrslita áhrif á vöxt og viðgang fiskistofna.
Sigurjón Þórðarson, 4.4.2010 kl. 13:16
Það er ótrúlegt að horfa upp á svona heimsku/yfirlæti sem Einar Björn sýnir af sér hér. Sigurjón birtir hér graf sem sýnir að stofnunin fullyrðir að 99% vissu verði þorskstofninn árið 2010 þannig að veiðin verði milli 170 og 340 þús tonn. Þá er það ekki rætt, heldur blandað inn í umræðuna einhverju bölvuðu bulli um icesave meðal annars. Hvað heldur þú Einar að codsave sé búinn að kosta okkur?
Hvernig á að vera hægt að ræða þetta þegar umræðan er alltaf teymd út í móa. Ég er venjulega ekki svona ókurteis en mér féllust hendur, bið þig í leiðinni afsökunar á orðanotkuninni.
Það sem verið er að ræða hér á þessum þræði er að ekkert, undirstrika EKKERT, af spám Hafró hafa gengið eftir, engin plön, engar áætlanir. Þegar það er borðliggjandi, en öll gögn hafró eru til staðar og hægt að fletta upp, má þá ekki ræða það að þessi unga vísindagrein er á villigötum? Má ekki benda á að allt rekst á annars horn í þesum fræðum og árangurinn er í hróplegu ósamræmi við vegferðina sem átti að fara í. Núll árangur væri 350 þús tonn, allt annað er óásættanlegt. 27 ár af þessu rugli með þessum árangri er meira en nóg.
Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 15:27
Þ.e. sannarlega rétt, að auðlyndin er endurnýjanleg.
En, einnig, að hún endurnýjunin er breytileg eftir aðstæðum.
Það veit í raun enginn, af hverju stofninum hefur hnignað undanfarin ár.
Við vitum aftur á móti, að ofveiði getur verið orsakasamhengi.
Við vitum, að skilyrði í hafinu geta verið óhagstæð af einhverjum orsökum.
Sveiflur á loftslagi geta sannarlega spilað inn í.
Fiskar geta synt annað í fæðuleit - hver veit, þorskar geta hafa farið jafnvel alla leið norður í Barentshaf, og verið skýring ofsalegrar veiði þar.
Þetta eru allt mögulegar skýringar.
----------------------------
Sumir halda því fram, að það eigi að veiða stofninn niður - þ.e. grisjunarhugmyndin.
Þess ber að geta, að í lokuðu vistkerfi eins og stöpuvatni, hefur slíkt gjarnan verið gert. En, lokuð vistkerfi eru í eðli sínu skiljanlegri.
Í hafinu, þ.s. fiskar geta synt annað, þ.s. ein tegund getur tekið yfir pláss næstu tegundar, ef einni tegund hnignar. Er, þetta ekki endilega eins einfalt.
Þ.s. ég er að segja, er að við eigum ekki, að hrapa að einhverjum stórum lausnum. Því, ef við eigum ekki að hætta meiru, en við höfum efni á að missa/tapa. Þetta er einfaldlega veðmál, sem við höfum ekki efni á að tapa.
------------------------
Það getur verið þess virði, að framkvæma tilraunir, eins og að minnka sókn í smærri tegundir, sem eru fæða stærri fiska.
Þ.e. ein hugsanleg tilraun.
Á hinn bóginn, þá finnst mér mjög líkleg skýring, einfaldlega mjög sennilega liggja í því, að vistkerfisbreytingar séu í gangi, þ.e. þ.s. sé í gangi sé, að tegundir séu að færa sig til.
Mér sýnist ímislegt benda til, að loðnu sé að hnigna t.d. og að kolmunni sé ef til vill, að koma í staðinn. Á meðan, sé fæðuframboð tímabundið, lélegt.
Það muni skána síðar, þegar þessari breytingu er lokið og sennilega, þá þorskurinn stálpast.
Á meðan, sé allt í lagi, að halda áfram eins og við höfum verið að gera, þ.e. að veiða varlega, þegar fæðuframboð batni, muni sá banki í hafinu, skila þeim vöxtum og vaxtavöxtum, er við höfum verið að bíða eftir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.4.2010 kl. 17:34
Þórður - ég ætla ekki að munnhöggvast við þig vegna Icesave.
Ég bendi á þessa færslu, þar kemur allt það fram, sem skiptir höfuðmáli:
Er skipulega verið að plata ísl. stjórnvöld, til að undirgangast skuldafjötra, sem svo munu valda því, að eigendur skulda okkar, munu eiga alls kostar við okkur?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.4.2010 kl. 21:10
Flottur pistill Sigurjón eins og þér einum er lagið. Ég vildi líka bæta því við að Friðrik Arngrímsson frvkjstj. LÍÚ er í stjórn Hafró. Maður sem berst hatrammlega gegn því að smábátar eða aðrir minni bátar fái að sækja sinn fisk í sjóinn t.d. með strandveiðum án kvóta, getur ekki verið með því að auka kvótann. Hann vill að Hafró gefi út lítinn kvóta svo það rétt dugi fyrir útgerðarelítunna. Það segir sig sjálft. Mér finnst leiðinlegt að Hafrannsóknarstofnun sé skipuð einhverjum flokksdindlum, það veikir tiltrúanna á annars það frábæra starf vísindamanna sem þar starfa við rannsóknir á seltu, áhrif veðrabreytinga á vistkerfi, sjávarstrauma o.s.frv.
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 13:35
Mikið rétt Sigurjón. Óneitanlega skondið að sjá nöfn forstjóra og stjórnarformanns Hafró í þessari virðulegu nefnd. Þetta er alveg kostulegt að það hefur ekkert gengið eftir af spám Hafró en spár sumra sem gagnrýndu aðferðafræðina í upphafi hafa gengið glettilega vel eftir. Það er merkilegt að ekki skuli hafa verið sett tímamörk á þessa annars merkilegu tilraun fiskifræðingana. Nú er án nokkurs árangurs búið að friða smáfisk í 38 ár. Hvað ætli það eigi að halda lengi áfram?
L.i.ú., 5.4.2010 kl. 17:36
--------------------------------
Skýring þess, að menn komast trekk í trekk að rangri niðurstöðu - getur verið vegna þess, að líkanið sem þeir nota, sé kolrangt.
En, það getur líka verið, að inn í það, vanti mikilvægar breytur. Þá er það enn rangt, en ef til vill vinnandi með það, með lagfæringum.
Núverandi stefna hefur verið við lýði síðan við upphaf 9. áratugarins.
Persónulega, finns mér hún ekki vera, neitt alvarlega misheppnup, þ.s. eftir allt saman, eru fiskistofnar hér við lánd, í betra ásigkomulagi eftir sem áður, en víða annars staðar.
Þ.e. árangur, hvort sem þ.e. akkúrat að þakka núverandi kerfi eða ekki - hið minnsta hefur veiði hér, verið takmörkuð með einhverjum hætti um áratugi.
Þorskstofninn hefur þó verið að dala, spár um þróun hans hafa ekki gengið eftir, eins og þú réttilega bendir á.
Að auki, dregur þú þá ályktun út frá því, að þeir fiskar sem veiðast eru ekki í hröðum vexti, að stofninn sé ekki ofveiddur.
----------------------------------
Ég get tekið dæmi um, fuglastofna eins og t.d. rjúpu.
Þ.e. einfaldara kerfi, en eins og þorskurinn hefur hún nokkuð svigrúm til að hreyfa sig milli svæða. Þó er hún ekki farfugl.
Sum ár, þ.e. kulda-ár, þá komast fáir ungar á legg, dánartalan er þá há.
Þ.e. þó ekki talið rétt, að slátra fullorðna fuglinum við slíkar aðstæður, sbr. grisjun.
Þ.s.. rjúoan getur lifað allnokkur árafjöld, þ.s. náttúrulegu afráni er ekki hægt að stýra, en við getum stýrt okkar afráni; þá er rétt við slíkar aðstæður að draga úr veiðum á meðan endurnýjunin er minni.
Síðan, þegar kemur aftur gott sumar, endurnýjunin er góð, þ.e. dánartalan er lág, er óhætt að veiða meira - það ár.
------------------------------------
Ég sé þorskinn svipuðum augum, þ.e. há dánartala er röksemd fyrir minnkun veiða - ekki aukningu þeirra.
VIð getum einfaldlega beðið, meðan slæma tímabilið í hafinu gengur yfir
Og við eigum að gera það.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.4.2010 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.