Leita í fréttum mbl.is

Ráðgjöf Hafró stendur enn föst - Hvað segja reiknimeistararnir sem ekki voru neitt slor?

Forstjóri Hafró neitar að endurskoða fiskveiðiráðgjöfina þrátt fyrir algjört árangursleysi.  Þegar haldið var af stað í þennan vonlausa leiðangur að friða smáfisk og veiða minna til að geta veitt meira seinna var lofað að árangurinn yrði 500 þúsund tonna jafnstöðu afli en aflinn nú er 150 þúsund tonn.

Í kjölfar mikilla vonbrigða með meint ofmat á þorskstofninum á árunum 1998 - 2000 var sett saman nefnd sem hafði það að hlutverk að minnka óvissu í stofnmati og spá fyrir um aflabrögð.  Búið var til nýtt hermilíkan þar sem spáð var fyrir um að þorskveiðin yrði að öllum líkindum um 270 þúsund tonn árið 2010 og samkvæmt líkaninu voru innan við 1% líkur á því að þorskaflinn yrði einungis 170 þúsund tonn.  Ekki var gert ráð fyrir því  aflinn í ár yrði jafn lítill og ráðgjöf Hafró mælir fyrir um eða 150 þúsund tonn.

Hvað ætli reiknileistarnir sem stóðu að gerð líkansins um forspárgildi þess en þeir voru ekkert slor en það voru þeir: Brynjólfur Bjarnason, formaður, Friðrik Már Baldursson, Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, Gunnar Stefánsson, stærðfræðingur, Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró, Kristján Þórarinsson, LÍÚ, Sævar Gunnarsson forseti SSÍ, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ísland?

Eflaust verður vandræðalegt að heyra röklítlar málalengingar  framangreindra aðila um skýringarnar séu og því löngu orðið tímabært að fara að hlýða á rök þeirra s.s. Jóns Kristjánssonar fiskifræðings sem hafa ítrekað bent á að forsendurnar sem reiknað er á standist alls ekki.

 

 

Útreiknaður afli 2010

 


mbl.is Ráðgjöf Hafró stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef þú setur á stefnuskrána að endurskilgreina hlutverk Hafrannsóknarstofnunar og breytir stjórn stofnunarinnar (hagsmunaaðilar eiga þar ekkert erindi) þá skal ég kjósa flokkinn.

Hafið er ekki baðkar þar sem menn geta búið til formúlar fyrir fiskana. Sjávarvistfræði er greinilega fyrir ofan þekkingu Hafró vísindanna og excel kallanna sem þar ráða ríkjum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.4.2010 kl. 17:46

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hún er dálítið undarleg staðan sem Hafró hefur í stjórnsýslu þessarar þjóðar. Engum ætti að blandast um það hugur að stofnunin er eitt mikilvægasta hagstjórnartæki okkar en jafnframt það viðkvæmasta um réttustu niðurstöðu sem völ er á.

En stofnunin hefur ágreiningslaust einræðisvald í aflaráðgjöf og ráðherrar atvinnugreinarinnar treysta sér aldrei til að gagnrýna neitt.

Og þjóðin flytur sjálfri sér alltaf sömu þuluna:

Við höfum bara ekkert betra!

Enginn leiðir hugann að því að við höfum bara ekki prófað neina aðra ráðgjöf.

Árni Gunnarsson, 3.4.2010 kl. 18:44

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhannes - það er engin spurning að þú getur þess vegna kosið flokkinn en þú ættir einfaldlega að ganga skrefi lengra og taka þátt í starfinu.

Sigurjón Þórðarson, 3.4.2010 kl. 20:14

4 Smámynd: Dingli

Ef þú reiknar sama dæmið í 30ár og færð alltaf ranga útkomu, væri þá ekki ráð að athuga hvort gildin séu rétt og þú leggir ekki bara vitlaust saman.

Dingli, 4.4.2010 kl. 10:07

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Við skulum hafa það hugfast, að í því ástandi sem nú ríkir, er mjög áhættusamt, áhættusamara en vanalega, að rugga bátnum varðandi fiskistofnana.

Það tókst, að hrinda Icsave brjálæðinu. En, höfum hugfast, að hafið er takmörkuð auðlind.

En, miðað við núverandi afrakstur, þá dugar það samt fyrir lágmarks innflutningi, ef ríkið fer í þrot.

Þannig, er hafið fyrir okkur, ákveðinn öryggisventill, að ef ríkið fer í þrot, þá verðum við ekki fátæk.

Það liggur einmitt hættan, því einmitt við þessar aðstæður, höfum við ekki efni á að gambla með fiskistofnana, því við höfum ekki efni á að tapa, þ.s. tap raunverulega gæti gert okkur fátæk.

En, aldrei á að gambla með meira, en þú hefur efni á að tapa.

-----------------------------

  • Ákveðnar líkur eru til þess, að svokölluð dánartala sé breytileg en ekki fasti.
  • Einnig hljómar líklegt, að sú áhersla sem er, á að drepa fyrst og fremst, stóra fiska sé að lækka kynþroska-aldur þeirra stofna, sem við veiðum mest á.
  • Við því fyrra, má bregðast, með því að smækka möskva, og skulda aðila til að taka allan veiddan fisk að landi, smaán jafnt sem stóran.
  • Ég er ekki að tala um aukna veiði.
  • Varðandi dánartölu, þá tel ég ekki rétt, að alykta svo, að ekki sé hægt að geyma fisk í sjónum. Þ.e. sennilega einfaldlega eðlilegt, að dánartala sé sveiflukennd, og ég er ekki þeirrar skoðunar, að við eigum að skoða málið svo, að við séum að missa af einhverjum tekjum, þó svo að dánartala sé sum tímabilin verulega hærri.
  • Þvert á móti, eigi það ástand, að sjórinn sé fullur af fisksi, sjónmenn verði eins og þeir segja sumir, hopa fyrir þorskinum hvarvetna, að filla okkur öryggiskennd - að nóg sé sennilega í bankanum, þannig að hann haldi áfram að gefa af sér öruggar rentur.
  • Varðandi, það ástand, að þorskurinn sem dæmi, virðist vaxa hægt, að stundum a.m.k. virðist gæta ætisskorts - má íhuga, að minnka veiðar á smærri fisktegundum, í von um að þá hafi stærri fiskarnir meira æti.
  • Annars, kaupi ég þá röksemd Hafró, að þ.s. þorsku sé langlífur, geti hann fitnað seinna, sé líklegur til að halda lífi. þ.e. fullorðnir fiskar. Líkur að sjálfsögðu aukast á afráni innan eigin tegundar, í ástandi ætisskorts.
  • Síðan má ekki gleyma einu - en, þ.e. hitun lofthjúpsins. En, vitað er sem dæmi, að loðnu fer nú hnignandi hér við land. En, loðna er kaldsjávartegund. Hún getur einfaldlega verið, að færa sig norðar, hopa frá Íslandi vegna núverandi hlínunar sjávar.
  • Ég vek einnig athygli á, að nú fer ganga kolmunna vaxandi á Íslandsmið. Verið getur, að hann sé að skipta loðnu út, en kolmunni þrífst í hlyrri sjó, en loðna.
  • Þessar lífkerfisbreytingar, hljóta að spila einhverja rullu.
  • Höfum í huga, að síld syndir alla leið hingað, frá Noregi í ætisleit.
  • Það getur einfaldega verið, að ísl. þorskur hafi verið að gera slíkt hið sama - hugsanlega hefur hann endað í Barentshafi.
  • Þ.e. allavegna möguleg skýring.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.4.2010 kl. 12:43

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Einar Björn, fiskveiðiauðlindin er endurnýjanleg - Ef um ofveiði væri að ræða þá bæru þorskarnir á slóðinni þess merki að vera fáir, smáir og vaxa hratt. 

Sú er alls ekki raunin þar sem í ástandsskýrslu Hafró kemur fram að vöxtur þorsks sé við sögulegt lágmark og á árinu 2009 voru fjölmargar skyndiloknir vegna mikils smáfisks.

Það er engin hætta á því að þó svo að maðurinn hætti alveg þorskveiðum að þá muni fiskur staflast upp í sjónum. Fæðukeðjan í sjónum hefur sinn gang þar sem hver étur annan en við getum vissulega ákveðið að draga okkur út úr vistkerfinu eða þá ákveðið að taka til okkar stærri skerf eins og ég legg til.  Hvora leiðina sem farin þá höfum við ekki úrslita áhrif á vöxt og viðgang fiskistofna. 

Sigurjón Þórðarson, 4.4.2010 kl. 13:16

7 identicon

Það er ótrúlegt að horfa upp á svona heimsku/yfirlæti sem Einar Björn sýnir af sér hér.  Sigurjón birtir hér graf sem sýnir að  stofnunin fullyrðir að  99% vissu verði þorskstofninn árið 2010 þannig að veiðin verði milli 170 og 340 þús tonn.  Þá er það ekki rætt, heldur blandað inn í umræðuna einhverju bölvuðu bulli um icesave meðal annars.  Hvað heldur þú Einar að codsave sé búinn að kosta okkur?

 Hvernig á að vera hægt að ræða þetta þegar umræðan er alltaf teymd út í móa.  Ég er venjulega ekki svona ókurteis en mér féllust hendur, bið þig í leiðinni afsökunar á orðanotkuninni.

Það sem verið er að ræða hér á þessum þræði er að ekkert, undirstrika EKKERT, af spám Hafró hafa gengið eftir, engin plön, engar áætlanir.   Þegar það er borðliggjandi, en öll gögn hafró eru til staðar og hægt að fletta upp, má þá ekki ræða það að þessi unga vísindagrein er á villigötum?  Má ekki benda á að allt rekst á annars horn í þesum fræðum og árangurinn er í hróplegu ósamræmi við vegferðina sem átti að fara í.  Núll árangur væri 350 þús tonn, allt annað er óásættanlegt.  27 ár af þessu rugli með þessum árangri er meira en nóg.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 15:27

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. sannarlega rétt, að auðlyndin er endurnýjanleg.

En, einnig, að hún endurnýjunin er breytileg eftir aðstæðum.

Það veit í raun enginn, af hverju stofninum hefur hnignað undanfarin ár.

Við vitum aftur á móti, að ofveiði getur verið orsakasamhengi.

Við vitum, að skilyrði í hafinu geta verið óhagstæð af einhverjum orsökum.

Sveiflur á loftslagi geta sannarlega spilað inn í.

Fiskar geta synt annað í fæðuleit - hver veit, þorskar geta hafa farið jafnvel alla leið norður í Barentshaf, og verið skýring ofsalegrar veiði þar.

Þetta eru allt mögulegar skýringar. 

----------------------------

Sumir halda því fram, að það eigi að veiða stofninn niður - þ.e. grisjunarhugmyndin.

Þess ber að geta, að í lokuðu vistkerfi eins og stöpuvatni, hefur slíkt gjarnan verið gert. En, lokuð vistkerfi eru í eðli sínu skiljanlegri.

Í hafinu, þ.s. fiskar geta synt annað, þ.s. ein tegund getur tekið yfir pláss næstu tegundar, ef einni tegund hnignar. Er, þetta ekki endilega eins einfalt.

Þ.s. ég er að segja, er að við eigum ekki, að hrapa að einhverjum stórum lausnum. Því, ef við eigum ekki að hætta meiru, en við höfum efni á að missa/tapa. Þetta er einfaldlega veðmál, sem við höfum ekki efni á að tapa.

------------------------

Það getur verið þess virði, að framkvæma tilraunir, eins og að minnka sókn í smærri tegundir, sem eru fæða stærri fiska.

Þ.e. ein hugsanleg tilraun.

Á hinn bóginn, þá finnst mér mjög líkleg skýring, einfaldlega mjög sennilega liggja í því, að vistkerfisbreytingar séu í gangi, þ.e. þ.s. sé í gangi sé, að tegundir séu að færa sig til.

Mér sýnist ímislegt benda til, að loðnu sé að hnigna t.d. og að kolmunni sé ef til vill, að koma í staðinn. Á meðan, sé fæðuframboð tímabundið, lélegt.

Það muni skána síðar, þegar þessari breytingu er lokið og sennilega, þá þorskurinn stálpast.

Á meðan, sé allt í lagi, að halda áfram eins og við höfum verið að gera, þ.e. að veiða varlega, þegar fæðuframboð batni, muni sá banki í hafinu, skila þeim vöxtum og vaxtavöxtum, er við höfum verið að bíða eftir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.4.2010 kl. 17:34

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þórður - ég ætla ekki að munnhöggvast við þig vegna Icesave.

Ég bendi á þessa færslu, þar kemur allt það fram, sem skiptir höfuðmáli:

Er skipulega verið að plata ísl. stjórnvöld, til að undirgangast skuldafjötra, sem svo munu valda því, að eigendur skulda okkar, munu eiga alls kostar við okkur?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.4.2010 kl. 21:10

10 identicon

Flottur pistill Sigurjón eins og þér einum er lagið. Ég vildi líka bæta því við að Friðrik Arngrímsson frvkjstj. LÍÚ er í stjórn Hafró. Maður sem berst hatrammlega gegn því að smábátar eða aðrir minni bátar fái að sækja sinn fisk í sjóinn t.d. með strandveiðum án kvóta, getur ekki verið með því að auka kvótann. Hann vill að Hafró gefi út lítinn kvóta svo það rétt dugi fyrir útgerðarelítunna. Það segir sig sjálft. Mér finnst leiðinlegt að Hafrannsóknarstofnun sé skipuð einhverjum flokksdindlum, það veikir tiltrúanna á annars það frábæra starf vísindamanna sem þar starfa við rannsóknir á seltu, áhrif veðrabreytinga á vistkerfi, sjávarstrauma o.s.frv.

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 13:35

11 Smámynd: L.i.ú.

Mikið rétt Sigurjón. Óneitanlega skondið að sjá nöfn forstjóra og stjórnarformanns Hafró í þessari virðulegu nefnd. Þetta er alveg kostulegt að það hefur ekkert gengið eftir af spám Hafró en spár sumra sem gagnrýndu aðferðafræðina í upphafi hafa gengið glettilega vel eftir. Það er merkilegt að ekki skuli hafa verið sett tímamörk á þessa annars merkilegu tilraun fiskifræðingana. Nú er án nokkurs árangurs búið að friða smáfisk í 38 ár. Hvað ætli það eigi að halda lengi áfram?

L.i.ú., 5.4.2010 kl. 17:36

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigurjón Þórðarson
04.04 2010 kl.13:04

Einar Björn, sú aðferð sem hefur verið notuð að veiða minna til að veiða meira seinna hefur ekki gengið upp og þess vegna ástæða til þess að fara yfir forsendur ráðgjafarinnar.

Á blogginu mínu er ég með graf sem sýnir framreikninga reiknilíkansins 25 ár fram í tímann en líkanið er að mínu viti hrein og tær vitleysa þar sem að það tekst ekki að spá fyrir um hver aflinn er nokkur ár fram í tímann.
http://www.sigurjonth.blog.is/blog/sigurjonth/entry/1037925/#comments

--------------------------------

Skýring þess, að menn komast trekk í trekk að rangri niðurstöðu - getur verið vegna þess, að líkanið sem þeir nota, sé kolrangt.

En, það getur líka verið, að inn í það, vanti mikilvægar breytur. Þá er það enn rangt, en ef til vill vinnandi með það, með lagfæringum.

Núverandi stefna hefur verið við lýði síðan við upphaf 9. áratugarins.

Persónulega, finns mér hún ekki vera, neitt alvarlega misheppnup, þ.s. eftir allt saman, eru fiskistofnar hér við lánd, í betra ásigkomulagi eftir sem áður, en víða annars staðar.

Þ.e. árangur, hvort sem þ.e. akkúrat að þakka núverandi kerfi eða ekki - hið minnsta hefur veiði hér, verið takmörkuð með einhverjum hætti um áratugi.

Þorskstofninn hefur þó verið að dala, spár um þróun hans hafa ekki gengið eftir, eins og þú réttilega bendir á.

Að auki, dregur þú þá ályktun út frá því, að þeir fiskar sem veiðast eru ekki í hröðum vexti, að stofninn sé ekki ofveiddur.

  • Ég held, að þú sért sekur um það sama og Hafró, að sleppa mikilvægum breytum úr því módeli er þú miðar við, huglægt.
  • Í stöðuvatni og ferskvatni, er auðveldara að skilja samverkun tegunda, þ.s. þær eru færri, fiskar hafa líka síður svigrúm að fara e-h annað, svo við þau skilyrði gengur kenning þín algerlega upp.
  • Aftur á móti, held ég að í hafinu, geti aðrar mikilvægar skýringarbreytur skipt sköpum.
  • Þ.s. ég hef verið að reyna að segja þér, og þú bregst ekki við, er að það eru vísbendingar uppi um að það séu lífkerfisbreytingar í gangi.
  1. Sjófuglar hafa verið að svelta hér við land, virðist að stofn smáfisks er þeir lifa einkum á, og ekki hefur fram að þessu verið veiddur hér við land, sé í lægð.
  2. Loðnan er einnig í lægð, og sem kaldsjávarfiskur má vera að hún sé að hopa, undan núverandi hlínun.
  3. Ganga kolmunna er í aukningu, má vera að hann sé að koma í stað loðnunnar. Vitum það ekki fyrir víst.
  • En, punkturinn er sá, að röskun í lífkeðjunni, getur verið fullnægjandi skýring, hvers vegna þorkstofninn hefur:
  1. Ekki verið að vaxa eins og búist var við.
  2. Dánartala sé sennilega um þessar mundir mun hærri, en þ.s. Hafró miðar við.
  • Á hinn bóginn ætti þetta að vera tímabundin röskun. Þorskurinn er langlífur, og ef veitt er eins og verið er að gera varlega, getur hann þegar fæðuframboð eykst, vaxið eins og stefnt var að.

----------------------------------

Ég get tekið dæmi um, fuglastofna eins og t.d. rjúpu.

Þ.e. einfaldara kerfi, en eins og þorskurinn hefur hún nokkuð svigrúm til að hreyfa sig milli svæða. Þó er hún ekki farfugl.

Sum ár, þ.e. kulda-ár, þá komast fáir ungar á legg, dánartalan er þá há.

Þ.e. þó ekki talið rétt, að slátra fullorðna fuglinum við slíkar aðstæður, sbr. grisjun.

Þ.s.. rjúoan getur lifað allnokkur árafjöld, þ.s. náttúrulegu afráni er ekki hægt að stýra, en við getum stýrt okkar afráni; þá er rétt við slíkar aðstæður að draga úr veiðum á meðan endurnýjunin er minni.

Síðan, þegar kemur aftur gott sumar, endurnýjunin er góð, þ.e. dánartalan er lág, er óhætt að veiða meira - það ár.

------------------------------------

Ég sé þorskinn svipuðum augum, þ.e. há dánartala er röksemd fyrir minnkun veiða - ekki aukningu þeirra.

VIð getum einfaldlega beðið, meðan slæma tímabilið í hafinu gengur yfir

Og við eigum að gera það.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.4.2010 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband