Leita í fréttum mbl.is

Miðstjórn Frjálslynda flokksins undrast tal forsætisráðherra, um að setja eigi kvótakerfið í þjóðaratkvæðagreiðslu

Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum um umdeild mál.

Miðstjórn flokksins lýsir þó undrun sinni á því að forsætisráðherra þurfi að vísa stefnumörkun stjórnvalda í sjávarútvegsmálum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Miðstjórn telur óþarft að kjósa um hvort að stjórnvöld hætti mannréttindabrotum.

Frjálslyndi flokkurinn hefur margoft komið með raunhæfar tillögur um hvernig megi komast út úr illræmdu kvótakerfi og hætta mannréttindabrotum og þannig auka verðmæti sjávarfangs landi og þjóð til heilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er thad vegna thess ad thingmönnum er ekki treystandi.  Margir thingmanna virdast vera í vasa LÍÚ.  Mér finndist ekkert athugavert vid thad ad HRIFSA veidiheimildir úr höndum kvótakónga á einu bretti.  STRAX.

Af hverju á ad taka tillit til braskara?  Af hverju hefur aldrei verid tekid tillit til thjódarinnar í thessu efni?  Af hverju voru mannréttindabrot látin vidgangast?

Hefur thingmönnum verid umhugad ad afstýra thessum mannréttindabrotum?  NEI...og margir theirra tala máli sérhagsmuna.  

Thess vegna er thad RÖKRÉTT nidurstada ad fólkid losi sig vid thetta tjófakerfi sem afaetur hafa komid á.  

Thingmönnum er EKKI treystandi.  Thess vegna. 

Hart á móti hördu (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 00:07

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er verðugt verkefni að setjast niður með öllum flokkum Sigurjón og reyna að ná sátt um að leggja 1 til 5 skýrlega orðaðar grundvalla spurningar með já eða nei valkostum fyrir kjósendur í næstu kosningum.

Til dæmis:

1.Á að binda tryggilega allar náttúruauðlindir lands og sjávar sem sameiginlega eign landsmanna í stjórnarskrá.

2.Á ríkið að nýta tekjur sameiginlegra auðlinda til rekstrar en lækka skatta á móti.

3.Á að kjósa um einstaklinga

4.Á landið að vera eitt kjördæmi

5.Á að taka upp einn flatan neysluskatt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.3.2010 kl. 09:33

3 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Mikið óskaplega byrjar þú ylla sem formaður . Þetta er eina leiðinn til að ná kvótanum af þessari mafíu .  Það þíðir ekkert að segja að Frjálslindir séu fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu , og svo má þetta mál ekki fara þá leið . Sigurjón , þetta er umdeilt mál . Það mætti halda að þú værir búinn að fá  fyrir fram greitt hjá Líú  mafíunni . Ég sem ætlaði að ganga í  flokkinn , en ég held að ég hætti við það í bili .

Vigfús Davíðsson, 29.3.2010 kl. 09:45

4 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Það þarf að kjósa um að bynda aflaheimildir við byggðirnar það er birjunin.Og framsal út fyrir landshlutanna á að vera óheimil.

Árni Björn Guðjónsson, 29.3.2010 kl. 11:33

5 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Vigfús!Það þarf ekki að halda þjóðarathvæðagreiðslu um mál sem mannréttindadómstóllinn, er búinn að dæma þjóðini í hag! og þetta mál er ekkert umdeilt heldur pjúra lögbrot.það sem þú skrifar þarna er frá mínum bæjardyrum séð bara bull.

Þórarinn Baldursson, 29.3.2010 kl. 12:37

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ef straumarnir liggja í þá áttina að umræðan snúist um þjóðaratkvæðagreiðslu, er etv. tímabært að hjálpa stjórnvöldum að setja saman hvaða valkosti eigi að kjósa um. Þeir mega helst ekki vera fleiri en tveir. LÍÚ væri áreiðanlega til í að sjá seðil með 12 valkostum þannig að atkvæði þeirra vegi þyngst sem fylgjandi eru núverandi fyrirkomulagi. Reynum að hjálpa umræðunni í átt að þjóðaratkvæði, þar sem höfnun á núverandi fyrirkomulagi leggur upp einn skýran valkost.

Haraldur Baldursson, 29.3.2010 kl. 12:54

7 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Ég hefði haldið að allir ættu að fagna því að Forsætisráðherra skuli gefa þessa yfirlýsingu. Það hefur verið reynt að fara svokallaða sáttaleið, án árangurs, eins og raunar mátti búast við fyrirfram. Ég hef orðið sannfæringu fyrir því að þessu máli muni aldrei verða komið í gegnum þingið, heldur sé eina leiðin til að leysa þessa deilu með þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. sátt sem þjóðin getur lifað við, ekki gervisátt ætluð fyrir fáa. Því var það trú mín að það ættu allir að fagna slíkum yfirlýsingum og leggjast á eitt til að setja enn frekari þrýsting á Jóhönnu að standa við hótunina. Það er ólíklegra að svo verði ef menn setja ekki þrýsting á hana í þá átt.

Þórður Már Jónsson, 29.3.2010 kl. 12:57

8 identicon

Ég skil ekki þennan einstrengingshátt að lesa það út úr þessari yfirlýsingu miðstjórnarinnar, að Frjálslyndi flokkurinn sé allt í einu andsnúinn breytingum á kvótakerfinu og öllu ranglætinu sem því fylgir.

Ég les ekki annað út úr henni en að miðstjórnin sé að hvetja Forsætisráðherra til þess að hætta þeim mannréttindabrotum sem hafa viðgengis varðandi sjávarútveginn. Það á ekki að þurfa að kjósa um það, hvort skuli hætta að brjóta mannréttindi á sjómönnum.

Einnig að miðstjórnin sé að hvetja Forsætisráðherra, sem og ríkisstjórnina alla til þess að framfylgja stjórnarsáttmála stjórnarflokkann. Það er búið að kjósa um þessi mál, það er komið inn í stjórnarsáttmála, og það er bara fyrirsláttur og verið að draga lappirnar, að fara að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál. Það eina sem þarf að gera er að fara að vinna í málunum.

Stjórnin hefur þetta allt í hendi sér, það eina sem skortir er viljinn, og til þess að viljaskorturinn verði ekki svona áberandi er farið að þreifa á þjóðaratkvæðagreiðslu, og hvað sem er til þess að þurfa ekki að taka þessar ákvarðanir. Stjórnina skortir hreinlega allan kjark, vilja og þor til þess að standa með þjóð sinni.

Þetta kristallast í aumingjaskap Viðskiptaráðherra, að þora ekki að taka fram fyrir hendur einstaklinga (nefndar) sem klárlega eru ekki með hagsmuni þjóðarinna að leiðarljósi. Í þessari nefnd, sem og víða annarsstaðar keppast menn að því að losa þjóðina við tekjur og velsæld, og koma því í hendur siðblindra og spilltra einstaklinga. Sem láta sig engu varða um hag og heilsu þjóðarinna.  ;(

Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 15:47

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er greinilegt að samþykkt miðstjórnar Frjálslynda flokksins hefur komið við kaunin á Samfylkingunni en hún flettir ofan af ömurlegum tvískinnungi og falsi Jóhönnu Sigurðardóttur. Ef hún Jóhanna vill hætt að brjóta mannréttindi þá getur hún gert það og þarf ekki að spyrja þjóðina álits sérstaklega á því sem hún lofaði í kjósendum fyrir síðustu kosningar.

Það hefur enginn í Frjálslynda flokknum lagst gegn því að  kvótakerfið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu en við furðum okkur á fyrirslætti og getuleysi ríkisstjórnarinnar að taka á kerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.   

Fyrir þá sem hafa haft stór orð um mína formennsku og vilja snúa út úr yfirlýsingum Frjálslynda flokksins, þá er ég einn þeirra fjölmörgu sem hafa skrifað undir kröfu þess efnis að þjóðin greiði atkvæði um afnám kvótakerfisins.

Eftir að hafa hlýtt á Eirík Stefánsson sem situr í framkvæmdastjórn Þjóðareignar flytja mál sitt á Útvarpi Sögu þar sem að hann ræðst harkalega, bæði persónulega og með útúrsnúningum gegn skoðanasystkinum sínum í Frjálslynda flokknum, þá hljóta að vakna efasemdir um samtökin sem að Þórður Már Jónsson leiðir.

Ég er reyndar skráður meðlimur í Samtökum um Þjóðareign og hef lagt baráttumálum samtakanna lið um árabil og botna því lítið í furðulegum baráttuaðferðum stjórnarmannsins Eiríks Stefánssonar  í sérstöku framkvæmdaráði samtakanna, að ráðast gegn samherja sínum. 

Sigurjón Þórðarson, 29.3.2010 kl. 15:58

10 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Ég vona að þú sért ekki að misskilja orð mín Sigurjón. Ég er á því að yfirlýsingunni eigi að fagna, en er ekki að segja að þú viljir ekki þjóðaratkvæði. Það hefur ekkert með flokkspólitík að gera. Ég mun ekki sætta mig við svik Samfylkingar né annarra flokka í þessu máli. Ef Samfylkingin ætlar sér að svíkja þjóðina í þessu þá mun ég vera sá fyrsti í langri röð til að segja mig úr flokknum. Ég sé hins vegar þjóðaratkvæðagreiðslu sem lang bestu leiðina til þess að ná raunverulegri sátt í málinu og ég vil hana sem allra fyrst. Það held ég að þú viljir líka. Ef Jóhanna vill gefa okkur möguleikann á því þá tek ég honum, mér er sama hvaðan gott kemur. Ef Halldór Ásgríms eða Davíð Oddsson gæfi okkur möguleikann á því þá tæki ég hann. Ég veit að þú ert örugglega á sömu skoðun.

Þórður Már Jónsson, 29.3.2010 kl. 16:18

11 Smámynd: L.i.ú.

Sæll Sigurjón.

Ég er sammála því að við ættum ekki að þurfa að kjósa um þetta, en ég held að við verðum samt að gera það. Það yrði í eitt fyrsta skipti í sögunni sem þjóð þyrfti að kjósa um hvort ríkið léti af mannréttindabrotum. En því miður þá virðist ríkisstjórnin ekki hafa þann dug sem til þarf til að breyta núverandi kerfi og þess vegna er sjálfsagt að þjóðin sýni nú vilja sinn í verki. Ég tek líka heilshugar undir með þér að það er undarlegt og er algjör óþarfi að stjórnarmaður í samtökunum skuli sjá ástæðu til að vera að hnýta í góðan samherja sem Frjálslyndi flokkurinn svo sannarlega er.

Nú er ekki rétti tíminn til að vera að hnýta hver í annann heldur eigum við að fylkja liði gegn þessu arfavitlausa og handónýta kerfi sóunar og mannréttindabrota.

Bkv, Jón Gunnar

L.i.ú., 29.3.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband