Leita í fréttum mbl.is

Er búið að afskrifa skuldir hins opinbera?

erlendar_skuldir_hins_opinbera_i_lok_ars_2009.jpg

Til þess að meta hvort að þjóðfélagið ráði við þungan skuldabagga er nauðsynlegt að fá haldgóðar upplýsingar um skuldir ríkis og sveitarfélaga.  Það þarf að vera til gjaldeyrir í landinu til þess að greiða vexti og afborganir af lánum sem á að standa undir.  Í fyrra var sett met í jákvæðum vöru- og þjónustujöfnuði þ.e. það voru miklu verðmæti í formi vöru og þjónustu flutt út úr landinu en inn.  Engu að síður þá var viðskiptajöfnuðurinn í fyrra óhagstæður vegna gífurlegs vaxtakostnaðar þjóðfélagsins

Hverjar eru skuldir hins opinbera? Á heimasíðu Seðlabankans kemur fram að þær hafi verið 658 milljarðar í lok árs 2009.  Það er svipuð fjárhæð og skuldir Landsvirkjunar sem ríkisábyrgð hvílir á er að viðbættum skuldum Orkuveitu Reykjavíkur.  Þessar upplýsingar geta ekki verið réttar nema þá ef drjúgur hluti af erlendum skuldum ríkis og sveitarfélaga hafi verið afskrifaður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband