Leita í fréttum mbl.is

Samtök iðnaðarins ættu að líta í eigin barm

Það er rétt að óska nýkjörnum formanni Samtaka iðnaðarins til hamingju með kjörið. Mér finnst samt sem áður að í stað þess að agnúast út í þá sem vilja gera róttækar breytingar á íslensku samfélagi ætti hann að líta í eigin barm, bæði formaðurinn sjálfur og samtökin sem slík. Í ræðu sinni (sem fylgir ekki fréttinni) ákveður hann að mála mjög óvægnum litum gagnrýni á kerfi og stjórnskipan sem er hrunið, sverta gagnrýnina með því að lýsa henni sem haturs- og niðurrifsöflum. Miklu nær væri fyrir formanninn að lesa ræður sínar á Iðnþingi á umliðnum árum, sjá og viðurkenna að hann hefur haft rangt fyrir sér.

Árið 2007 taldi hann fátt eitt geta komið í veg fyrir áframhaldandi góðæri nema ef vera skyldi einhver stjórnmálakreppa. Formaðurinn fékk þá um vorið stjórnina sem hann óskaði sér. Svo voru Evrópumálin eitthvað að þvælast fyrir honum. Árið eftir þegar farið var að molna undan loftbóluhagkerfinu var ekki eins bjart yfir formanninum en hann var verulega ósáttur við háa vexti og sömuleiðis skuldatryggingarálagið sem hann taldi ósanngjarnt og, jú, neikvæða sögu úti í heimi þess efnis að íslenskt efnahagslíf stæði ótraustum fótum.

Samtökin flutu því sofandi að hrunsósnum haustið 2008. Zzzz ...

Núna virðist sem samtökin hafi ekkert lært heldur ætli að halda áfram í skurðgreftri í skotgröfum fallins kerfis og séu ekki tilbúin til að taka þátt í málefnalegri umræðu um hvernig við getum losnað út úr öngstrætinu þar sem almannahagsmunum hefur verið fórnað fyrir afar þrönga sérhagsmuni.

Nema formaðurinn hlusti á uppbyggilega gagnrýni og taki sér tak.

Es. Þegar ég var hættur að leita fann ég fréttina sem ég ætlaði að tengja við. Svo mælti Helgi Magnússon:

Neikvæð umræða einkennir fjölmiðla, svonefnda bloggheima, álitsgjafa og sérfræðinga – jafnt raunverulega, tilbúna og sjálfskipaða. Það er því miður frjór jarðvegur fyrir neikvæðni, hefnigirni, reiði og hatur sem alið er á af miklum móð.


mbl.is Helgi Magnússon áfram formaður SI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband