Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndi flokkurinn - Almannahagsmunir í öndvegi

Undirbúningur að landsþingi Frjálslynda flokksins í mars er hafinn með málefnavinnu. Ég fékk það ánægjulega hlutverk að leiða vinnuhóp sem fjallar um stjórnsýslu, stjórnskipan og siðbót stjórnmála. 

Fyrsti fundur verður haldinn í vinnuhópnum á þeim heimsfræga veitingastað Sægreifanum í Reykjavík þriðjudaginn 16. febrúar kl. 20. Öllum áhugasömum er velkomið að mæta og taka þátt í að móta tillögur um bætta stjórnsýslu og stjórnskipan sem setur hag almennings í öndvegi.

Tímabært er að staldra við og móta tillögur um hvernig þörf er á að breyta leikreglum lýðræðisins til þess að komast upp úr fari sérhagsmuna og búa þjóðinni bjartari framtíð.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurjón

Verður þetta auglýst einhversstaðar? Það er alltaf gaman að heyra ólík sjónarmið á málunum. Ég stefni á að mæta, á ekki von á öðru en að þetta verði góður fundur.

Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 09:03

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já endilega að mæta - Ég var í viðtali á Útvarpi Sögu í morgun þar sem þessi fundur bar á góma þannig að nú ættu flestir að vita af fundinum.

Sigurjón Þórðarson, 16.2.2010 kl. 09:10

3 identicon

Og þú ? ota þínu tota eða þjóna ?

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 21:26

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Vona að þetta hafi verið ánægjulegur fundur á Sægreifanum og eitthvað vitrænt komi út úr honum, en glætan að "flestir" hlusti á sögu. Kanntu annan Sigurjón . Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.2.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband