Leita í fréttum mbl.is

Maður er manns gaman 20/20 áætlunin

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka þátt í þjóðfundi á Sauðárkróki um nýja sóknaráætlun til þess að Ísland skipi sér í allra fremstu röð. Fundurinn var skemmtilegur og spunnust áhugaverðar  umræður fólks sem kom úr ólikum geirum atvinnulífsins og hafði því mismunandi sjónarhorn á metnaðarfullu viðfangsefni 20/20 áætlunarinnar.

Sjálfur viðskiptaráðherra heiðraði samkomuna með ávarpi þar sem varaði var við bölmóði þó svo að þjóðin hefði farið örlítið út af sporinu og mátti skilja á honum að  hrunið væri lítið annað en kvef sem þjóðin jafnaði sig skjótt á með réttu hugarfari.  Gylfi benti réttilega á að lífskjör nú, hefðu sjaldan verið betri en einmitt síðustu árin, ef litið væri til ellefuhundrað ára sögu þjóðarinnar!

Ég náði ekki að sitja fundinn til enda en mér fannst engu að síður forskriftin sem lagt var upp með ýmsum takmörkunum háð s.s. að  vinnuhópum væri sett fyrir finna eitthvað sérstakt  fyrir Norðurland vestra sem ekki væri að finna annars staðar og erfitt væri að líkja eftir.  Forskriftin varð til þess að góðar hugmyndir um að gera betur í hefðbundnum atvinnugreinum s.s. nýta vannýtt fiskimið í Skagafirði og Húnaflóa eða fullvinna sjávarafurðir voru slegnar út af borðinu. 

Mér finnst eiginleg tímabært að við Íslendingar förum að leggja áherslu á það venjuleg en ekki það sem er mjög sérstakt s.s.  afhenda helstu fyrirtæki þjóðarinnar á ný til þeirra sem eru grunaðir glæpamenn og hafa sannarlega staðið í stórfelldum blekkingum. 

Ég er líka nokkuð viss um að það sé ekki síður vit í að einbeita sér að nýsköpun  í hefðbundnum atvinnugreinum í stað þess að einblína stöðugt á eitthvað nýtt og alveg sérstakt s.s. útrásinni margmærðu á sínum tíma. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill Sigurjón.. sammála þér varðandi "nýsköpunina" .. það einfalda er oftast best.

Óskar Þorkelsson, 13.2.2010 kl. 22:35

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég þakka fyrir Óskar - Það er kominn tími til að ræða nærtækar og jarðbundnar lausnir.

Sigurjón Þórðarson, 14.2.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband