Leita í fréttum mbl.is

Þegar síminn „bilaði“ á Útvarpi Sögu

Rétt áðan hlustaði ég með öðru eyranu á byltingarmanninn Guðmund Franklín ræða gagnrýnislaust um og beinlínis draga taum hinna stórskuldugu kvótagreifa. Guðmundur virðist ekki vel heima í sjávarútvegsmálum Íslands sem er vel skiljanlegt þar sem hann hefur lengi alið manninn erlendis. Hann leyfði útgerðarmönnunum að flytja hverja rangfærsluna og hálfsannleikann á fætur öðrum um ömurlegt fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem dregin var upp fölsk glansmynd af einu mesta óréttlæti Íslandssögunnar sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað óréttlátt og íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að hlíta.

Staðreyndir um gagnsleysi kerfisins tala sínu máli. Þorskaflinn er núna þriðjungurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins og útgerðirnar eru svo stórskuldugar að forsvarsmenn þeirra eru í biðröðum í bönkunum að biðja um afskriftir skulda. Á sama tíma og þeir fara fram á að þjóðin axli skuldirnar vilja þeir halda áfram einokunaraðstöðu á nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna.

Það gengur auðvitað ekki upp.

Mér fannst eftir öðru við þáttastjórnunina að síminn skyldi „bila“ þegar hleypa átti að öðrum skoðunum, sérstaklega fyrir þær sakir að Útvarp Saga gengur meira og minna allan daginn á því að hleypa útvarpshlustendum í útsendingu.

Ég hef ekki trú á öðru en að Arnþrúður láti „laga“ símkerfið áður en Guðmundur Franklín fer næst í loftið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta var náttúrulega skandall og ég hringdi og spurði hvað LÍÚ hefði borgað fyrir þennan áróður. Pétur kannaðist ekki við að þetta væri kostað af sægreifunum en við trúum því auðvitað mátulega. En eitt kom þó fram sem útgerðarmenn og talsmenn sægreifanna hafa hingað til þrætt fyrir og það er að Binni í Vinnslustöðinni viðurkenndi að í aflamarkskerfinu væri innbyggður hvati til brottkasts! Þetta er nefnilega annar mesti galli kerfisins fyrir utan framsalið og saman eru þessir gallar nægileg ástæða til að leggja kerfið af. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir þarf að taka afstöðu til fiskveiðiráðgjafarinnar. Margir eru þeirrar skoðunar að ráðgjöfin sé gölluð og við séum að skaða þjóðarbúið um tugi milljarða. Þegar um svo gríðarlega hagsmuni er að tefla þá þarf að hlusta á fleiri raddir en bara hagsmunaaðilanna. Ég sé ekki betur en það verði að blása til þjóðfundar um framtíð sjávarútvegsins áður en stjórnmálamenn sem eru í vasa LÍÚ koma í veg fyrir úrbætur endanlega.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.2.2010 kl. 16:16

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hef ekki trú á því að Útvarp Saga hafi fengið borgað en frekar að Guðmundur F. hafi fengið eitthvert lítilræði í styrk.

Mér fannst einna sorglegast við þáttinn þegar nýliðinn úr Sandgerði var dreginn fram í umræðuna en viðkomandi skuldar vel á annan milljarð og algerlega útilokað er að hann geti greitt vexti af lánunum með tekjum að útgerðinni.

Það var líka magnað að heyra í viðmælendum býsnast yfir strandveiðunum og sérstaklega miklum hvata til brottkasts sem fælist í sóknarkerfinu en umræddur hvati til þess að henda fiski fer ekki að virka fyrr en bátarnir hafa náð 800 kg aflamarki fyrir hvern veiðidag. 

Ef eitthvað er að marka boðskapinn þá má lesa það út með fullri sanngirni að það sé  stöðugur og meiri hvati til brottkasts í kvótakerfinu en strandveiðunum.

Sigurjón Þórðarson, 10.2.2010 kl. 17:22

3 identicon

Já Sigurjón það er ömurlegt að menn með enga þekkingu og reynslu taki viðtöl við sægreifana því þá geta þeir ekki leiðrétt villur og rangfærslur sem koma fram í málfutningi þeirra eins fram komu á Sögu í dag þegar viðtal var við Eirík Tómasson og Binna í Vinnslustöðinni.

Grétar Mar Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 19:03

4 identicon

Heil og sæl til hamingju Útvarp saga að leyfa sægreifunum að koma sínum skoðunum að því vissulega eru þeir í aumkunarverði stöðu.Og margar fróðlegar staðreyndir sem komu fram sem almenningur vissi ekki tildæmis að framsal aflaheimildar hefði bjargað fjárhag útgerðar á landi voru.

Ludvík (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 21:09

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sumir hafa meiri reynslu og þekkingu af því að fara með rekstur sinn á hausinn í sjávarútvegi en aðrir.Mér vitanlega hefur Guðmundur Franklín ekki mikla reynslu af slíku, en þó held ég að hann hafi verið hluthafi fiskvinnslufyrirtækinu Rauðsaga hér á árum áður meðan það var og hét.Það er vissulega gott að hafa sjálfsálit, en menn verða að sína það í verki að þeir hafi meiri þekkingu en aðrir, áður en menn fara að gera lítið úr þekkingu annarra.Það að hafa einhverntíma migið í saltan sjó þarf ekki endilega að þíða það að menn hafi meiri þekkingu á sjávarútvegi en menn sem aldrei hafa farið lengra en niður á bryggju.Ég hef verið sjómaður í 50 ár, bæði sem háseti, skipstjóri og stýrimaður á skipum allt upp í 3000 tonn og finnst mér það í sjálfu sér ekkert merkilegt.En eitt er öruggt, ekkert kvótakerfi hefur eins mikla tilhneigingu til brottkasts eins og strandkvótakerfið.Þegar menn geta fengið upp í 3 tonn af þorski en mega bara koma með 800 kíló ættu allir að sjá að eitthvað hlýtur undan að láta.Þegar það fyfirkomulag er haft á veiðunum að veitt er úr sameiginlegum potti sem er ekki nógu stór fyrir allan bátafjöldan og stöðugt fjölgar bátum, þá róa mann að sjálfsögðu alla daga og liggja svo upp í fjöru í vari og veiða ormafisk sem er verðlaus og að sjálfssögðu hirða menn það skásta.Fyrir utan það að menn sem eru á 900 þúsund kr. mánaðarlaunum eins og formaður Landsambands Smábátaeigenda sem fór á strandveiðar á bát sem hann fékk því sem næst gefins fyrir nokkrum árum og hafði verið skráður sem sportbátur þá ættu allir að sjá um hverskonar þvælu er um að ræða.Formaðurinn segist ekki vera að taka frá öðrum sjómönnum.Ég lít þannig á að með strandveiðunum hafi okkur smábátaeigendum verið mútað.

Sigurgeir Jónsson, 13.2.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband