Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Ben og Bjarni Harðar

Það virðist nokkuð breytilegt hversu lengi menn telja sér sætt á þingi. Bjarni Harðar taldi að hann hefði misst trúverðugleika, sem hann vildi hafa, þegar hann gerði sig sekan um dómgreindarbrest við tölvuskeytasendingar þegar hann ætlaði að klekkja á andstæðingi sem svo illa vildi til að var í sama flokki og hann.

Í Kastljósi kvöldsins vottaði ekki fyrir minnsta efa, og hvað þá vafa, hjá nafna hans Benediktssyni á því að sá væri heppilegur til að greiða úr afleiðingum hrunsins þó að öllum sé ljóst að hann hafi setið við spilaborðið og tekið þátt í geiminu sem endaði svo illa.

Sömuleiðis leikur enginn vafi á því að formaður Sjálfstæðisflokksins hefði grætt ef veðmálið hefði gengi upp. Hins vegar leikur einhver vafi á því hversu upplýstur hann var í leiknum og hversu mikinn þátt hann tók í honum.

Ekki ætla ég að hafa neina skoðun á því hvort Bjarni og Illugi úr Sjóði 9 séu heppilegustu fulltrúar sjálfstæðismanna á þingi en það verða einkum flokksmenn sjálfir að ákveða.

Það sem mér leist verst á í viðtalinu við Bjarna Ben var að hann virtist vilja fara nákvæmlega sömu leið núna og fyrir hrun, þ.e. að leggja alla áherslu á sérhagsmunaklíkuna, svokölluð hagsmunasamtök. Er ekki orðinn tími til að skoða hlutina upp á nýtt - eða vilja menn að þau skötuhjú Bjarni og Þorgerður klári dæmið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Var þessi málflutningur alveg í lagi ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.2.2010 kl. 02:59

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Alltaf fer maður að sperra eyrun þá sjaldan fréttir berast af ráðherrum og alþingismönnum. Nú var ég að heyra í morgunfréttunum eitthvað rætt um Árna Þór Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson utanríkis.

Voru þeir að sigra í einhverri keppni?

Árni Gunnarsson, 4.2.2010 kl. 08:52

3 Smámynd: Rannveig H

Það fjarar jafnt og þétt undan þessum köppum,kvölds og morgna. Verður ekki spurningin á endanum hver vinnur sukkkeppnina.

Rannveig H, 4.2.2010 kl. 09:19

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já þeir félagarnir virðast hafa gert góða ferð í bankann og geta státað af því að vera komna á bekk með heilögum Baldri Guðlaussyni.

Sigurjón Þórðarson, 4.2.2010 kl. 09:19

5 Smámynd: Hörður Halldórsson

Kaldhæðnisleg samlíking en mál Bjarna Harðarsonar var ekki einu sinni stormur í vatnglasi ,mesta falli gára í fingurbjörg.Mál Bjarna H. er eins og mál i Danmörk eða Svíþjóð þar sem fólk er að segja af sér út af afsláttarkortum í strætó eða einhverju álíka.

Hörður Halldórsson, 4.2.2010 kl. 13:24

6 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Bjarni Ben mun aldrei gefa frá sér völd til að ráða hvernig auð landsmanna er úthlutað. Þannig lítur þetta Engeyjarhyski og þeirra kónar á Alþingi; Alþingi er í þeirra augum valdstjórnartæki fyrir eiginhagsmunamafíur þeirra sjálfra. Og það hefur bara virkað lygilega vel sem slíkt. Svo leggur hann blessun sína yfir lögbrot annarra þingmanna FLokksins vegna þess að hann veit að hann er margfalt verri sjálfur. Alþingi sækir vald sitt til fólksins, fólksins sem er reiðubúið að láta völd í hendurnar á valdasjúkum auðmannaklíkum sem fara ránshendi um öll okkar sameiginlegu auðæfi. Hvað er að okkur Íslendingum? Maður þarf að flytja úr landi ef maður á að halda sönsum. Þetta er of erfitt að horfa upp á.

Þórður Már Jónsson, 4.2.2010 kl. 17:33

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þórður, það má vea að Bjarni muni ekki gefa frá sér völd sjálfviljugur en maður heyrir það á ýmsum Sjálfstæðismönnum að það er urgur út í forystu flokksins.

Sigurjón Þórðarson, 4.2.2010 kl. 19:12

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sigurjón maður hefði haldi þig nokkuð sanngjarna mann,en þarna fórstu ,eð það álið því miður!!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.2.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband