12.1.2010 | 17:54
Endurreisnar-áætlunin í uppnámi
EF ÞAÐ er eitthvað sem landsmenn ættu að hafa lært af hruninu er það það að treysta varlega yfirlýsingum fjórflokksins um stöðu mála. Rétt fyrir hrun þegar öll sund voru að lokast fóru þáverandi leiðtogar stjórnarflokkanna um heiminn með þann boðskap að staðan í íslensku efnahagslífi væri traust. Fyrir síðustu kosningar leyndi núverandi formaður VG þjóðina vísvitandi upplýsingum um stöðu Icesave-málsins og stefndi síðan að því sl. sumar að Alþingi samþykkti Svavarssamninginn óséðan.
Núna halda þingmenn Samfylkingarinnar og hluti þingmanna VG því blákalt fram að forsetinn hafi sett endurreisnaráætlun ríkisstjórnarinnar í uppnám fyrir það eitt að setja málið í lýðræðislegan farveg og í dóm þjóðarinnar.Í framhaldi af þeirri staðhæfingu er rétt að huga að því hver endurreisnaráætlun ríkisstjórnarinnar er. Hún er fátækleg, ekki er annarri áætlun til að dreifa en þeirri sem samin er sameiginlega af íslenskum stjórnvöldum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS.Lykillinn að því að hún gangi upp er að það verði gríðarlega jákvæður viðskiptajöfnuður næsta áratuginn eða afgangur upp á vel ríflega þá upphæð sem fæst fyrir allan útflutning á fiski. Þennan afgang er ætlað að nota til að greiða af erlendum lánum, m.a. Icesave-lánunum. Endurreisnaráætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir því að viðskiptjöfnuðurinn þyrfti að verða jákvæður um liðlega 150 milljarða króna til þess að dæmið gengi upp. Nýjar tölur frá Hagstofu Íslands gefa til kynna að niðurstaðan verði helmingi verri en endurreisnaráætlunin ætlaði. Ekki er það vegna þess að afgangurinn sé lítill. Sannarlega er um Íslandsmet að ræða enda hefur innflutningur dregist gríðarlega saman og er t.d. bílainnflutningur einungis um 17% af því sem hann var að meðaltali á síðasta áratug. Ástæðan er einfaldlega sú að áætlun ríkisstjórnarinnar er óraunhæf.Núna virðist sem ríkisstjórnin ætli að grípa til þess billega ráðs að kenna því um að hlutirnir gangi ekki samkvæmt áætlun vegna þess að þjóðin fái að segja sína skoðun á vafasömum Icesave-skuldbindingum sem greinilega virðast vera þjóðinni ofviða.
Það er orðið löngu tímabært að ríkisstjórnin horfist í augu við vandann og setji upp raunhæfa áætlun sem hlýtur að fela í sér sanngjarna eftirgjöf skulda og að auka tekjur þjóðarbúsins - en það verður ekki gert skjótt nema með því að auka fiskveiðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
skarfur
12.1.2010 | 20:47
Samningar ríkisstjórnar Geirs H. Haarde fyrir hönd þjóðarinnar 10. október 2008 og 16. nóvember 2008! Þannig hófst samningaferlið!
Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave
11.10.2008
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.
Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.
Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.
Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
16.11.2008
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.
Umsamin viðmið
Reykjavík 16. nóvember 2008
Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar dynja á núverandi ríkisstjórn. Svona hófst í raun þessi samningaruna. Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls! Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð. Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!
Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:22
Auðun. Veit ekki hvort þú heldur þessari vitleysu fram vegna þekkingarleysis eða reyna að halda lygum fram vegna ónýts málstaðar. Varla finnast margir sem trúa þessari makalausu fullyrðingu að ábyrgð Icesave samningshroðans er ekki núverandi stjórnvalda, sem að vísu hafa ekki ennþá tekist að landa honum. Þegar Svavar kom með glæsilega samninginn hans og Steingríms, fóru þeir nú ekki beint leynt með að samningurinn var þeirra og þeirra einna, jafn glæsilegur og raun ber vitni, vegna þeirra snilldar og engra annarra. Svavar lýsti því sérstaklega yfir, aðspurður um hvort að eldri samningaviðræður hefðu nýst í vinnunni. Nei var svarið. Ekkert af fyrri vinnu hafði nein áhrif. Eftir að Steingrímur gerði á sig með samninginn og glæsileikinn dofnaði, þá skyndilega var hann á ábyrgð sjálfstæðismanna (og auðvitað Samfylkingarinnar sem einhverra hluta gleymist að nefna). Nú seinast kom Ingibjörg Sólrún fram til að skýra fyrir flokksfélögum sínum og VG að samningavinnan var núllstillt þegar Brusselviðmiðin voru samþykkt, og að minnisblaðið hafði ekkert að segja enda ekkert annað en minnisblað, eins og hundruð annarra sem eru gerðar þegar unnið er að einskonar samningavinnu. Þeir ku vera ansi margir slíkir til varðandi stóriðjur og álver.
Enginn er samningurinn tilbúinn, og forvitnilegt að vita hjá stjórnarliðum hverju sæti, ef að samningur var frágenginn á minnisblaði fyrir vel rúmu einu ári síðan? Til hvers hafa þá þessir jólasveinar ríkisstjórnarinnar verið að þvælast með málið í rúmt ár ef sjálfstæðismenn of Samfylkingin kláraði málið fyrir um einu og hálfu ári?
Þessi fullyrðing er sorglega röng að hálfa væri nóg:
Það getur ENGIN, ENGIN skuldbundið ríkissjóð fyrir EINU NÉ NEINU, nema meirihluti þingheims. PUNKTUR. Svona endemis vitleysa er afar sorglegt að sjá að ennþá er reynt að haldið á lofti, eftir allt sem búið að ganga á, og leiðréttingar fræðimanna á þessari lygasögu. Engin Geir Haarde, engin Davíð, engin Ingibjörg Sólrún, engin Steingrímur J eða engin Jóhanna geta gert neitt sem breytir því. Stjórnarskrá sér til þess, og allt ólöglegt föndur við ríkissjóð er brot á stjórnarskránni og á hegningarlögum sem fjalla um landráð. Það hefur Steingrími og Jóhönnu ekki tekist að gera ennþá daginn í dag hvað meintar skuldbindingar ríkissjóðs varðar, þótt að þeim hafi etv. tekist það með einhverjum öðrum leyniaðgerðum?
Auðun. Endilega kynntu þér lagahlið mála áður en þú ætlar að kenna öðrum fræðina, og ekki færðu betri kennarar en háskólaprófessorinn í lögum, Sigurð Líndal, sem er örugglega tilbúinn að aðstoða þig í villu þíns vegar, eða til að hjálpa þér að ljúga eitthvað trúverðugara. Hann svarar öllum spurningum um alla lögfræði Icesave samningshroðans í grein sem ég birti 3 svör úr og hægt að kynna sér með að klikka á tengilinn neðst. Gangi þér betur næst:
http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.