Leita í fréttum mbl.is

Fávita umrćđa

Umrćđan um stjórn fiskveiđa sem nćr upp á yfirborđ stćrstu fjölmiđlanna er nánast fávitaleg. Eđli fiskistofna er ađ sveiflast gífurlega og ćtti flestum ađ vera ljóst ađ fiskveiđar eru ekki stćrsti áhrifaţáttur í stofnsveiflum ţeirra. Núna ţykist forstjóri Hafró geta séđ fyrir auknar veiđar allt til ársins 2016.  Enginn á Hafró sá fyrir niđursveifluna á ţorskstofninum í kringum síđustu aldamót og ekki heldur áriđ 2006, en niđursveiflurnar urđu ţrátt fyrir ađ fariđ var nákvćmlega eftir ráđgjöf stofnunarinnar. 

Hvers vegna er engin gagnrýnin umrćđa um algert árangursleysi veiđiráđgjafarinnar en um áratugaskeiđ var á Íslandsmiđum veidd um hálfmilljón tonn af ţorski en núna er aflinn vel innan viđ helmingurinn af ţví sem miđin gáfu áđur af sér? Fleiri spurningar sem vakna s.s. hvers vegna karfastofninn rýkur upp í mćlingum en fiskurinn er sagđur verđa gamall og vera hćgvaxta. Ef allt vćri međ felldu í mćlingum og reiknilíkönum ţá ćttu umrćddar sveiflur ađ vera fyrirséđar.  Sama á viđ um hrapiđ á mćlingu á ýsustofninum. Minni veiđiheimildir á ýsu á nćsta ári eru ávísun á bein vandrćđi og brottkast

Ekki bćtir úr skák ađ fjórflokkurinn á hinu háa Aţingi virđist ađ mestu hjartanlega sammála um ađ vera áfram međ óbreytta fiskveiđistjórn og úthluta sömuleiđis örfáum sérstökum sérréttindum til áratuga.  Helstu deilurnar á Alţingi snúast um hversu mikiđ eigi ađ skattleggja einokunarréttinn.  Eina vitiđ núna er ađ leggja frumvörp ríkissjórnarinnar til hliđar og skođa stjórn fiskveiđa frá grunni. 


mbl.is Leggur til meiri ţorskkvóta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 8. júní 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband