Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn leggst gegn rannsókn á lögbrotum

Ekki var að heyra á Bjarna Ben í Silfrinu annað en að hann vildi fara nákvæmlega sömu leið og fyrir hrun og nota sömuleiðis að mestu sömu mennina og áður, í helstu verkin.

Greinilegt var að formaður Sjálfstæðisflokksins var mjög andsnúinn rannsókn; lögreglu, sérstaks saksóknara og Seðlabankans á lögbrotum Samherja. Hann talaði um innrás í fyrirtækið og að brotin snéru fyrst og fremst að lögum sem menn vildu ekki hafa, þ.e. lög um gjaldeyrishöftin.

Málflutningurinn og afstaðan gegn lögum og reglum minnti frekar á orðræðu aktífista eða vítisengils en formanns í borgarlegu stjórnmálaafli.  Reyndar á Bjarni það sammerkt með öðrum formönnum fjórflokksins og bæjarstjóranum á Dalvík, að gera enga athugasemd við að Samherji hafi tekið stærsta vinnustaðinn á Dalvík í gíslingu vegna rökstuddra aðgerða yfirvalda.  Það er engu líkara en það sé búið að normalisera bullið - Vitleysan sé orðin eðlileg.

Umræðan um kvótakerfið var ekki upp á marga fiska en formaður Sjálfstæðisflokksins vildi meina að kerfið hefði sannað ágæti sitt og í stað þess að útvegurinn væri upp á þjóðina kominn líkt og á níunda og tíundartugnum, þá væri hann að skila miklu.  Þetta er auðvitað argasta kjaftæði enda má spyrja í framhaldinu ef að þetta tal væri tekið trúanlegt -  á hverju lifði þjóðin þá á síðustu öld?  Staðreyndin er sú að þorskaflinn á níundaáratugnum var um tvöfalt meiri þá, en nú.


mbl.is „Af hverju eruð þið að þessu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband