Leita í fréttum mbl.is

Ekkert sem kemur á óvart!

Árni Þór sem kosinn var sem þing á þeim forsendum að hann væri andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu, flytur mál sitt eins launaður blaðafulltrúi Evrópusambandsins.

Eitt er ljóst að hann er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar sem hafnaði alfarið þeim Icesavesamningum sem um er deilt og þingmaðurinn samþykkti tvisvar.

Ég vonast svo sannarlega eftir því að það verði flutt vantrauststillaga sem allra fyrst á eina ömurlegustu ríkissjórn sem verið hefur við völd á landinu, frá upphafi vega.


mbl.is „Ekkert sem kemur okkur á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðahafrannsóknarráðið reiknar út að þorskaflinn á árinu 2060 verði 180 þúsund tonn

Ekki er öll vitleysan eins - og þó.

Skömmu eftir að meirihlutastjórn Vg og Samfylkingar tók við völdum, þá óskaði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra eftir þvi við Alþjóðahafrannsóknarráðið, að ráðið yfirfæri veiðiráðgjöf og þá reglu sem notuð er við að ákvarða þorskafla landsmanna.

Þegar Einar K. Guðfinnson frétti af bréfinu til ráðsins, þá ærðist hann í fjölmiðlum.  það var óskiljanlegt, þar sem Einar K. kom á þeirri aflareglu sem Jón Bjarna var að spyrja um.   

Alþjóðahafrannsóknarráðsins svaraði fyrirspurn Jóns Bjarna um hálfu ári síðar og gerði það svo rækilega að það sagði nokkuð nákvæmlega til um hver þorskaflinn yrði næstu hálfu öldina og jafnvel lengur. Í svari reiknisfiskifræðinganna var ekkert sem kallast gæti líffræði, heldur einungis vitnað í reiknilíkan þar sem eina breytan voru veiðar. Sömuleiðis var reiknað út frá tveimur forsendum sem snúa að nýliðun.  Miðað við núverandi aflareglu og nýliðun, þá eru allar líkur á því að þorskaflinn á Íslandsmiðum muni á árinu 2060, verða 180 þúsund tonn!

Ef að nýliðun fer hins vegar mjög vaxandi,  þá reikna reiknisfiskifræðingarnir að þorskaflinn aukist mjög á næstu árum og fari í um 270 þúsund tonn og haldist síðan stöðugur næstu hálfu öldina.

 Ices spá 260

Allir sem fylgjast með villtum dýrastofnum vita að þessir útreikningar eru hrein og klár vitleysa.  Vistfræði 101 segir að dýrastofnar rísi og hnígi, en sú staðreynd hefur augljóslega ekki ratað inn í reiknilíkanið.

Eflaust myndi maður hlæja að þessu bulli en þar sem þingheimur allur virðist trúa þessu bulli, þá hefur þvælan grafalvarlegar afleiðingar fyrir Íslendinga.


Bloggfærslur 12. apríl 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband