Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálasamtökin Dögun

Það var ánægjulegt að vera á fundi í Grand hóteli og taka þátt í að stofna stjórnmálasamtökin Dögun.

Nokkur aðdragndi hefur verið að stofnfundinum , þar sem margir aðilar komu að undibúningi og lágu fyrir fundinum drög Kjarnastefna. Talsverðar umræður urðu um stefnuna. Almennur samhugur og samhljómur var á meðal fundarmanna um stefnuna.

Baráttan sem er framundan mun ekki snúast um vinstri eða hægri. Hún mun snúast um hvort að hér verið áfram sérhagsmuna- og klíkusamfélag. Fólk sem vill ná árangri í krafti eigins  dugnaðar eða verðleika – hlýtur að vilja róttækar breytingar.

Mikilvægt er að þeir sem vilja umbætur á íslensku samfélagi, sameini krafta sína í Dögun og myndi öflugt stjórnmálaafl. Ef vel tekst til þá er ég viss um að Dögun muni verða til þess að örmagna ríkisstjórn AGS og Steingríms J. Sigfússonar fái loksins hvíldina. Það eina sem heldur lífinu í stjórninni er sá hryllingur sem blasir við hjá stærstu stjórnarandstöðuflokkunum á þingi, Sjálfstæðisflokkurinn með sína kúlulánaþingmenn og Framsóknarflokkurinn sem er enn undir sterkum áhrifum Finns Ingólfssonar og Halldórs Ásgrímssonar.

Flestir landsmenn geta sameinast undir þeim baráttumálum sem er að finna í kjarnastefnu Dögunnar og er mikilvægt að koma stefnunni sem fyrst til framkvæmda. 


Bloggfærslur 18. mars 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband