Leita í fréttum mbl.is

"Grasrót" Alþýðusambands Íslands fundar með forsetum

ASÍ hefur blásið til fundar snemma á þriðjudagsmorgni, þar sem spurt er hvort að það fylgi íslensku krónunni blessun eða bölvun.

Ræðumenn á bölvunar eða blessunarfundi ASÍ eru :  Gylfi Arnbjörnsson forseti, eldheitur baráttumaður fyrir verðtryggingunni. Arnór Sighvatsson, einn æðsti ráðamaður Seðlabankans bæði fyrir og eftir hrun. Friðrik Már Baldursson forseti, sá sem skrifaði kostaða skýrslu nokkrum mánuðum fyrir hrun, um mikinn styrk íslenska fjármálakerfisins.  Ragnar Árnason hirðhagfræðingur LÍÚ, sá sem mat stöðu íslenska þjóðarbúsins gríðarlega sterka skömmu fyrir hrun og lagði til í ljósi þess gífurlegan niðurskurð á aflaheimildum. 

Ekki veit ég hvert svarið verður við spurningunni sem varpað er fram á fundinum, en eitt er víst að ekki hefur fylgt ráðum ræðumanna mikil blessun fyrir almenna félagsmenn ASÍ.

 


Bloggfærslur 9. janúar 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband