Leita í fréttum mbl.is

Formaður Sjálfstæðisflokksins í erfiðum málum

Í þættinum Landið sem rís, var Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að fara yfir orsakir hrunsins og hver næstu skref ættu að vera við endurreisn landsins. Bjarni fékk málefnalegar og gagnrýnar spurningar frá þáttarstjórnendum. Meðferðin á Bjarna var að þvi leytinu býsna ólík þeirri sem að formaður Vg fékk í sama þætti, en Steingrímur J. fékk að vaða á súðum um mikla björgunarleiðangra sína undir nánast lofgjörð þáttarstjórnenda.

Greinilegt var að Bjarni hefur fengið línuna úr Hádegismóum um hvað hafi orskað hrunið og hvernig eigi að vinna sig út úr erfiðri stöðu. Í stuttu máli þá var rauði þráðurinn í viðtalinu sá, að orsakanna væri ekki að leita í algerri óstjórn og einkvinavæðingu Sjálfstæðisflokksins - Skýringarnar voru einhverjar allt aðrar.

Furðulegt var að hlusta á formann Sjálfstæðisflokksins leggja stein í götu endurskoðunar á stjórnarskrá landsins. Sömuleiðis þá bjóst ég við að nýsleginn baráttumaður fyrir mannréttindum Geirs Haarde væri búinn að sjá ljósið og búinn að endurskoða stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart illræmdu kvótakerfi sem brýtur mannréttindi á sjómönnum, en svo virðist ekki vera. Ekki mátti merkja annað á formanni Sjálfstæðisflokksins að hann vildi hafa svipaða stjórnarhætti og beita svipuðu aðferðum og i aðdraganda hrunsins.

Ekki veit ég hvað þarf til svo að forysta Sjálfstæðisflokksins sjái að sér - Ég efast jafnvel um að annað hrun dugi til sem að flokkurinn stefnir ótrauður á.


Bloggfærslur 29. janúar 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband