Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. vill einkavæða raforkukerfið

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa gefið mjög misvísandi skilaboð um sölu Landsvirkjunar.  Engu líkara hefur verið en að ráðamenn hafi gefið út hinar ýmsu meldingar til þess að kanna jarðveginn og vita hversu langt er hægt að ganga i sölu á orkuauðlindum þjóðarinnar.  Með þessu ráðslagi eru þau Steingrímur J. og Jóhanna að fara eftir uppskrift og viljayfirlýsingu AGS og ríkisstjórnarinnar.

Fyrirhuguð sala á Landsvirkjun hefur fallið í mjög grýttan jarðveg og jafnvel þó svo að salan væri skilyrt við lífeyrissjóðina, en traustið á þeim er ekki mikið um þessar mundir.

Í kvöld birtist síðan Steingrímur J. á skjánum með nýja tillögu um að selja Landsnetið til lífeyrissjóðina.  Salan á Landsnetinu er galnari hugmynd en sala á Landsvirkjun þar sem dreifikerfið er i eðli sínu einokunarstarfsemi og nær útilokað er að koma á samkeppni á dreifingu raforku á meðan fræðilega séð, er hægt að koma á samkeppni á framleiðslu raforku.

 


Bloggfærslur 15. janúar 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband