Leita í fréttum mbl.is

Furðulega einhliða umfjöllun

Það er merkilegur fjandi að ekki eru fengin fram gagnrýnin sjónarmið náttúrufræðinga á mjög svo umdeilda fiskveiðiráðgjöf.  Á sama tíma eru fjölmiðlar kjaftfullir af hagfræðingum að blaðra um efnahagsleg áhrif  fiskveiðiráðgjafarinnar.

Þeir fiskifræðingar og líffræðingar sem hafa leyft sér að kasta opinberlega rýrð á ráðgjöf sem skilar stöðugt færri sporðum land, hafa verið settir til hliðar í umræðunni. Þeirri aðferð er gjarnan beitt að fræðilegri gagnrýni er látin ósvarað og jafnvel látið í veðri vaka að um séu að ræða einhverjar öfgar eða vitleysa. 

Einn þeirra sem hefur mátt sætta þessari meðferð er Jón Kristjánsson fiskifræðingur sem hefur á síðustu áratugum haldið fram málefnalegri gagnrýni á ráðgjöf reiknisfiskifræðinnar sem hafði það upphaflega  markmið að skila árlega 550 þúsund tonna þorskafla. Ráðgjöfin nú hljóðar upp á 177 þúsund tonna þorskafla á næsta ári, sem er talsvert minni afli en veiddist árið 1914! Furðulegt er að hlusta á reiknisfiskifræðingana fullyrða um sé að ræða einhvern árang,  af vel lukkaðri nýtingarstefnu- Maður hlýtur að spyrja hvaða merkingu hugtakið árangursleysi hafi í kolli þeirra sem halda framangreindum öfugmælum óhikað fram.

Reynslan hefur sýnt að Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur haft rétt fyrir sér eins og sjá má á þessu viðtali sem tekið við hann fyrir 10 árum. 

 

     


mbl.is 420 milljóna samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver bað Helga Áss Grétarsson að gefa álit í nafni Háskóla Íslands?

Háskóli Íslands hefur ekki enn gert upp við ábyrgð sína, í aðdraganda hrunsins.  Kostaðir hagfræðingar Háskólans poppuðu upp góða stemningu fyrir skuldsettri útrás og slegið var markvisst á alla gagnrýni í samfélaginu.  Vissulega heyrðust nokkrar gagnrýnisraddir úr Háskólanum m.a. rökstuddur málflutningur Þorsteins Gylfasonar sem varaði mjög við skuldsetningu þjóðarbúsins.  Málflutningur Þorsteins varð hjáróma í lofsöngnum sem barst af Melunum enda tóku margir þátt í fjöldasöngnum. Sigur skuldsettrar útrásar jafnvel notaður í kosningabaráttu stúdenta og rektor batt vonir við að glópagullið myndi fleyta Háskólanum upp í að verða einn af hundrað bestu háskólum heimsins.

Þessi saga er verðugt rannsóknar efni og ekki síður hvernig Háskóli Íslands streitist enn á móti því að breyta brengluðum starfsháttum. 

Nú berast fréttir af því að einn af kostuðum sérfræðingum Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson hafi sent Alþingi umsögn um frumvarp um breytingu á kvótakerfi  sem skilar stöðugt færri sporðum á land og er nú svo komið að botnfiskaflinn er helmingurinn af því sem að hann var fyrir tveimur áratugum. Í umsögn sinni segir "sérfræðingurinn" að hann hafi rýnt í efni flestra lagafrumvarpa sem borin hafa verið upp á hinu háa Alþingi frá árinu 1976.  Niðurstaða sérfræðings Háskóla Íslands var að frumvörpin sem lögð hafa verið fram á umræddu tímabili hafi verið allt frá því að vera óvönduð til þess að vera til hreinnar fyrirmyndir í lagasmíð. 

Í umfjöllun sinni hleypur lögspekingurinn yfir þá staðreynd að fiskveiðilöggjöfin hefur fengið algjöra falleinkunn hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og sömuleiðis að lýðveldið Ísland sé skuldbundið til þess að hlíta þeim úrskurði.  Í stað þess þá gerir hinn vandaði lagatæknir veigamiklar athugasemdir við þær greinar frumvarpsins sem mögulega geta tryggt jafnræði borgaranna!

Það er eitthvað meira en lítið að í Háskóla Íslands.

 


mbl.is Gerir alvarlega athugasemdir við litla frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband