Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna lét Steingrímur J ekki söfnunarbauk ganga í Hörpunni

Í kvöld voru saman komin í Hörpunni" fræga og fína" fólkið sem ber alla ábyrgð á hruninu. Það fór vel á því að í öndvegi var Björgólfur Guðmundsson sá sem tæmdi Landsbankann og ber ábyrgð á Icesave  og á sök á einu stærsta gjaldþroti í veraldarsögunni. Harpan er gott dæmi um verk sem fór af stað vegna samkrulls gjörspilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Lítil sem engin umræða fór fram á þingi eða í  Reykjavíkurborg um það að dæla þúsundum eða jafnvel tugþúsundum  milljóna í verkið. Á þingi var málið afgreitt með heimildarákvæði rétt eins og verið væri að kaupa eða selja prestbústað. Tónlistarfólk á samúð mína yfir því  að vera sett inn í þessa umræðu um fáránleika og táknmynd útrásarinnar. Ég vona svo sannarlega að boðsgestir hvort sem það er Bjögólfur, Björgvin G. eða Ingibjörg Sólrún hafi skemmt sér konunglega í kvöld.Ég hefði þó talið að betur hefði farið á því að þau hefðu sýnt af sér þann sóma að greiða fyrir skemmtunina eða þá að Steingrímur J fjármálaráðherra hefði látið söfnunarbauk fara um salinn í stað þess að ætla að merja kostnaðinn út úr almúganum.


mbl.is Mótmæla við Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband