Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynlegt að stöðva allan akstur í Kópavogi!

Hvað yrði sagt ef yfirmaður lögreglu myndi leggja það til í fullri alvöru að stöðva yrði alla bílaumferð í Kópavoginum, í kjölfar þess að nokkrir bílstjórar hefðu verið teknir grunaðir um ölvunarakstur í sveitarfélaginu? Ég er nokkuð viss um að margir myndu hrista hausinn yfir þeirri tillögu að eingöngu væri leyfð umferð gangandi í Kópavoginum, til þess að koma í veg fyrir möguleg lögbrot.

Í kvöldfréttum RÚV lagði yfirmaður Fiskistofu það til, eins og ekkert væri sjálfsagðara að veiðar á grásleppu væru stöðvaðar, til þess að koma í veg fyrir mögulegt brottkast á þorski.  Greinilegt var að atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og fleiri meginreglur réttarkerfisins voru fiskistofustjóra ekki ofarlega í huga.

Allt þetta mál lýsir í raun hálfgerðu brjálæði kvótakerfisins þar sem að háttsettir embættismenn vilja með öllum ráðum vernda kerfið þó svo að það sé greinilega ekki að virka og hvetji til órökréttrar hegðunar s.s. að henda verðmætum.  Í stað þess að breyta kerfinu þannig að það hvetji til þess að öllum afla sé landað þá snýst umræðan um að banna veiðar, sem skila þjóðarbúinu hátt í tvöþúsund milljónum króna.

Spyrja má í framhaldinu hvað þjóð sem hefur efni að henda frá sér þúsundum milljóna sé að vandræðast með einhvern sparnað í skólakerfinu upp á nokkra tugi milljóna.


Bloggfærslur 27. mars 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband