Leita í fréttum mbl.is

Persónulegar úrsagnir

Ekki er að sjá í greinargerð Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, að einhverjar nýjar málsástæður hafi komið fram sem skýrir brotthlaup þeirra úr þingflokki Vg.  Virðist engu líkara en þau hafi einfaldlega fengið nóg af yfirgangi Steingríms J. og því sem Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason kalla einelti stjórnarþingmanna.

Athyglisvert er að í greinargerðinni er ekki minnst einu orði á svik ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Virðist nú vera sem að Atli Gíslason sem fyrir nokkrum misserum síðan flutti sérstaka tillögu um að koma á móts við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sé orðinn sæmilega sáttur við áframhaldandi mannréttindabrot.  Það má furðu sæta að þau sjái ekki tækifærið sem felst í að auka jafnræði og veiðar til þess að koma þjóðarskútunni á flot.

Búast má við því  að það fari að flísast enn frekar úr stjórnarliðinu, þar sem að hagtölur sína að skatta- og  niðurskurðaráætlun Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur sé alls ekki að ganga upp.

Þegar á móti blæs verður erfiðara að halda hópnum saman, sérstaklega þegar stefnan gengur ekki upp.  


mbl.is Halda áfram í ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband