Leita í fréttum mbl.is

Illa launar Þorsteinn Már ofeldið

Fáir ef einhverjir Íslendingar hafa notið gjafmildi þjóðarinnar jafn ríkulega og Þorsteinn Már Baldvinsson.  Ekki hefur Þorsteinn Már kunnað að launa velgerðarfólki sínu ofeldið og skiptir þá einu um hvort að um sé að ræða Davíð Oddsson eða jafnvel íslensku þjóðina.

Davíð Oddsson gerði þau regin mistök að rétta bankana upp í hendurnar á nýríkum oflátungum sem sólunduðu svo glæfralega með verðmætin að þeir komu þjóðinni nánast á vonarvöl. Þjóðin fékk rækilega að kenna á ráðsmennsku bankasnillinganna s.s. Þorsteins Más Baldvinssonar stjórnarformanns Glitnis. Lífeyrissjóðir voru tæmdir og skattgreiðendur komandi kynslóða munu þurfa að blæða fyrir afglöp og fjárglæfra "bankasnillinganna" .  Á meðan hrunið reið yfir lýsti Þorsteinn Már því yfir að  Davíð Oddsson hefði nánast rænt sig og hluthafa Glitnisbanka vegna persónulegra óvildar Davíðs í garð Baugsfeðga. Ástæðan fyrir reiðinni í garð Davíðs sem þá var seðlabankastjóri var að Seðlabankinn neitaði að veita Glitni tugmilljarða gjaldeyrislán með veðum í svikafélögum á borð við við Stím.  

Þjóðin hefur um áratuga skeið treyst Þorsteini Má Baldvinssyni fyrir að njóta og gera verðmæti úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna.  Þorsteinn Már og félagi hans Ólafur Ólafsson í Granda sem löngum hefur verið kenndur við Samskip hafa reist þá kröfu að þeir fái einokunarrétt til að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind löngu eftir sinn dag og jafnvel afkomenda sinna einnig. Almenningi finnst sem vonlegt er að heldur langt sé seilst hjá útrásarvíkingnum og sem fyrr bregst Þorsteinn illur og reiðilega við og nú með hótunum í garð þjóðarinnar. Hótað er að fara með útgerðina úr landi ef þjóðin hlýðir ekki forstjóranum. 

Illa launar Þorsteinn Már þjóðinni ofeldið.

 

 

 


Bloggfærslur 4. febrúar 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband