Leita í fréttum mbl.is

Skinhelgi stjórnar Byggðastofnunar í glæpakerfinu

Stjórn byggðastofnunar taldi sig einhverra hluta vegna vera í aðstöðu til setja sig á háan hest gagnvart eigendum  Lotnu ehf. þar sem að þeir brutu reglur illræmds kvótakerfis sem mismunar þegnum landsins.

Kom þessi afstaða stjórnar Byggðastofnunar mér verulega á óvart þar sem alkunna  er að  fundargerðum  hennar er haldið leyndum þar sem þær þola ekki dagsljósið. Fróðlegt væri að bera saman feril þeirra manna sem Byggðastofnun nú útskúfar frá fyrirgreiðslu vegna fortíðar sinnar í atvinnurekstri og fortíðar annarra sem eru áberandi  í greininni og hafa fengið ríkulega fyrirgreiðslu hjá stjórnvöldum.  Má þar nefna Ólaf Ólafsson kenndan við Samskip, stjórnarmann í Granda, fyrrum bankaráðsformann Glitnis og forstjóra Samherja Þorstein Má Baldvinsson, Jakob Valgeir sem kenndan er við Stím, kúlulánaþegann Guðmund Kristjánsson í Brimi, forráðamönnum Íslandssögu sem staðin var  nýlega að kvótasvindl, svindl forráðamanna GPG á Húsavík.  Þessi listi gæti verið miklu lengri og sýnir berlega að kvótakerfið er komið í öngstræti. 

Rót vandans er að kvótakerfið sjálft er óréttlátt og gagnslaust og felur í sér mikinn hvata til lögbrota.  Í stað þess að stjórnvöld viðurkenni vandann og drífi í rækilegri endurskoðun á kerfinu þá er enn reynt að berja í brestina.


mbl.is Áfram fiskvinnsla á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband