Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll fær að spegla sig í Silfrinu

Í ráðherratíð sinni hefur Árni Páll Árnason verið eins konar talsmaður fjármálafyrirtækja og dregið taum þeirra á kostnað almennings.

Árni Páll hefur fylgt þeirri stefnu að gera ekki neitt í þágu lántakenda nema þá að hann hafi verið rekinn til þess af dómstólum landsins.  Þegar dómar hafa fallið lántakendum í vil, þá hefur Árni Páll verið snar í snúningum, að snúa út úr dómum með því að ákveða gríðarlega háa afturvirka vexti. Leyndin og spillingin grasserar í fjármálkerfinu. 110% leiðin - uppfinning Árna Páls hefur fengið þann dóm hjá erlendum hagfræðingum að vera geggjun.

Í þætti Silfri Egils sá þáttarstjórnandinn ekki ástæðu til þess að spyrja ráðherrann umdeilda einnar gagnrýnnar spurningar. Að þessu tilefni er ágætt að minnast þess að Egill Helgason skaut Árna Páli inn á stjörnuhiminn íslenskra "jafnaðarmanna" þegar sá síðarnefndi sagði frá því í Silfri Egils, að sími hans væri hleraður. Hlerunarmálið var rannsakað með ærnum kostnaði og ekki reyndist vera flugufótur fyrir því.


Bloggfærslur 5. desember 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband