Leita í fréttum mbl.is

Pólitískar hreinsanir í þágu ESB

Ekki eru skýringar oddvita ríkisstjórnarinnar trúverðugar um að upphlaupið í kringum setu Jóns Bjarnasonar í stjórninni snúist um vinnubrögð hans, í kringum gerð hræðilegra frumvarpsdraga um stjórn fiskveiða.

Ekki hefur ríkisstjórnin hingað til sett það fyrir sig þó svo að ráðherrar hafi notað óvönduð  meðöl til þess ná sínu fram.  Hver man ekki eftir því þegar Steingrímur plataði þingið og sagði ekki satt frá gangi Icesavesamninganna.  Oftsinnis hefur Steingrímur snarað út tugum milljarða króna af dýru lánsfé þjóðarinnar til þess eins að endurreisa vafasöm fjármálafyrirtæki og það án nokkurs samráðs. Svandís var dæmd í Hæstarétti.  Vinnubrögð og hegðan ráðherra Samfylkingarinnar hafa sömuleiðis oft þótt orka tvímælis s.s. þegar Jóhanna braut jafnréttislög og Össur Skarphéðinsson fór út fyrir valdmörk sín og skilgreindi samningsmarkmið landbúnaðarins!

Það má lengi telja sögur af umdeilanlegum vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar sem hljóta að teljast miklu alvarlegri en að birta einhverja dellu á heimasíðu stjórnarráðsins, eins og Jón gerðist sekur um. Engar kröfur komu þá jafnan fram um uppstokkun innan úr herbúðum stjórnarflokkanna, en það sama á við þegar Jón Bjarnason á í hlut og er skýringin augljóslega sú að Jón styður ekki aðlögunarferli ríkisstjórnarinnar að ESB.

Óneitanlega kemur á óvart að enginn miðill hefur enn gert grein fyrir því hvað frumvarpsdrög Jóns sem ollu þessu uppnámi, fela í sér. Hingað til hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar ekki sett fyrir sig, þá mismunun og mannréttindabrot kvótakerfisins, sem Jón boðaði að festa í sessi nánast óbreytt næstu áratugina.  Ef ekkert hefur breyst í þeim efnum þá að þá hlýtur upphlaupið að vera liður í pólitískum hreinsunum í þágu ESB aðildar. 


mbl.is „Þjóðin veit fyrir hvað ég stend“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband