Leita í fréttum mbl.is

Mun Hanna Birna kalla á uppgjör við svarta fortíð Sjálfstæðisflokksins?

Ekki er laust við að það verði fróðlegt að fylgjast með hvernig Hanna Birna muni svara setningarræðu Bjarna Benediktssonar. Nánast ómögulegt verður fyrir hana að ganga lengra en Bjarni Ben í að hvítskúra stefnu og fyrrum leiðtoga Sjálfstæðisflokksins sem strönduðu skútunni. Á Bjarna er helst að skilja að landið hafi lent að ósekju í einhverju hræðilegu sem líkja mætti helst við náttúruhamfarir sem enginn mannlegur máttur gat stöðvað - jafnvel ekki þeir ástkæru og stjórnvitru fyrrum leiðtogar Davíð og Geir Haarde.

Sömuleiðis minnist Bjarni skiljanlega ekki á þá staðreynd að enginn af þeim sem kallast getað höfuðpaurar hrunsins hafa verið látnir sæta ábyrgð og eru jafnvel enn að maka krókinn. Eflaust er Hönnu Birnu vandi á höndum þar sem telja má víst að ræða Bjarna eigi einhvern hljómgrunn á fundinum sjálfum sérstaklega hjá þeim hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir hrun.

Ef að Hanna Birna eltir Bjarna og reynir jafnvel að yfirtrompa ástarjátningarnar og undirstrika algjört ábyrgðarleysi Sjálfstæðisflokksins, þá mun þessi fundur verða með magnaðri skrípasýningum Íslandssögunnar.


mbl.is Verðum að skapa ný verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband