Leita í fréttum mbl.is

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja að forsætisráðherra tali við Jón Gnarr!

Þingmenn Samfylkingarinnar vinna, eins og þeir segja sjálfir frá, baki brotnu við að endurreisa Ísland eftir hræðilega stjórn Sjálfstæðisflokksins sem þeir kannast alls ekki við að bera nokkra ábyrgð á.

Ekki eru þingmenn Samfylkingarinnar að pæla í því hvort hægt sé að ná í meiri afla úr hafinu eða þá að gera meiri verðmæti úr honum - nei, þeir eru í mikilvægari verkum eins og þingsályktunartillaga Marðar Árnasonar ber með sér. Hún felur í sér að Jóhanna Sigurðardóttir taki upp viðræður við Jón Gnarr um réttindi og skyldur Reykjavíkurborgar sem höfuðborgar Íslands.

Tillagan er raunar algert bull að mínu viti en á hana hafa samt sem áður hópast þingmenn Samfylkingarinnar. Mér sýnist sem tillagan miði að því að borgarstjórinn verði meira og minna inni á gafli, ekki bara hjá ríkisstjórn heldur einnig hjá Alþingi í skipulögðu samráði.


Bloggfærslur 31. október 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband