Leita í fréttum mbl.is

Sjúkt

Ég er nýkominn af mikilli fjármálaráðstefnu, þar sem þröng fjárhagsstaða sveitarfélaga var til umræðu. Heildarskuldir sveitarfélaganna er liðlega þrefaldar árlegar tekjur þeirra. Með því að sleppa að telja með skuldir Orkuveitu Reykjavíkur og lífeyrisskuldbindingar og ætla að greiða niður lán sveitarfélaga um 66 milljarða á næstu 10 árum var mögulegt að ná fram viðunandi stöðu. Með framangreindum reiknikúnstum var talið mögulegt að ná viðunandi stöðu eins og fyrr greinir árið 2021. Reyndar er staða ríkissjóðs síst betri en skuldir eru liðlega þrefaldar tekjur og gríðarlegur hallarekstur í þokkabót. Skuldirnar sem ríkissjóður hefur sankað að sér undir forystu fjórflokksins hefur að mestu farið í að endurreisa nánast óbreytt og fársjúkt fjármálakerfi sem orsakaði hrunið. Á ráðstefnunni benti ég á að upphæðin sem sveitarfélögin ætla sér að nurla saman með sparnaði í leikskólum og skólum til þess að greiða niður stökkbreyttu lánin á næsta áratug væri nánast sú sama upphæð og Ólafur Ólafsson fjárglæframaður, fékk afskrifað í bankanum sínum, sem ber nú nafnið Arion. Sagt er að á móti niðurfellingu skulda hafi Ólafur þurft að láta af hendi hlutabréf í Granda til bankans.

Mikill leyndarhjúpur hvílir yfir eignarhaldi á umræddum Arion banka en ekki kæmi á óvart ef að Ólafur Ólafsson ætti drjúgan hlut í bixinu, en það væri a.m.k. ekki í fyrsta sinn sem að hann stæði í baktjaldarmakki í kringum eignarhald á banka.

Fyrir íslenskan almenning sem glímir við miklar fjárhagsþrengingar er það ekki sjálfgefið að höfuðpaurar hrunsins séu í samningaviðræðum og haldi áfram umsvifamiklum rekstri eins og ekkert hafi í skorist þó svo að svo sé látið í veðri vaka í sumum fjölmiðlum.  Það leiðir hugann að því að furðulegt er að fjölmiðlaveldi 365 sé enn stjórnað af Bónusvíkingum og Morgunblaðinu af skuldugum útgerðaraðli sem fór í umsvifamikla fjármála og bankaviðskipti með hræðilegum afleiðingu. 

 


Bloggfærslur 15. október 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband