Leita í fréttum mbl.is

Sóknaráætlunin er skýrsluskvaldur

Afrakstur 20/20 áætlunar ríkisstjórnarinnar er lítið annað en samtíningur úr gömlu skýrsluskvaldri, þar sem iðlulega koma fram heitingar um að: efla öflugt, nýstárlegt, sameina, votta, setja á fót klasa, efla nýsköpun og þekkingarsamfélagið, framþróa heildræna samþætta stefnu, efla menntun og jafnrétt osfrv.

Þegar búið er að skræla utan af orðskrúðinu stendur fátt ef nokkuð eftir um raunverulegar aðgerðir til þess að ná fram markmiðum um að Íslands verði í fremstu röð árið 2020.

Ekki er ég viss um að upphaflega hafi verið sáð til þess að 20/20 áætlunin varðaði leið að raunhæfum mælanlegum markmiðum fyrir Ísland, heldur miklu frekar að búa til svið fyrir Dag B. Eggertsson í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna sl vor.

Ég lenti í því að taka þátt í þjóðfundi í tengslum við 20/20 áætlunina eins og fram kemur hér í pistlinum maður er manns gaman 20/20 áætlunin.

 

 

    


mbl.is Sóknaráætlun í skjóli niðurskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband