Leita í fréttum mbl.is

Fals Jóhönnu Sigurðardóttur

Í gegnum árin hefur Jóhanna Sigurðardóttir slegið sér upp á því að þykjast ætla að standa vörð um lífeyrisþega og afnema verðtrygginguna. Í aðdraganda síðustu kosninga sagðist formaður Samfylkingarinnar ætla að beita sér fyrir gangsæi, taka á skuldavanda heimilanna og illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi.

Jóhanna hefur í tveggja ára forsætisráðherratíð sinni sagt eitt og annað og haldið tilfinningaþrungnar ræður um að eitthvað eigi að fara að ske eftir næstu helgi eða þá þarnæstu helgi í fyrrgreindum málaflokkum.

Ef verk ríkisstjórnarinnar eru hins vegar skoðuð þá blasir við að ríkisstjórnin hefur fyrst og fremst ráðist að kjörum lífeyrisþega, bjargað og gengið undir allt of stóru gjaldþrota fjármálakerfi á meðan skuldsett heimili hafa verið látin sitja á hakanum.

Í ræðu sinni á flokksþingi Samfylkingarinnar boðaði Jóhanna breytingar á kvótakerfinu eins og hún gerði í áramótaávarpinu og ræðum fyrir kosningar.  Málið er bara að reynsla sl. tveggja ára sýnir að ekki er hægt að taka mikið mark á tali forsætisráðherrans.  Sáttanefndin sem Guðbjartur Hannesson stýrði um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fól í sér að festa ætti kerfið í sessi! 

Ef að einhver snefill af meiningu væri að baki þessu tali forsætisráðherra um að breyta kvótakerfinu, þá væri hún t.d. fyrir löngu búin að taka upp viðræður við þá tvo harðduglegu sjómenn sem sóttu mál sitt fyrir Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Áliti nefndarinnar, sem orðið er þriggja ára gamalt var skýrt og fól það í sér að stjórnvöld ættu að breyta óréttlátu kerfi og greiða viðkomandi sjómönnum bætur.  Í stað að taka upp viðræður þá ákveður forsætisráðherrann með fullum stuðningi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar að sniðganga bindandi álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og senda sjómennina sem hafa staðið í áratuglangri baráttu í enn eina ferðina fyrir dómstóla landsins til þess að knýja á um að stjórnvöld fari að bindandi áliti.

Mikil er skömm Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli.   

 


mbl.is Eigum ekki að „hræra í innyflum hvers annars“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband