Leita í fréttum mbl.is

Heimskulegar hótanir Samtaka atvinnulífsins

Forsvarsmenn Samtaka Atvinnulífsins hafa í hótunum við stjórnvöld og þjóðina vegna áforma um að breyta illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi. Ekki er úr vegi að staldra við hvers vegna í ósköpunum SA hafa gefist upp á að leggja með sér málefnaleg og sanngjörn rök fyrir því að halda áfram með óbreytt kerfi, sem brýtur reyndar vel að merkja algerlega í bága við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Ástæðan er einfaldlega sú að forystumenn SA með gamla ráðuneytisstjórann í sjávarútvegsráðuneytinu eru algerlega rökþrota.  Sjávarútvegurinn er skuldum vafinn og þarfnast stór hluti fyrirtækjanna afskrifta. Kvótakerfið hefur ennfremur algerlega brugðist því upphaflega hlutverki sínu að auka aflann, en þorskaflinn nú er einungis þriðjungurinn af því sem hann var fyrir daga kvótans.

Örvæntingafullur málflutningur forsvarsmanna samtakanna sem kenna sig svo ábúðarfull við atvinnulífið, ber með sér mikla tilvistarkreppu SA.  Samtökin hafa á umliðnum árum haft lítinn áhuga á að sinna minni fyrirtækjum og hafa minni atvinnurekendur verið hálfmunaðarlausir enda fór mikið púður hjá forsvarsmönnum SA, í útrásina.  Fyrrum formaður Samtaka atvinnulífsins var staðinn af glæpsamlegu atferli með bótasjóð Sjóvár og framkvæmdastjórinn núverandi Vilhjálmur Egilsson var ötull þjónn útrásarinnar.  Kjarasamningar útrásartímabilsins einkenndust af því að SA og verkalýðsforstjórarnir sameinuðust um setja æ stærri hluta launaumslagsins í sjóði sem nýttust síðan við að keyra útrásina örlítið lengur áfram en ella.

Óábyrg skuldsetning og oflátungsskapur endaði með hruni útrásarfyrirtækjanna sem réðu SA. Forsvarsmenn SA s.s. Vilhjálmur Egilsson heimta hótandi engu að síður nú að gera allt með nákvæmlega sama hætti og í aðdraganda hrunsins. Engu líkara er en að þeir átti sig ekki á stöðu sinni en þeir sitja nú í skjóli skilanefnda bankanna, fjármálafyrirtækja og tryggingafélaga sem endurreist voru með skattfé almennings og síðan endurreistum fyrirtækjum sem fjármögnuð eru af lífeyri landsmanna.

Í þessari þröngu stöðu sem Samtök atvinnulífsins eru í þá eru þessar hótanir í garð launþega og þjóðarinnar ekki einungis ófyrirleitnar heldur einnig fádæma heimskulegar.

 

 

 


mbl.is Margir á fundi um atvinnumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2011

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband