Leita í fréttum mbl.is

Réttlæti Steingríms J. Sigfússonar

Nú hefur komist upp um að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur séð til þess að afskrifaðar voru 2.600 milljónir af lítilli trilluútgerð sem tengist fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar.  Ekki voru það atvinnuhagsmunir sem settu afskriftirnar í forgang enda hefur fyrirtækið einungis örfáa menn í vinnu. Eigendurnir voru rétt nýbúnir fyrir hrun að dæla hundruðum milljóna út úr rekstrinum í arð.

Þessi verk sem unnin eru í skjóli Vg og fjármálaráðherra hljóta að vekja viðbjóð tugþúsunda Íslendinga sem eru í skuldavanda og horfðu upp á fjármálaráðherrann Steingrím og Árna Pál Árnason ólmast um og beita Hæstarétt þrýstingi. Samfylkingin og Vg fengu þann dóm sem flokkarnir pöntuðu frá réttinum og réðu sér vart fyrir kæti yfir niðurstöðunni sem þeim fannst réttlát þó svo að hún hafi komið sér illa fyrir almenning.

Tímabært er að velta fyrir sér hvað Steingrími þyki réttlátt, skynsamlegt og þess virði að færa fórnir fyrir. Ég get ekki séð annað en að allar björgunaraðgerðirnar og afskriftirnar miði að því að bjarga kerfinu. Steingrímur leggur áherslu á að bjarga skuldsetta kvótakerfinu í sjávarútvegi, bönkunum, verðtryggingunni, lífeyrissjóðakerfinu, skuldsettu stóru peningunum í atvinnurekstri, stóru tyggingafélögunum og skuldsettu landbúnaðarkerfinu. Fjármálaráðherrann virðist ekki gera sér grein fyrir því að lykillinn að því að landið nái sér út úr kreppunni eru skynsamlegar og réttlátar breytingar á framangreindum þáttum. 

Eina leiðin sem stjórnin sér til að kosta björgunarleiðangurinn er að fara dýpra ofan í vasa almennings og brjóta mannréttindi á þegnunum.


Bloggfærslur 30. september 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband