Leita í fréttum mbl.is

Réttlæti Steingríms J. Sigfússonar

Nú hefur komist upp um að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur séð til þess að afskrifaðar voru 2.600 milljónir af lítilli trilluútgerð sem tengist fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar.  Ekki voru það atvinnuhagsmunir sem settu afskriftirnar í forgang enda hefur fyrirtækið einungis örfáa menn í vinnu. Eigendurnir voru rétt nýbúnir fyrir hrun að dæla hundruðum milljóna út úr rekstrinum í arð.

Þessi verk sem unnin eru í skjóli Vg og fjármálaráðherra hljóta að vekja viðbjóð tugþúsunda Íslendinga sem eru í skuldavanda og horfðu upp á fjármálaráðherrann Steingrím og Árna Pál Árnason ólmast um og beita Hæstarétt þrýstingi. Samfylkingin og Vg fengu þann dóm sem flokkarnir pöntuðu frá réttinum og réðu sér vart fyrir kæti yfir niðurstöðunni sem þeim fannst réttlát þó svo að hún hafi komið sér illa fyrir almenning.

Tímabært er að velta fyrir sér hvað Steingrími þyki réttlátt, skynsamlegt og þess virði að færa fórnir fyrir. Ég get ekki séð annað en að allar björgunaraðgerðirnar og afskriftirnar miði að því að bjarga kerfinu. Steingrímur leggur áherslu á að bjarga skuldsetta kvótakerfinu í sjávarútvegi, bönkunum, verðtryggingunni, lífeyrissjóðakerfinu, skuldsettu stóru peningunum í atvinnurekstri, stóru tyggingafélögunum og skuldsettu landbúnaðarkerfinu. Fjármálaráðherrann virðist ekki gera sér grein fyrir því að lykillinn að því að landið nái sér út úr kreppunni eru skynsamlegar og réttlátar breytingar á framangreindum þáttum. 

Eina leiðin sem stjórnin sér til að kosta björgunarleiðangurinn er að fara dýpra ofan í vasa almennings og brjóta mannréttindi á þegnunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

þessu verður að linna. Don Dóri er búinn að fá vel úr buddu almennings. Hvílikir fjandans glæpamenn eru þetta.

Þetta er greinilega hannað plott til að fá allt afskrifað.

Hvernig getur LÍ réttlætt þetta á sömu stundu og gengið er hart fram gegn almenningi ?

Sigurjón, það verður að setja á Starfsstjórn og reka þingið heim og loka sjoppunni í 4 ár. Kjósa svo með nýrri stjórnarskrá.

Birgir Rúnar Sæmundsson, 30.9.2010 kl. 21:43

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nú ertu ósanngjarn Sigurjón. Það var meðvituð ákvörðun hjá þessari stjórn að Bankarnir yrðu lausir undan pólitískum afskiptum. Allt sem gert hefur verið er á ábyrgð skilanefndarinnar er ég hræddur um. Hins vegar held ég að þingið ætti að endurskoða lög um bankaleynd svo það megi upplýsa um allan viðbjóðinn sem fer fram í skjóli bankaleyndar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.9.2010 kl. 21:51

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhannes, Ásmundur Stefánsson var bankastjórinn á meðan þessar afskriftir voru gerðar og bankaráðið allt innmúrað í Fjórflokkinn.

Kúlulánaþeginn sem stjórnar  Bankasýslunni er nú varla til að auka trúverðugleika bankakerfisins.  Leyndin þrátt fyrir loforð um annað er ekki nein tilviljun heldur skálkaskjól þeirra Steingríms og Jóhönnu sem stjórna landinu og bera ábyrgð á spillingu ríkisbankans.

Sigurjón Þórðarson, 30.9.2010 kl. 22:14

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Halldór hlýtur að vera glaður.

Aðalsteinn Agnarsson, 30.9.2010 kl. 22:55

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Lengi lifi LÍÚ og mikill er máttur þess. Skiptir engu máli hverjir eru í stjórn. LÍÚ ræður þessu öllu. Hvað átti að gerast 1.september en ekkert gerðist? Tilviljun ó nei, það sem hentar ekki LÍÚ gerist ekki og öfugt.

Sigurður I B Guðmundsson, 30.9.2010 kl. 23:04

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Kannski er þetta rétt hjá þér Sigurjón. Og það verður örugglega annar Landsdómur kallaður saman til að fara yfir embættisverk Steingríms og Jóhönnu í fyllingu tímans. Ég hef alltaf sagt að spillingin og svínaríið eftir hrun er jafnvel stærra í sniðum heldur en það sem tíðkaðist fyrir hrun og allt er þetta gert mögulegt í skjóli bankaleyndar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.9.2010 kl. 23:10

7 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Menn vilja arð, en ekki skuldir sem þeir hafa stofnað til svo þeir geti greitt sér út arðinn. Þeir vilja afskriftir, sem þeir fá, svo þeir geti haldið forréttindum sínum. Það hefur verið talað um að sjávarútvegsfyrirtækin þoli ekki innköllun kvóta, því þá þurfi að afskrifa stóran hluta lánanna. Þeir sleppa við innköllun, en fá samt afskriftirnar. Já, þetta er frábært kerfi. Það besta í heimi. Tær snilld.

Þórður Már Jónsson, 1.10.2010 kl. 13:07

8 identicon

Góðan dag.

Það vantar botninn í fréttina. Festi ehf í Hafnarfirði var tekið til skipta og allar eignir til sjós og lands seldar. Þetta var líka útgerð með krókabáta og gott ef ekki Landsbankinn átti hlut að máli.

Eiga ekki fjölmiðlar að rýna í þessa mismunun?

Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 17:00

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já viðbjóður er rétta orðið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.10.2010 kl. 18:30

10 identicon

Eg var að sja það a netinu að það atti að draga saman um 200miljonir hja Utanrikisraðuneiti  kostar ekki 15 miljarða að halda þvi batterii gangandi eg helt að mætti segja upp allavega þessum auka sendiherrum sem eru her a klakanum tilbunir að leysa hina af   RG

Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 20:31

11 identicon

Það þarf að upplýsa hvort hér var um að ræða nýja

Landsbankann eða þann gamla, og upplýsa um nöfn þeirra sem tóku þessa ákvörðun, því Festi ehf í Hafnafyrði

fékk aðra meðferð hjá Landsbankanum, voru keyrðir í þrot, og eigur seldar.

Siggi T (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 22:20

12 identicon

Hvad er thetta annad en GLAEPASTARFSEMI?  Ardur er greiddur út.  Rosalegar skuldir eru afskrifadar.  Their sem tóku ákvördun um ad afskrifa tóku kannski á móti hluta thess ards sem greiddur var út?

THETTA Á AD RANNSAKA.  Er verid ad stela peningum frá almenningi?

Ad sá sem kom kvótakerfinu á, eigi í kvótafyrirtaeki er sidblinda.  

Hvernig er med efnahagsbrotaeftirlit á Íslandi?  Er ekkert slíkt til stadar?

THETTA Á AD RANNSAKA STRAX!

Rannsaka strax! (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband