Leita í fréttum mbl.is

Velkomin í Frjálslynda flokkinn

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg hefur valdið kjósendum sínum gríðarlegum vonbrigðum en þessi hluti fjórflokksins lofaði í aðdraganda kosninganna sem fram fóru fyrir einu og hálfu ári endurreisn, endurmati, réttlæti og sáttargjörð við þjóðina um breytingar á illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi.

Núna sitja fjölmargir kjósendur Vg og Samfylkingarinnar eftir með sárt ennið þar sem skjaldborgin reyndist lygaþvæla og þegar til á að taka varðseta um algerlega óbreytt ástand. Ríkisstjórnin hefur að vísu reist háa múra um þau kerfi sem ollu hruninu, s.s. óbreytt kvótakerfi, lífeyrissjóðakerfi, verðtryggingu og fjárglæframennina. Hún dekstrar hrunaliðið með skattfríðindum til atvinnurekstrar pólitískra vildarvina og hálaunaðri sérfræðivinnu í æðstu stjórn ríkisins.
Þeir sem vilja raunverulegar breytingar verða að þora að stíga fram og taka af krafti þátt í stjórnmálabaráttu þar sem endurreisnin mun ekki verða af sjálfu sér.  Þjóðin hefur ekki lengur efni á samtryggingu fjórflokksins og varðstöðu um kerfi sem fela í sér mannréttindabrot.

Oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, Guðbjartur Hannesson, sem lofaði fólki réttlátum breytingum á kvótakerfinu býður fólki upp á að festa í sessi óbreytt kerfi til tveggja áratuga. Ósvífnin er þvílík að varaþingmaður Samfylkingarinnar, Þórður Már Jónsson, hafði ekki lengur geð í sér til þess að kenna sig við flokkinn. Mér finnst eðlilegt að almennir kjósendur Samfylkingarinnar velti því einnig fyrir sér hvort þeir eigi samleið með þessu ómerkilega svikaliði. Ég reikna með að fjölmargir kjósendur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi svari þessari spurningu hikstalaust neitandi. Á þá hina sömu skora ég að koma til starfa í Frjálslynda flokknum. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá stofnun barist af alefli fyrir skynsamlegum og réttlátum breytingum á kvótakerfinu og hefur ekki verið á jötu banka eða útrásarhyskis.

Frjálslyndi flokkurinn hefur sett stórt spurningarmerki við grundvallarforsendur kvótakerfisins sem hefur grafið undan byggðunum. Okkur veitir ekki af því að fara að fiska meira til að rétta af byggðirnar og allir sem eru sama sinnis ættu að leggja okkur lið.

Bloggfærslur 27. september 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband